Monthly Archives: mars 2010

Greinar

Sprungur í hraunum

Þriðjudaginn 2. mars 2010 féll kona í hraunsprungu á milli Húsfells og Valahnúka. Hún slapp óvenju vel og var heppin að vera ekki ein á ferð. Konan féll í gegnum u.þ.b. meters þykka snjóþekju og fékk síðan yfir sig töluvert magn af snjó sem hrundi á eftir henni ofan í sprunguna. Vinkona hennar slapp með því að kasta sér til hliðar og gat hringt eftir björgun. Fallið var um 4-5 metrar ofan í sprunguna og urðu björgunarsveitarmenn að síga eftir henni. Komst konan upp úr sprungunni lemstruð, marin og skelkuð, en óbrotin, sem betur fer.

read more »