Aðalfundur Hraunavina verður haldinn í Haukshúsi á Álftanesi laugardaginn 6. nóvember kl. 14.00. Þetta er öðrum þræði fræðslufundur þar sem tveir mjög áhugaverðir fyrirlestrar um skipulagsmál verða haldnir. Þeir varða annarsvegar skipulagið á Garðaholti sem er afskaplega spennandi og hinsvegar skipulagið í þeim hluta Heiðmerkur sem tilheyrir Garðabæ.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti, því fundurinn er öllum opinn.
Dagskrá:
1. Fundur settur.
2. Halldóra Hreggviðsdóttir og Heiða Aðalsteinsdóttir hjá Alta fjalla um deiliskiplulag Garðahverfis á Garðaholti.
3. Þráinn Hauksson hjá Landslagi fjallar um deiliskipulag í Garðabæjarhluta Heiðmerkurlands.
4. Venjuleg aðalfundarstörf.
5. Önnur mál.