Monthly Archives: október 2010

Félagsstarf

Aðalfundur Hraunavina

Haukshús á Álftanesi

Aðalfundur Hraunavina verður haldinn í Haukshúsi á Álftanesi laugardaginn 6. nóvember kl. 14.00. Þetta er öðrum þræði fræðslufundur þar sem tveir mjög áhugaverðir fyrirlestrar um skipulagsmál verða haldnir. Þeir varða annarsvegar skipulagið á Garðaholti sem er afskaplega spennandi og hinsvegar skipulagið í þeim hluta Heiðmerkur sem tilheyrir Garðabæ.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti, því fundurinn er öllum opinn.

Dagskrá:

1. Fundur settur.

2. Halldóra Hreggviðsdóttir og Heiða Aðalsteinsdóttir hjá Alta fjalla um deiliskiplulag Garðahverfis á Garðaholti.

3. Þráinn Hauksson hjá Landslagi fjallar um deiliskipulag í Garðabæjarhluta Heiðmerkurlands.

4. Venjuleg aðalfundarstörf.

5. Önnur mál.

Greinar

Selhraun og selminjar

Selhraun vestan við Hvaleyrarvatn er hluti af dyngjuhrauni sem er mest áberandi í kringum Skúlatún, sem er grasi gróinn óbrennishólmi rétt vestan við Helgafell. Jarðfræðingar hafa kallað þetta hraun einu nafni Skúlatúnshraun, en það ber líka ýmis önnur nöfn. Þar sem hraunið rann fram í sjó myndar það eldra Hellnahraun og heitir á kafla Hvaleyrarhraun. Aldur Selhrauns er ekki kunnur en það er sennilega ekki eldra en 3000-4000 ára. Þegar það rann myndaðist fyrirstaða í tveimur dalkvosum sem varð til þess að Hvaleyrarvatn og Ástjörn urðu til. read more »