Beitilyngið er áberandi í grónum hraunum og á heiðum landsins og all útbreidd nema á Vestfjörðum og miðhálendinu. Þetta er ein algengasta heiðaplantan á norðurlöndunum og á norðanverðu Bretlandi og víðast kölluð Heiðalyng (hedelyng/ heather).
Þegar búið var að eyða skógum á jósku og norðurþýsku heiðunum tók beitilyngið við. Með tímanum myndaðist sérstakt jarðvegslag, svonefndur lyngskjöldur og við það varð landið mjög ófrjótt. Með barrskógarækt og akuryrkju eyddu Danir heiðalynginu en skildu nokkur svæði eftir sem sýnishorn. Geldneyti var oft beitt á beitilyngið sem og hrossum og sauðfé. Kýr sem fengu beitilyng í bland við heytuggu mjólkuðu betur og Norðmenn tóku eftir því að riddarliðshross urðu fjörugri af beitilynginu, sem var ekki slæmt þegar til bardaga dró. read more