Monthly Archives: september 2011

Félagsstarf

Vel heppnað hreinsunarátak

Dagur íslenskrar náttúru var haldinn hátíðlegur með ýmsu móti föstudaginn 16. september á 71. árs afmælisdegi Ómars Ragnarssonar fjölmiðlamanns og náttúruunnanda. Var þetta í fyrsta sinn sem Dagur íslenskrar náttúru var haldinn og Hraunavinir notuðu tækifærið og efndu til hreinsunarátaks í hrauninu sunnan og vestan Straumsvíkur í góðri samvinnu við Framkvæmdasvið Hafnarfjarðarbæjar, landeigendur, skóla, sjálfboðaliða og nokkur fyrirtæki. Félagsmenn fjölmenntu í Hraunin eins og svæðið heitir frá fornu fari og nutu liðsinnis fjölda sjálfboðaliða við að hreinsa allskyns rusl og drasl sem hefur verið skilið eftir úti á víðavangi í fallegri náttúrunni. Vakti þetta athygli fjölmiðlanna og var fjallað um hreinsunarátakið í kvöldfréttum RÚV og Stöðvar 2 á föstudag og í laugardagsblaði Morgunblaðsins.

read more »

Hraun

Hreinsunarátak á degi náttúrunnar

Fjarlægja þarf bílhræ, ónýt heimilistæki og annan úrgang sem skilinn hefur verið eftir á ótrúlegustu stöðum.

Hraunavinir, félag áhugamanna um náttúruvernd í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi, boða til hreinsunarátaks í hrauninu sunnan og vestan við Straumsvík föstudaginn 16.  og laugardaginn 17. september nk.

Átak þetta er unnið í samvinnu við SEEDS (alþjóðleg sjálfboðaliðasamtök á Íslandi), þrjá grunnskóla, fyrirtæki og stofnanir í Hafnarfirði og ýmsa aðra sjálfboðaliða.