Stjórn Hraunavina var boðið að mæta í húsnæði Framkvæmdasviðs Hafnarfjarðarbæjar á Norðurhellu 2 þriðjudaginn 8. nóvember 2011. Ástæðan var sú eftirfarandi bókun hafði verið gerð á fundi Umhverfis- og framkvæmdasviðs 5. nóvember:
Skipulags- og byggingarráð og Umhverfis- og framkvæmdaráð fagna því hve vel tókst til með hreinsun hraunsins þann 16. september og færa þeim sem þar tóku þátt bestu þakkir fyrir þeirra framlag. Sérstaklega er Hraunavinum þakkað þeirra frumkvæði að þessu hreinsunarátaki. Lagt er til að 16. september verði árlega dagur hreinsunar og er umhverfisteymi ráðanna falið að vinna áfram að því máli.