Monthly Archives: janúar 2012

Félagsstarf

Viltu gerast félagi í Hraunavinum

Hraunavinir er félag fjölmargra áhugamanna um náttúruvernd og byggðaþróun í Hafnar­firði, Garðabæ og á Álftanesi. Félagið leggur einkum áherslu á hið sérstæða umhverfi, hraun, vötn og strendur sem teljast til bæjarlanda þessara þriggja sveitarfélaga. Skiplagsmál snerta félagsmenn til jafns við umgengni við náttúruna og nærumhverfið. Félagið leggur áherslu á samvinnu við sveitastjórnir og aðra um að skipulag framkvæmda fari fram í góðri sátt við íbúana og með virðingu fyrir fallegu umhverfi og náttúru.

Þeir sem skipa stjórn Hraunavina eru:

Pétur Stefánsson, formaður pshs@internet.is

Ólafur Proppé, ritari proppe@hi.is

Þorsteinn Þorsteinsson, gjaldkeri thorst@fg.is

Guðfinna Guðmundsdóttir, meðstjórnandi gudfinna@hafnarfjordur.is

Reynir Ingibjartsson, meðstjórnandi reyniring@internet.is

Ef þú hefur áhuga á að gerast félagi getur þú sent tölvupóst á netfang einhvers stjórnamanna eða á Jónatan Garðarsson umsjónarmann heimasíðu Hraunavina jonatang@simnet.is. Ekkert félagsgjald er innheimt.

Það sem þarf að koma fram í tölvupóstinum er nafn, kennitala, heimilisfang, netfang og símanúmer.

Fundargerðir

Fundargerð 12. desember 2011

Stjórnarfundur nr. 42. 12. desmber 2011 read more »