Fundur stjórnar nr. 45
Haldinn 18. apríl 2012 í Súfistanum kl. 15.00 read more
Fundur stjórnar nr. 45
Haldinn 18. apríl 2012 í Súfistanum kl. 15.00 read more
Sunnudaginn 22. apríl 2012 efndu Hraunavinir, Fugla- og náttúruverndarfélag Álftaness og Félag áhugamanna um sögu Bessastaðaskóla til göngu um Hraunin að Lónakoti.
Klukkan hálf tvö var fjölmenni mætt á bílaplanið hjá listamiðstöðinni í Straumi eða 55 manns og síðan var gengið um Straums- og Óttarstaðaland og að Lónakoti í blíðskaparveðri. Oft var stoppað á leiðinni og skoðaðar minjar um búsetu í Hraunum og fræðst um mannlíf að fornu og nýju. Er hægt að fullyrða að allt þetta svæði kom fólki þægilega á óvart.
Á bæjarhólnum í Lónakoti var nestissnæðingur og á leiðinni til baka var hugað frekar að ströndinni og minjum þar. Þá höfðu göngumenn með sér svarta ruslapoka og fylltust þeir allir af ýmis konar plastrusli. Ekki var hins vegar hreyft við rekavið og netakúlum.
Þetta var því hin besta þrifaferð og viðkomandi félögum til sóma.
Sunnudaginn 22. apríl standa Hraunavinir, Fugla- og náttúruverndarfélag Álftaness og Félag áhugamanna um sögu Bessastaðaskóla að gönguferð um Hraunin að Lónakoti kl. 13:30. Allir eru hvattir til að mæta og uppgötva þennan stórmerkilega stað með fjölda náttúru- og mannvistarminja svo nærri höfuðborgarsvæðinu. read more
Hellisgerði er skrúð- og skemmtigarður Hafnarfjarðar vestan Reykjavíkurvegar, norðan Hellisgötu og sunnan Skúlaskeiðs. Hellisgerði er nefnt eftir Fjarðarhelli sem er fyrir miðju garðsins. Þegar bændur úr Ölfusi og Selvogi komu í kaupstað til Hafnarfjarðar fyrr á öldum áttu þeir það til að slá upp tjöldum sínum við hellinn eða gista í honum, þó vistin þar væri þröng.
Á þessum stað voru gerðar einhverjar fyrstu tilraunir til trjáræktunar í Hafnarfirði eftir því sem næst verður komist. Kaupmaðurinn Bjarni Sivertsen var líkast til sá fyrsti, en hann flutti 500 trjáplöntur frá Skotlandi árið 1813 og gróðursetti þær víðsvegar í Hafnarfirði. Nokkar trjáplöntur setti hann niður í bakgarði Akurgerðis en líka þó nokkrar umhverfis Fjarðarhelli og við þau hús sem stóðu strjált við botn fjarðarins. Síðan liðu nokkrir áratugir þar til Anna Cathinca Jürgensen Zimsen, móðir Knud Zimsen borgarstjóra í Reykjavík, fór að rækta blóm og grænmeti í vermireitum í lautunum bakvið Akurgerðishúsin og gerðinu við Fjarðarhelli. Zimsen fjölskyldan bjó í Knudtzonshúsi, en á þessum tíma gekk húsið sem Bjarni riddari Sivertsen lét reisa 1803-5 undir því nafni. Það er jafnan nefnt Sívertsenhús í dag og tilheyrir húsasafni Byggðasafns Hafnarfjaðrar. Anna Cathinca fylgdist af áhuga og innileik með gróðrinum í bakgarði sínum og í kringum Fjarðarhelli vaxa og dafna. Hún fór daglega upp að hellinum á sumrin til að grennslast fyrir um vöxtinn á gróðrinum. Knud Due Christian Zimsen verslunarstjóri Knudtzonsverslunar, sem var eiginmaður Önnu Chatincu, lét girða og friða allstórt svæðið í kringum Fjarðarhelli seint á 19. öld að hennar ósk. Reiturinn fékk nafnið Hellisgerði og umhverfis hann var hlaðinn varnargarður úr hraungrjóti en slík gerði sáust við flest kotbýlin í Hafnarfirði og umhverfis matjurtargarða íbúanna í hraungjótum um langan aldur. read more