Monthly Archives: apríl 2013

Hraun

Innanríkisráðherra vill að forsendur nýs Álftanesvegar verði kannnaðar á ný

Þessi frétt er fengin af vef Innanríkisráðuneytisins:

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ritað vegamálastjóra og bæjarstjóra Garðabæjar og farið þess á leit við þá að þeir fari sameiginlega að nýju yfir forsendur fyrir lagningu nýs kafla Álftanesvegar. Fer hann fram á að verksamningur verði ekki undirritaður meðan á þeirri athugun stendur.

Alþingi samþykkti lagningu nýs Álftanesvegar með samgönguáætlun og var ráðgert að framkvæmdir stæðu yfir árin 2012 til 2014. Nýtt vegarstæði hefur samkvæmt lögum verið ákveðið í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins Garðabæjar. Verkið var boðið út í samræmi við það en af ýmsum ástæðum hefur dregist að hefja framkvæmdir. read more »

Lög félagsins

Lög Hraunavina

Lög Hraunavina

1. grein

Félagið heitir Hraunavinir. Heimili þess og varnarþing er í Garðabæ.

2. grein

Markmið félagsins er að kynna  verndargildi náttúrufyrirbæra og lands­lagsheilda, ekki síst í Álftaneshreppi hinum forna, og fylgjast náið með skipulags­málum og fram­kvæmdum með það sjónarmið í huga að vernda eins og unnt er fágæt um­hverfis­­verðmæti. Félagið getur einnig látið  til sín taka  þegar  kemur að  verndun annarra verðmætra náttúrufyrirbæra á Íslandi.

3. grein

Rétt til að gerast félagar hafa allir þeir sem láta sér annt um náttúru Íslands, umhverfisþróun og byggðamál. Inntaka nýrra félaga skal fara fram á aðalfundi. Stjórn er þó heimilt að samþykkja inntöku nýrra félaga sem njóti fullra réttinda frá þeim tíma. Staðfesta skal samþykki stjórnar á næsta aðalfundi.

4. grein

Félagsmenn greiða árgjald til félagsins. Upphæð árgjalds skal ákveðin á aðalfundi ár hvert. Félagið aflar sér einnig tekna með styrkjum og frjálsum framlögum.

5. grein

Stjórn félagsins skipa fimm menn og tveir til vara sem hafa þeir  rétt til setu á stjórnarfundum. Stjórnin er kjörin á aðalfundi. Hún er kosin til eins árs og skiptir með sér verkum. Skoðunarmaður reikninga skal einnig kjörinn á aðalfundi. Til að skuldbinda félagið þarf samþykki þriggja stjórnarmanna.

6. grein

Formaður boðar til stjórnarfunda og stýrir þeim. Stjórnarfundur er lögmætur ef hann er skipaður þremur stjórnarmönnum hið minnsta. Varamenn koma í stað  stjórnarmanna sem  ekki geta mætt á stjórnarfundi.

7. grein

Gjaldkeri annast fjármál félagsins, s.s. innheimtu félagsgjalda og greiðslu reikninga. Hann heldur bókhald um fjárreiður félagsins og skal ganga frá reikningum þess fyrir hvern aðalfund.

8. grein

Ritari ber ábyrgð á gögnum félagsins og varðveislu þeirra. Hann skal sjá til þess að ritaðar séu fundargerðir á fundum stjórnar, félagsfundum og aðalfundum og þeim haldið saman. Ritari hefur umsjón með  félagaskrá. Ritari er staðgengill formanns.

Stjórninni er heimilt að  fela trúnaðarmanni sínum umsjón heimasíðu félagsins.

9. grein

Aðalfundur hefur æðsta vald í málum félagsins og skal hann haldinn í október ár hvert. Á aðalfundi eiga allir félagsmenn atkvæðisrétt. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum á aðalfundi um afgreiðslu mála sé ekki kveðið á um annað í lögum þessum. Stjórn félagsins boðar til aðalfundar með minnst viku fyrirvara. Með aðalfundarboði skal fylgja dagskrá aðalfundar, lagabreytingatillögur og aðrar tillögur sem fyrir liggur að komi til afgreiðslu á fundinum. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað.

Á aðalfundi skulu eftirfarandi mál ætíð vera á dagskrá:

– Kjör fundarstjóra og fundarritara

– Fundargerð síðasta aðalfundar. Umræður og afgreiðsla

– Skýrsla stjórnar og umræður

– Reikningar síðasta reikningsárs, umræður og afgreiðsla

– Breytingar á lögum félagsins hafi lagabreytingatillögur borist

– Kjör stjórnar og skoðunarmanns reikninga

– Önnur mál

10. grein

Stjórn félagsins boðar almenna fundi í félaginu þegar henni þykir efni til. Skylt er að kalla félags­menn saman ef að minnsta kosti tíu þeirra krefjast fundar með skriflegum hætti.

11. grein

Breytingar á lögum félagsins verða einungis gerðar á aðalfundi enda hafi tillögur verið kynntar með fundarboði. Tillögur að breytingum á lögum félagsins skulu berast stjórn þess eigi síðar en tveim vikur fyrir aðalfund. Til að breyta lögum þarf einfaldan meirihluta greiddra atkvæða.

13. grein

Lög þessi öðlast gildi 1. nóvember 2014.

Samþykkt á aðalfundi Hraunavina 1. nóvember 2014

 

Félagsstarf

Gönguferðir

Stika og hraunhóllÁ fundi Hraunavina 15. apríl var ákveðið að Reynir Ingibjartsson, formaður Hraunavina bjóði upp á leiðsögn um ,,fórnarland“ Álftanesvegar og verði göngurnar á eftirtöldum dögum: read more »