Sunnudaginn 27. október 2013 verða haldnir tónleikar í Neskirkju til stuðnings baráttu Hraunavina fyrir verndun Gálgahrauns og til heiðurs þeim sem handteknir voru í vikunni. Tónleikarnir hefjast kl. 16.00.
Aðgangseyrir er kr. 1.000 en einnig verður tekið við frjálsum framlögum. Auk þess má styðja baráttu Hraunavina fyrir verndun Gálgahrauns með því að leggja beint inn á söfnunarreikninginn 140-05-71017, kt. 480207-1490.
Dagskrá:
KK
Salonsveitin L´amour fou,
Hlín Pétursdóttir Behrens sópran og Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari,
Gunna Lára Pálmadóttir trúbador,
Arnljótur Sigurðsson úr Ojba Rasta,
Tómas R. Einarsson og félagar,
Söngkvartettinn Kvika,
Blásarakvintett Reykjavíkur.
Fjölmennum!