Monthly Archives: júní 2014

Félagsstarf

Gálgaprjón 19. júní 2014

Gálgaprjón verður í Gálgahrauni fimmtudaginn 19. júní kl. 20.00 hjá  Ófeigskirkju. 
Allir sem vilja minnast viðburðanna 21. október 2013 eru velkomnir jafnt prjónandi og óprjónandi. 
Trefillinn verður mældur á ný því enn hafa bæst í hann bútar. 

 

 
 

Félagsstarf

Göngu í kvöld frestað vegna rigningar

Ganga sem Hraunvinir ætluðu að efna til í nyrsta hluta Búrfellshrauns miðvikudaginn 4. júní fellur niður að sinni vegna rigningar. Gangan verður farin síðar og nánari upplýsingar settar inn á síðuna þegar þar að kemur.

Félagsstarf

Fyrsta gönguferð af fjórum, miðvikudaginn 4. júní 2014

Hraunavinir standa fyrir fjórum gönguferðum um Búrfellshraun, frá fjöru til fjalls í sumar. Fyrsta gangan hefst við Garðastekk við miðjan Álftanesveg. Gengið verður hringleið þannig að best er að leggja bifreiðum við upplýsingaskiltið við Garðastekk. Lagt verður af stað kl. 20:00 miðvikudagskvöldið 4. júní frá Garðastekk.

Fyrsti áfanginn miðast við að ganga frá Garðastekk að Kjarvalskletti, þaðan að Ófeigskirkju og síðan verður stefnan tekin á Gálgakletta. Göngufólk skiptist á að miðla af þekkingu sinni og fróðleik.

Næsta ganga verður að kvöldi þriðjudags 10. júní, sem er fyrsti hvunndagurinn eftir Hvítasunnu. Gengið verður um hraunið milli i Garðabæjar og Hafnarfjarðar, sem á korti nefnt Hafnarfjarðarhraun, en hefur líka verið kallað Hraunsholtshraun.  Þar er margt áhrugavert að sjá, svo sem minjar um búsetu, myndarlega hraundranga, fjölbreyttan gróður og sitthvað fleira.    

Seinni göngurnar tvær hafa ekki verið dagsettar en tilkynnt verður um þær þegar nær dregur.

Hraunavinir og aðrir sem hafa áhuag á að slást í för mæta miðvikudaginn  4. júní, kl. 20:00 við Garðastekk.