
Aðalfundur Hraunavina verður haldinn í Haukshúsi á Álftanesi laugardaginn 12. nóvember kl. 11.00 um morguninn.
Aðalfundurinn er jafnframt kynningarfundur á gildi Árósarsamningsins um umhverfisvernd og mannréttindi sem nýlega var samþykktur á Alþingi. Samningurinn veitir áhugafólki um umhverfismál og náttúruvernd möguleika á að hafa áhrif á og gera athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir sem snerta ósnortna náttúru eða tengjast menningarminjum.
Hingað til hafa stjórnvöld ekki þurft að taka tillit til gagnrýni eða athugasemda sem félagasamtök og/eða einstaklingar, sem eiga ekki lögvarin réttindi, hafa komið með í tengslum við slíkar framkvæmdir. Þetta á að breytast með innleiðingu Árósarsamningsins og færa landsmönnum nothæf verkfæri til að hafa bein áhrif á það hvernig stjórnun framkvæmda út frá nátturuverndar- og umhverfislegum sjónarmiðum fer fram hér á landi. Sigríður Arnardóttir lögfræðingur í Umhverfisráðuneytinu mun jafnframt segja frá ýmsum lögum og reglum sem þarf að breyta í tengslum við lögleiðingu Árósarsamningsins.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti, því fundurinn er öllum opinn.
Dagskrá:
1. Fundur settur.
2. Venjuleg aðalfundarstörf.
3. Sigríður Arnardóttir lögfræðingur í Umhverfisráðuneytinu segir frá Árósarsamningnum um umhverfismál og mannréttindi.
4. Önnur mál.
