Borgarafundur um verndun Gálgahrauns
Fimmtudaginn 29. nóvember n.k. verður borgarafundur í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ og hefst kl. 20.
D A G S K R Á
Gálgahraun og Búrfellshraun: Lovísa Ásbjörnsdóttir jarðfræðingur og Sigmundur Einarsson jarðfræðingur
Jóhannes S. Kjarval og Gálgahraun: Ólafur Gíslason listfræðingur
Nýr eða endurgerður Álftanesvegur: Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður
Afhending undirskrifta gegn nýjum Álftanesvegi: Til forseta bæjarstjórnar Garðabæjar, Umhverfisráðuneytis og Vegamálastjóra
Ályktun fundarins.
Fundarstjóri: Eiður S. Guðnason fyrrv. umhverfisráðherra.
Allir sem vilja standa vörð um ósnortið eldhraun, ekki síst nágrannar Gálgahrauns og Búrfellshrauns eru hvattir til að mæta.
Hraunavinir
hraunavinir.net
alftanesvegur.is