Listaverkauppboð til fjáröflunar fyrir Hraunavini

LISTAVERKAUPPBOÐINU ER FRESTAÐ FRAM Í JANÚAR Á NÆSTA ÁRI!
Undanfarin ár hefur hópur fólks með Hraunavini í fararbroddi, barist gegn því að lagur verði nýr Álftanesvegur yfir ósnortið Gálgahraun. Við vegstæðið eru Kjarvalsklettar, þar sem meistari Jóhannes S. Kjarval mun hafa málað allt að 70 myndir. Þessi staður þykir einstakur um náin tengsl listamanns og náttúru.
Barátta Hraunavina hefur ekki aðeins kostað tíma og mikla fyrirhöfn. Hún kostar líka peninga. Í baráttunni gegn veginum var fjöldi fólks handtekin fyrr í haust og sektaður. Þá standa yfir málaferli út af vegarlagningunni sem ekki sér fyrir endann á.
Þeir sem vilja styrkja málstað Hraunavina og gefa verk á uppboðið eru beðnir að koma gjöfum sínum til SÍM eigi síðar en dagana 25.-28. nóv. n.k. Opið er frá kl. 10 til 16.
Auk myndverka er kærkomið að fá fleiri muni s.s. ljósmyndir. Þá ætlar fyrrverandi formaður Hraunavina að gefa úlpuna sína sem nokkuð hefur komið við sögu í Gálgahrauni.

One comment

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *