Author Archives: Ritstjórn

Aðalfundur Hraunavina 25. nóvember kl 13.00

Kæru félagar í Hraunavinum,

Aðalfundur verður haldinn laugardaginn 25. nóvember. klukkan 13.00. í Álfagarði í Kjós ( 7 mínútur  frá gatnamótum Hvalfjarðarvegar og Vesturlandsvegar)

Venjuleg aðalfundarstörf. 

  1. Kjör fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Reikningar síðasta reikningsárs
  4. Kjör stjórnar og skoðunarmanns reikninga
  5. Önnur mál 

Baráttukveðjur

fh. stjórnar

Ragnhildur Jónsdóttir

Íslensk ónáttúra

Ákveðið hefur verið að falla frá öllum málarekstri vegna vegalagningar í Gálgahrauni. Vegagerðin hóf með lögregluvaldi óafturkræf spjöll á hrauninu eftir að dómsmál þar sem tekist var á um lögmæti framkvæmdanna var höfðað og hefur haldið þeim áfram síðan.  Óbætanlegt tjón er orðið staðreynd. read more »

Áramótahugleiðingar

Mótmæli í Gálgahrauni
Mótmæli í Gálgahrauni

Í haust þegar baráttan um Gálga-Garðahraunið (vegargerð) stóð sem hæst og þörf var á fjölmenni þá reif ég mig upp úr eldhússtólnum og ákvað að hella mér út í náttúruverndarbaráttuna. Nú var lag. Gálgahraunið var nærtækt og einsýnt að ég myndi aldrei verða staðarmótmælandi hvorki í Þjórsárverum, við Langasjó né Hólmsá austur. Nú var tækifærið fyrir mig, 66 ára og búsetta í Mosfellsbæ. Ég taldi einsýnt að fjöldi manns af Reykjavíkursvæðinu myndi taka þátt í mótmælunum því varðstaðan í Hrauninu var nærtæk og brýn, mótmælin þar yrði vendipunktur um varnir Íslands á þessum vettvangi. read more »

Alfaraleiðin – lýsing

FlokavardiAlfaraleiðin er elsta kunna samgönguleiðin milli Suðurnesja og Innnesja Reykjanesskagans. Um hana fóru allir skreiðar- og vöruflutningar. Vermenn sem fóru um norðanverðan skagann fylgdu þessari götu á ferðum sínum í og úr verinu. Bændur og kaupmenn, ferðamenn og vinnuhjú fylgdu þessum fjölfarna götuslóða um aldir, eða allt þar til Gamlivegur, fyrsti vagnfæri Suðurnesjavegurinn var lagður um 1900. Þá lagðist Alfaraleiðin af. Allflestar vörður voru rifnar niður af vegagerðarmönnum og leiðin gleymdist smám saman. Hluti leiðarinnar hefur orðið nútímanum að bráð, farið  undir golfvöll, lent undir Reykjanesbrautinni á stöku stað og horfið að hluta þegar mikil efnistaka átti sér stað í Kapelluhrauni á sjötta og sjöunda áratug 20. aldar. Víða er þessi leið að gróa upp og hverfa en þó getur glöggt útivistarfólk auðveldlega fetað sig eftir Alfaraleiðinni með því að   leggja sig örlítið fram og fylgja þeim vörðum sem enn standa og skýrum kennileitum. read more »