Author Archives: Jónatan Garðarsson

Aðalfundur Hraunavina 2014

Hraunavinir_merki_meðfánaAðalfundur Hraunavina var haldinn í Gaflaraleikhúsinu að morgni laugardagsins 1. nóvember. Félagið hefur látið mikið að sér kveða undanfarna mánuði og mikið mætt á einstökum félagsmönnum sem kunnugt er. Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir héraðsdómslögmaður greindi frá stöðu mála. Tónleikar sem efnt var til í Háskólabíói miðvikudaginn 29. október voru vel heppnaðir og greinilegt að íslenskst listafólk lætur sig málefni félagsins skipta. Staða mála var rædd og farið yfir liðið starfsár sem er það viðburðaríkasta í sögu félagsins. Jafnframt var nýtt merki félagsins sem Gunnar Júlíusson hannaði kynnt og samþykkt á fundinum.

Ný stjórn kosin sem er skipuð eftirfarandi aðilum:

Aðalstjórn:

Gunnar Örvarsson

Gunnsteinn Ólafsson

Kristinn Guðmundsson

Margrét Pétursdóttir

Ragnhildur Jónsdóttir

Varamenn eru:

Ragna Dagbjört Davíðsdóttir

Ragnar Unnarsson

Fráfarandi stjórnarfólki var sérstaklega þakkað fyrir að standa vaktina og nýir stjórnarmenn boðnir velkomnir til starfa. Stjórnin mun skipta með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi.

Gerðar voru breytingar á lögum félagsins. Lögin eru birt á öðrum stað.

 

Gálgaprjón 19. júní 2014

Gálgaprjón verður í Gálgahrauni fimmtudaginn 19. júní kl. 20.00 hjá  Ófeigskirkju. 
Allir sem vilja minnast viðburðanna 21. október 2013 eru velkomnir jafnt prjónandi og óprjónandi. 
Trefillinn verður mældur á ný því enn hafa bæst í hann bútar. 

 

 
 

Göngu í kvöld frestað vegna rigningar

Ganga sem Hraunvinir ætluðu að efna til í nyrsta hluta Búrfellshrauns miðvikudaginn 4. júní fellur niður að sinni vegna rigningar. Gangan verður farin síðar og nánari upplýsingar settar inn á síðuna þegar þar að kemur.

Fyrsta gönguferð af fjórum, miðvikudaginn 4. júní 2014

Hraunavinir standa fyrir fjórum gönguferðum um Búrfellshraun, frá fjöru til fjalls í sumar. Fyrsta gangan hefst við Garðastekk við miðjan Álftanesveg. Gengið verður hringleið þannig að best er að leggja bifreiðum við upplýsingaskiltið við Garðastekk. Lagt verður af stað kl. 20:00 miðvikudagskvöldið 4. júní frá Garðastekk.

Fyrsti áfanginn miðast við að ganga frá Garðastekk að Kjarvalskletti, þaðan að Ófeigskirkju og síðan verður stefnan tekin á Gálgakletta. Göngufólk skiptist á að miðla af þekkingu sinni og fróðleik.

Næsta ganga verður að kvöldi þriðjudags 10. júní, sem er fyrsti hvunndagurinn eftir Hvítasunnu. Gengið verður um hraunið milli i Garðabæjar og Hafnarfjarðar, sem á korti nefnt Hafnarfjarðarhraun, en hefur líka verið kallað Hraunsholtshraun.  Þar er margt áhrugavert að sjá, svo sem minjar um búsetu, myndarlega hraundranga, fjölbreyttan gróður og sitthvað fleira.    

Seinni göngurnar tvær hafa ekki verið dagsettar en tilkynnt verður um þær þegar nær dregur.

Hraunavinir og aðrir sem hafa áhuag á að slást í för mæta miðvikudaginn  4. júní, kl. 20:00 við Garðastekk.

 

 

Listaverkauppboð 8. febrúar 2014

Hópur myndlistamanna hefur gefið listaverk til að afla fjár fyrir baráttu Hraunavina og fleiri um verndun Gálgahrauns. Verkin verða boðin upp á sérstöku Listaverkauppboði laugardaginn 8. febrúar kl. 15. Uppboðið fer fram í Listhúsi Ófeigs Björnssonar að Skólavörðustíg 5 í Reykjavík kl. 15:00.

Verkin verða til sýnis í sýningarsal Listhúss Ófeigs frá og með kl. 15:00 laugardaginn 25. janúar og fram að uppboðsdegi á opnunartíma Listhússins. 

Ófeigur Björnsson rekur gullsmíðavinnustofu ásamt Listhúsinu og er opið á hefðbundnum verslunartíma kl. 10 til 18 og á laugardögum kl. 11 til 16. 

Tónlistarmenn stóðu að myndarlegum tónlistarviðburði sl. haust í Neskirkju til fjáröflunnar fyrir Hraunavini. Nú taka myndlistarmenn við keflinu. 

Grein um náttúruverndarmál úr Fréttablaðinu

Gálgahraun-grein´des.

Löskuð ímynd og skertur trúverðugleiki – blaðagrein úr Morgunblaðinu

Hraunavinir-grein 2.. nóv.´13

Listaverkauppboði frestað fram í janúar 2014

Fyrirhuguðu listaverkauppboði er frestað fram í janúar á næsta ári.

Þeir sem vilja styrkja verkefnið geta haft samband við SÍM.

Stjórn Hraunavina

Almannagjá-Gálgahraun

AlmannagjaÁ síðustu vikum hefur dregið til tíðinda í umhverfismálum landsins.  Baráttan um Gálgahraun í Garðabæ kemur til með að marka  djúp spor í náttúruverndarsögu Íslands.  Undirrituð var í fremstu víglínu þegar lögreglan handsamaði og setti í einangrun,  þ. 21. okt. s.l.,  níu Hraunavini en fyrr um morgunin hafði hún  ekið með tugi Hraunavina á lögreglustöðina í Rvík., boðið þeim sektarsátt (10 þús., sem enginn þáði) og sleppt síðan.  Níumenningarnir, handteknir í  annað sinn, voru beittir ótrúlegu harðræði af lögreglumönnum. Myndir af þeim  misþyrmingum verða lagðar til grundvallar kærum sem lögmenn Hraunavina eru með vinnslu.

Fyrir stuttu fékk ég málverk í hendur  (Hreinn Guðm., acryl, 70×100 cm) sem hefur verið nokkra mánuði á trönum en það sýnir Almannagjá framtíðar, ef  fer sem horfir, og  við túlkun þess tek ég  mið af örlögum Gálgahrauns nú.  Málarinn vissi ekkert af Hraunabaráttunni  en hafði í huga grjóthrun úr gjánni sem og sprungur sem nú er búið að ‚yfirdekkja‘ með tréverki;  úr útlendum grenitrjám Skorradals. „Handrið er úr ryðlituðum pípum sem boltaðar eru í brúargólfið en á milli þeirra er strengt net, “.   Nú í nóv. féll grjót úr bergvegg Almannagjár niður á  göngustíginn  fyrir neðan brúargólfið og var lögreglunni tilkynnt um sem og sérfræðingum Ofanflóðaseturs Veðurstofunnar.

Lögreglunni var líka tilkynnt um spjöllin á Gálgahrauni þ. 21. okt. en þar voru Hraunavinir óðara  handteknir og settir í eingangrun.

Náttúrspjöll  stjórnar Garðabæjar verða  ólíkt meiri  en þau sem náttúruöflin  (og menn) hafa unnið á Almannagjá á árunum 2011-2013.  Öryggisráðstafanir Garðabæjar til verndar mannfólki með nýrri vegarlagningu um friðlýst Gálgahraunið vísar  beint til manngerðar framtíðar Almannagjár á Þingvöllum, eins og málverkið sýnir:   Veggir gjárinnar  steyptir upp (eða álgerðir), álrör lagt eftir endilangri gjánni   með rúnnuðum útgönguopum sem og plastgluggum.  Vegfarendur geta ýmist skroppið út úr rörinu  eða tölt um það í skjóli fyrir veðrum og litið  út um gluggana – svona í framhjágöngu.

Óafturkræfar náttúruskemmdir hafa verið unnar í friðuðu Gálgahrauni. Hvað um framtíð Almannagjár á Þingvöllum?

Höfundur greinar: Sesselja G. Guðmundsdóttir, félagsliði, Mosfellsbæ

Höfundur málverks: Hreinn Guðmundsson

Þessi grein birtist í Fréttablaðinu 25. nóv. 2013                                                                                                

Listaverkauppboð til fjáröflunar fyrir Hraunavini

LISTAVERKAUPPBOÐINU ER FRESTAÐ FRAM Í JANÚAR Á NÆSTA ÁRI!
Undanfarin ár hefur hópur fólks með Hraunavini í fararbroddi, barist gegn því að lagur verði nýr Álftanesvegur yfir ósnortið Gálgahraun. Við vegstæðið eru Kjarvalsklettar, þar sem meistari Jóhannes S. Kjarval mun hafa málað allt að 70 myndir. Þessi staður þykir einstakur um náin tengsl listamanns og náttúru.
Barátta Hraunavina hefur ekki aðeins kostað tíma og mikla fyrirhöfn. Hún kostar líka peninga. Í baráttunni gegn veginum var fjöldi fólks handtekin fyrr í haust og sektaður. Þá standa yfir málaferli út af vegarlagningunni sem ekki sér fyrir endann á.
Þeir sem vilja styrkja málstað Hraunavina og gefa verk á uppboðið eru beðnir að koma gjöfum sínum til SÍM eigi síðar en dagana 25.-28. nóv. n.k. Opið er frá kl. 10 til 16.
Auk myndverka er kærkomið að fá fleiri muni s.s. ljósmyndir. Þá ætlar fyrrverandi formaður Hraunavina að gefa úlpuna sína sem nokkuð hefur komið við sögu í Gálgahrauni.