Author Archives: Jónatan Garðarsson

Fundargerð 12. desember 2011

Stjórnarfundur nr. 42. 12. desmber 2011 read more »

Grænavatnsganga í tilefni aldarminningar Sigurðar Þórarinssonar

Þann 8. janúar 2012 verða liðin 100 ár frá fæðingardegi Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings, eins ástsælasta vísindamanns þjóðarinnar á síðustu öld.

Á þessum degi ætla félög og samtök sem tengjast náttúruvísindum, náttúruvernd og útiveru að efna til blysfarar kringum Grænavatn í Krýsuvík.  

Brottför með rútu frá skrifstofu Ferðafélags Íslands Mörkinni 6 kl. 14, sunnudaginn 8. janúar. Fargjald í rútur er kr. 1000 og greiðist við brottför.  Þeir sem fara á einkabílum greiða ekki gjald.  Þátttakendum í gönguferðinni eru útveguð blys en fólk er einnig hvatt til að taka með sér eigin blys eða kyndla.  read more »

Gleðileg jól

Hraunavinir fagna Vetrarsólstöðum sem voru 22. desember að þessu sinni og nú er sólin farin að hækka á lofti á nýjan leik. Nýtt tungl, sjálft jólatunglið, kviknaði 24. desember og þar með hófst 10. vika vetrar. Stutt er til áramóta en að fornu voru áramót við þessi tvenn tímamót þegar sól tók að hækka á lofti og jólatunglið kviknaði.

Svo vel vill til að margar þjóðir halda hátíðir um þessar mundir til að fagna væntanlegum umskiptum náttúrunnar og einnig til að einblína á kærleikann, nýtt og betra líf og bjartari framtíðarhorfur. read more »

Hrútagjá og samnefnd dyngja

Hraunflæmið frá Straumsvík að Vatnsleysuvík að norðan og suður að Sveifluhálsi er að mestu komið frá dyngju sem er í um það bil tveggja kílómetra fjarlægð vestur af Vatnsskarði. Dyngjan er nefnd eftir mikilli gjá sem liggur umhverfis hana en norðvestasti hluti hennar heitir Hrútagjá og dyngjan þar af leiðandi Hrútagjárdyngja. Nafnið er frá þeim tíma þegar bændur á Hraunabæjunum héldu hrúta sína í gjánni allt fram undir jólaföstuna og smalar gættu þeirra sem og sauða sem voru í nærliggjandi Sauðahelli í Sveifluhálsi. Annar hluti gjárinnar sem er suðaustan við dyngjuna heitir Grænklofi og þar skammt frá er bílastæði við Djúpavatnsveg þar sem kjörið er að leggja áður en gígsvæðið er skoðað. read more »

Hraunavinir fá viðurkenningu

Stjórn Hraunavina var boðið að mæta í húsnæði Framkvæmdasviðs Hafnarfjarðarbæjar á Norðurhellu 2 þriðjudaginn 8. nóvember 2011. Ástæðan var sú eftirfarandi bókun hafði verið gerð á fundi Umhverfis- og framkvæmdasviðs 5. nóvember:  

Skipulags- og byggingarráð og Umhverfis- og framkvæmdaráð fagna því hve vel tókst til með hreinsun hraunsins þann 16. september og færa þeim sem þar tóku þátt bestu þakkir fyrir þeirra framlag. Sérstaklega er Hraunavinum þakkað þeirra frumkvæði að þessu hreinsunarátaki. Lagt er til að 16. september verði árlega dagur hreinsunar og er umhverfisteymi ráðanna falið að vinna áfram að því máli.

read more »

Fundargerð ársfundar 2011

Ársfundur Hraunavina var haldinn í Haukshúsi á Álftanesi laugardaginn 12. nóvember 2011 og hófst hann klukkan 11:00. Hér er hægt að lesa fundargerð ársfundarins. read more »

Ársskýrsla stjórnar 2010-2011

Hraunavinir héldu aðalfund sinn í Haukshúsi á Álftanesi laugaradaginn 12. nóvember 2011. Pétur Stefánsson formaður flutti skýrslu stjórnar þar sem helstu viðburðir starfstímabilsins 2010 til 2011 voru tíundaðir. Auk venjubundinna aðalfundarstarfa flutti Sigríður Auður Arnardóttir lögfræðingur í Umhverfisráðuneytinu erindi um Árósarsamninginn og síðustu skrefin í að löggilda hann. Hér að neðan er hægt að lesa skýrslu stjórnar.   read more »

Aðalfundur Hraunavina 12. nóvember kl. 11:00

Þetta er leiðin að Haukshúsi

Aðalfundur Hraunavina verður haldinn í Haukshúsi á Álftanesi laugardaginn 12. nóvember kl. 11.00 um morguninn.

Aðalfundurinn er jafnframt kynningarfundur á gildi Árósarsamningsins um umhverfisvernd og mannréttindi sem nýlega var samþykktur á Alþingi. Samningurinn veitir áhugafólki um umhverfismál og náttúruvernd möguleika á að hafa áhrif á og gera athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir sem snerta ósnortna náttúru eða tengjast menningarminjum.  read more »

Vel heppnað hreinsunarátak

Dagur íslenskrar náttúru var haldinn hátíðlegur með ýmsu móti föstudaginn 16. september á 71. árs afmælisdegi Ómars Ragnarssonar fjölmiðlamanns og náttúruunnanda. Var þetta í fyrsta sinn sem Dagur íslenskrar náttúru var haldinn og Hraunavinir notuðu tækifærið og efndu til hreinsunarátaks í hrauninu sunnan og vestan Straumsvíkur í góðri samvinnu við Framkvæmdasvið Hafnarfjarðarbæjar, landeigendur, skóla, sjálfboðaliða og nokkur fyrirtæki. Félagsmenn fjölmenntu í Hraunin eins og svæðið heitir frá fornu fari og nutu liðsinnis fjölda sjálfboðaliða við að hreinsa allskyns rusl og drasl sem hefur verið skilið eftir úti á víðavangi í fallegri náttúrunni. Vakti þetta athygli fjölmiðlanna og var fjallað um hreinsunarátakið í kvöldfréttum RÚV og Stöðvar 2 á föstudag og í laugardagsblaði Morgunblaðsins.

read more »

Hreinsunarátak á degi náttúrunnar

Fjarlægja þarf bílhræ, ónýt heimilistæki og annan úrgang sem skilinn hefur verið eftir á ótrúlegustu stöðum.

Hraunavinir, félag áhugamanna um náttúruvernd í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi, boða til hreinsunarátaks í hrauninu sunnan og vestan við Straumsvík föstudaginn 16.  og laugardaginn 17. september nk.

Átak þetta er unnið í samvinnu við SEEDS (alþjóðleg sjálfboðaliðasamtök á Íslandi), þrjá grunnskóla, fyrirtæki og stofnanir í Hafnarfirði og ýmsa aðra sjálfboðaliða.