Author Archives: Jónatan Garðarsson

Gönguleiðaskiltin við Gálgahraun tekin í notkun

Fimmtudaginn 25. ágúst kl. 17.00 voru tvö gönguleiðaskilti afhjúpuð sem sýna gönguleiðir í Gálgahrauni. Annað skiltið er í hraunjaðrinum við Arnarvoginn á mótum Sjálands- og Ásahverfa, en hitt er á móts við Garðastekk neðan við miðjan Álftanesveg.  Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar hélt ræðu og þakkaði m.a. þeim þremur fyrirtækjum sem lögðu fram fjármuni til að þetta væri hægt en það voru Ikea, Íslandsbanki og Marel. Jafnframt þakkaði hann Hraunavinum sem áttu hugmyndina að uppsetningu skiltanna og sáu um ritun texta og sitthvað fleira. Umhverfisnefnd Garðabæjar hafði veg og vanda að vinnslu skiltanna og hafði umsjón með vinnslu þeirra.

read more »

Afhjúpun gönguleiða skilta

Meðal þeirra verkefna sem Hraunavinir hafa unnið að síðustu mánuði er gerð tveggja skilta sem sýna fornar leiðir í Gálgahrauni. Stjórn félagsins hefur unnið að þessu máli í góðri samvinnu við Umhverfisnefnd og  bæjarstjórn Garðabæjar. Nú er verkefnið komið á það stig að afhjúpun fer fram fimmtudaginn 25. ágúst kl. 17.00. Athöfnin verður í hraunjaðri Gálgahrauns á móts við hringtorgið á mótum Hraunsholtsbrautar og Vífilsstaðarvegar vestan við Sjálandshverfið í Garðabæ.

read more »

Jónsmessuferðin í Gálgahrauni

Það voru 23 gönguglaðir einstaklingar sem nýttu sér boð Hraunavina um að ganga um Gálgahraun að kvöldi 23. júní, að lokinni Jónsmessuhátíð sem fram fór við Strandstíginn í Garðabæ. Meðal þeirra sem tóku þátt í göngunni voru Ögmundur Jónasson samgönguráðherra og eiginkona hans. Göngumenn voru jafnmargir og dagarnir 23 sem liðnir voru af júnímánuði þegar gangan var farin, sem var hrein tilviljun en mjög vel við hæfi. read more »

Kvöldganga í Gráhelluhrauni

Gönguleið með ströndinni milli Straums og Lónakots

Straumur og Straumsvík, séð frá Litla Lambhaga

Gamla byggðin sem var í Hraunum við Straumsvík er fyrir löngu farin í eyði en þar er sitthvað forvitnilegt að sjá. Mannvistarminjar, gróið hraun, merkileg fjara og margt annað. Þarna voru um aldir nokkur smábýli þar sem byggt var á sjósókn og búskap. Norðan Reykjanesbrautar voru flest býlin en einnig voru nokkur sunnan brautarinnar. Enn sunnar í svonefndum Almenningi voru selstöður kotanna í Hraunum, fjárskjól í hellum og skútum, grösug beitilönd og svonefndir Almenningsskógar. Þeir voru nýttir til fjárbeitar og kolagerðar en einnig kom fyrir að hægt var að taka þar stórviði til húsagerðar. read more »

Kershellir við Sléttuhlíðarhorn

Kershellir er rétt norðan við Sléttuhlíðarhorn í jarðfalli sem er stutt frá hinni fornu þjóðleið Selvogsgötu, eða Selvogsvegi eins og leiðin var kölluð í upphafi 20. aldar. Hellirinn er í hrauntröð frá þeim tíma er gaus í Búrfells eldstöðinni fyrir um 7000 árum. Þak hrauntraðarinnar hefur hrunið á nokkrum stöðum og opnað leið inn í hellakerfi sem auðvelt er að skoða. Austast er Kershellir og norður af honum er Hvatshellir, en það er ekki auðvelt að komast að honum. Nokkrum tugum metrum neðar, þar sem hraunrausin er fallin saman að hluta, er skjólsæll slakki og niður af honum er Selhellir. Hann er opinn í báða enda og nefnist syðri hlutinn Selhellir en nyrðri hlutinn var nefndur Kethellir í Jarðarbók Árna Magnússonar og Bjarna Vídalín. Hleðsla í miðjum hellinum náði áður fyrr upp í loft, en er núna fallin að stórum hluta. Neðstur og nyrstur er svonefndur Sauðahellir, sem var notaður um tíma fyrir sauðfé, en þótti ekki alveg nógu góður til slíkra nota. Skammt frá honum er vallgróinn stekkur og austan hans er nátthaginn í jarðfalli. Þessir hellar voru í eina tíð nefndir einu nafni Kershellar, en einnig sundurgreindir með mismunandi nöfnum eftir því hverskonar not voru höfð af þeim í gegnum tíðina. read more »

Fallegir ískristallar

 

Fyrstu dagana í desember hefur náttúran skartað sínu fegursta í froststillunum sem hafa verið dögum saman á suðvesturhorninu. Ískristallar og héla mynda skrautlegar frostrósir á hraunklettum, stráum og lyngi hvert sem litið er. Jarðvegurinn er gaddfreðinn og kristallarnir glitra og sindra dulúðugu geislaflóð þá stuttu stund yfir daginn þegar sólin er enn á lofti. Það er vel þess virði að klæða sig í skjólgóðan fatnað og góða gönguskó og halda í gönguferð eitthvað út í náttúruna til þess eins að njóta þessa sérstæða náttúrufyrirbæris á meðan svona er ástatt. read more »

Nytsemdarjurtin beitilyng

Beitilyngsmói í austanverðri Smalaskálahæð í september 2010.

Beitilyngið er áberandi í grónum hraunum og á heiðum landsins og all útbreidd nema á Vestfjörðum og miðhálendinu. Þetta er ein algengasta heiðaplantan á norðurlöndunum og á norðanverðu Bretlandi og víðast kölluð Heiðalyng (hedelyng/ heather).

Þegar búið var að eyða skógum á jósku og norðurþýsku heiðunum tók beitilyngið við. Með tímanum myndaðist sérstakt jarðvegslag, svonefndur lyngskjöldur og við það varð landið mjög ófrjótt. Með barrskógarækt og akuryrkju eyddu Danir heiðalynginu en skildu nokkur svæði eftir sem sýnishorn. Geldneyti var oft beitt á beitilyngið sem og hrossum og sauðfé. Kýr sem fengu beitilyng í bland við heytuggu mjólkuðu betur og Norðmenn tóku eftir því að riddarliðshross urðu fjörugri af beitilynginu, sem var ekki slæmt þegar til bardaga dró. read more »

Vegurinn sem aldrei varð

Það litla sem eftir er af Járnbrauta- og vagnveginum frá 1918 sést á milli iðnaðarhverfisins í Molduhrauni og Flatahverfis.

Merkilegar hleðslur eru enn sjáanlegar í hrauninu suðuvestur af Flötunum, handan við Hraunsholtslækinn, sem heitir reyndar Vífilsstaðalækur örlítið ofar þar sem hann renndur úr Vífilsstaðavatni. Þessar hleðslur vitna um vegasögu 0kkar og hægt er að aldursgreina þær nákvæmlega því þarna voru vinnuflokkar að störfum fyrir hluta árs 1918 á sama tíma og mikil harðindi með frosthörkum gengu yfir landið og atvinnuleysi var í sögulegu hámarki. read more »

Fréttir af aðalfundi

Aðalfundur Hraunavina var haldinn í Haukshúsi á Álftanesi laugardaginn 6. nóvember og var vel sóttur. Fundarstjóri var Janus Guðlaugsson, ármaður á Álftanesi. Fráfarandi stjórnarmenn gáfu allir kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og voru þeir endurkjörnir. Þeir sem skipa stjórnina eru: Pétur Stefánsson og Þorsteinn Þorsteinsson úr Garðabæ, Ólafur Proppé af Álftanesi og Jónatan Garðarsson og Reynir Ingibergsson úr Hafnarfirði. Stjórnin mun skipta með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi. Ármenn voru allir endurskipaðir. read more »