Author Archives: Jónatan Garðarsson

Ársskýrsla 2008-2009

Varda i SvinahrauniAðalfundur Hraunavina var haldinn 31. október 2009 kl. 14.00 í Haukshúsi á Álftanesi. Fundurinn fór vel fram og var hann ágætlega sóttur. Var stjórnin að mestu endurkjörin, en einn stjórnarmaður gaf ekki kost á sér vegna anna og var Þorsteinn Þorsteinsson kjörinn í hans stað.

Þegar venjubundnum aðalfundarstörfum var lokið flutti Kristinn Guðmundsson líffræðingur fróðlegt erindi um verndun Skerjafjarðar og svaraði fyrirspurnum. Hér er hægt að lesa ársskýrslu stjórnar Hraunavina:

read more »

Ályktun ársfundar afhent bæjarstjóra Garðabæjar

Fundur í GarðabæFimmtudaginn 25. nóvember 2009 mættu stjórnarmenn Hraunavina ásamt einum ármanni félagsins á fund á bæjarskrifstofu Garðabæjar til að afhenda ályktun sem samþykkt var á ársfundi félagsins sem haldinn var 31. október.  Einnig afhenti Gunnsteinn Ólafsson, einn af ármönnum félagsins á Álftanesi, undirskriftarlista vegna tilfærslu Álftanesvegar til norðurs í Garða- og Gálgahrauni.  Gunnar Einarsson bæjarstjóri tók á móti hópnum, en fundinn sátu einnig af hálfu Garðabæjar Erling Ásgeirsson formaður bæjarráðs, Stefán Konráðsson formaður skipulagsnefndar, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur og Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri. read more »

Friðun nyrsta hluta Gálgahrauns

Solarlag i GalgahrauniGunnar Einarsson bæjarstjóri Garðarbæjar og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra staðfestu friðlýsingu nyrsta hluta Gálgahrauns, ásamt fjörum og grunnsævi Skerjafjarðar í landi bæjarins með undirskriftum sínum 6. októbe 2009.  Samkvæmt auglýsingu sem birt var í Stjórnartíðindum í kjölfar friðlýsingarinnar er markmiðið með friðlýsingu Gálgahrauns: að vernda nyrsta hluta Búrfellshrauns, þann hluta hraunsins sem runnið hefur í sjó fram, bæði vegna jarðmyndana og lífríkis. Markmið friðlýsingarinnar er jafn­framt að varðveita Gálgahraun sem vettvang náttúruskoðunar og fræðslu um ókomna tíð. read more »

Berjatíð

BerjalyngNú ættu allir Hraunavinir að nýta sér það sem hraunin á höfuðborgarsvæðinu gefa af sér því berjaspretta hefur verið óvenjugóð á þessu hlýja og góða sumri. Ágætis berjalönd eru í Gálgahrauni, víða í Garðahrauni, Stekkjarhrauni, Gráhelluhrauni, Smyrlabúðahrauni, Vífilsstaðahrauni og öðrum hlutum Búrfellshrauns. read more »

Kapellan í Kapelluhrauni

Aðkoman að kapellu Heilagarar Barböru
Aðkoman að kapellu Heilagarar Barböru

Kapellan er lítið byrgi sem stendur á hraunhól í Kapelluhrauni á móts við mitt álverið sem stendur við Straumsvík. Þangað liggur hliðarvegur af Reykjanesbraut sem er merktur Gámasvæðinu. Lítið ber á kapelluhólnum en þegar nær er komið sést hann. Fara þarf niður litla brekku og þar er bifreiðastæði og skilti með upplýsingum um heilaga Barböru. read more »

Gálgahraun á heimsminjaskrá Unesco?

Varða vid MóslóðaFornar leiðir um Ísland eru merkileg heimild um sögu þjóðarinnar. Þær hafa margar hverjar glatast í tímans rás en á síðustu árum hafa menn gert sér far um að finna þær að nýju, tínt saman vörðubrot og reynt að ráða í landslag til þess að áætla spor genginna kynslóða. read more »

Rauðamelsstígur – stutt lýsing

129. Hraunin sel Óttarsstaða að voriEin af gömlu þjóðleiðunum milli Hrauna og Krýsuvíkur nefnist Rauðamelsstígur en leiðin gekk líka undir fleiri nöfnum s.s. Óttarstaðaselsstígur og Skógargata. Rauðamelsnafnið var þekktast og var það dregið af tveimur myndarlegum rauðmalarhólum sem stóðu norðvestarlega í Gvendarbrunnshæð í Óttarstaðalandi. Hólarnir risu hátt yfir hraunhæðirnar í kring og voru áberandi kennileiti. Nyrsti hluti götunnar lá á milli Stóra-Rauðamels og Litla Rauðamels. Þar sem þessir myndarlegu rauðmalarhólar stóðu fyrrum er nú djúp náma með lítilli grunnvatnstjörn sem kölluð hefur verið Rauðamelstjörn. read more »

Hraunstífluð vötn og tjarnir

HrauntjörnHraunstífluð vötn og tjarnir eru merkileg náttúrufyrirbæri sem finnast ekki á mörgum stöðum á Íslandi. Stærsta hraunstíflaða vatnið á Reykjanesskaga er Kleifarvatn en þrjú hraunstífluð vötn er að finna innan þess svæðis sem félagsskapurinn Hraunavinir leggur mesta rækt við; Ástjörn, Urriðakotsvatn og Hvaleyrarvatn. Þessi þrjú vötn hafa myndast í dalkvosum þegar hraunstraumar runnu þvert fyrir eða yfir dali og girtu fyrir læki og aðrar vatnsuppsprettur.

read more »

Selvogsgata – leiðarlýsing

Selvogsgata er gömul þjóðleið sem aðallega var farin þegar bændur og búalið í Selvogi og Ölfusi sóttu kaupstað í Hafnarfirði. Einnig var hún notuð af vermönnum. Þegar enskir athafnamenn hófu brennisteinsvinnslu í Brennisteinsfjöllum um miðja 19. öldina var þetta aðal flutningaleiðin, enda var brennisteininum skipað út frá Hafnarfirði. Á síðustu árum hefur Selvogsgatan verið vinsæl gönguleið útivistarfólks. read more »

Samþykktir Hraunavina

Samþykktir Hraunavina er hægt að lesa með því að smella á viðkomandi stað hér að neðan. Það styttist í aðalfund sem verður haldinn í október. Þeir sem hafa áhuga á að starfa í félaginu geta sent okkur tölvupóst. Netföngin er að finna undir liðnum: Hraunavinir. read more »