Aðalfundur Hraunavina var haldinn 31. október 2009 kl. 14.00 í Haukshúsi á Álftanesi. Fundurinn fór vel fram og var hann ágætlega sóttur. Var stjórnin að mestu endurkjörin, en einn stjórnarmaður gaf ekki kost á sér vegna anna og var Þorsteinn Þorsteinsson kjörinn í hans stað.
Þegar venjubundnum aðalfundarstörfum var lokið flutti Kristinn Guðmundsson líffræðingur fróðlegt erindi um verndun Skerjafjarðar og svaraði fyrirspurnum. Hér er hægt að lesa ársskýrslu stjórnar Hraunavina: