Author Archives: Jónatan Garðarsson

Starfsskýrsla stjórnar starfsárið 2012-2013

Aðalfundur 2012

Aðalfundur Hraunavina fyrir starfsárið 2011 – 2012 var haldinn í Haukshúsi á Álftanesi, laugardaginn 3. nóvember 2012.

Á fundinum var kjörin stjórn félagsins fyrir næsta starfsár. Þeir Pétur Stefánsson, Ólafur Proppé og Þorsteinn Þorsteinsson drógu sig í hlé úr stjórninni, en Guðfinna Guðmundsdóttir og Reynir Ingibjartsson gáfu áfram kost á sér.

Í stjórn voru kjörin:

Guðfinna Guðmundsdóttir (Hafnarfirði)

Reynir Ingibjartsson (Hafnarfirði)

Eiður Guðnason (Garðabæ)

Ingvar Arnarsson (Garðabæ)

Gunnsteinn Ólafsson (Álftanesi)

Þeir Pétur og Ólafur höfðu setið í stjórninni frá upphafi og Pétur sem formaður. Voru þeim og Þorsteini þökkuð mikil og óeigingjörn störf í þágu félagsins.

Þá var Steinar J. Lúðvíksson kjörin skoðunarmaður reikninga.

read more »

Bæjarstjóri á Gálgafresti?

Í þeirri baráttu sem staðið hefur yfir um lagningu nýs Álftanesvegar  yfir Gálgahraun, hefur Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar, æ ofan í æ haldið því fram að félagið Hraunavinir hafi á sínum tíma samþykkt legu vegarins yfir hraunið. Er þá vísað til bréfs sem stjórn Hraunavina sendi þann 28. maí 2008 til skipulagsstjóra Garðabæjar. Síðast var þetta bréf lagt fram á fundi bæjarráðs 29. okt. sl.

Vegur á allt öðrum stað.

En hvað stendur þá í þessu bréfi og hvers vegna var það sent á sínum tíma? Tilefnið var að eigendur jarðarinnar Selskarðs kröfðust breyttrar legu vegarins í gegnum land jarðarinnar, augljóslega til að fá þar meira byggingarland fyrir sig. Þess vegna auglýsti skipulagsstjórinn tillögu að breyttri legu vegarins. Til upplýsingar þá liggur land Selskarðs utan við Gálgahraun.

Hraunavinum þótti ástæða til að skoða málið og í umræddu bréfi segir m.a.:

,,Hin nýja tillaga gerir ráð fyrir því að hinn nýi Álftanesvegur sveigi inn í væntanlega byggð á Garðaholti, kljúfi hana og liggi gegnum byggðina á alllöngum kafla”. Síðar segir: ,,Þegar og einkum af þessari ástæðu teljum við ríka ástæðu til að andmæla hinni framkomnu tillögu”.

Til upplýsingar þá er gert ráð fyrir því í aðalskipulagi Garðabæjar, að á Garðaholti rísi íbúabyggð með þúsundum íbúa. Eigendur Selskarðs vildu losna við veginn úr sínu landi og láta hann í þess stað liggja að hluta í gegnum fyrirhugað byggingarland Garðabæjar á Garðaholti, en það land er í eigu bæjarins.

Nú reynir hinn rökþrota bæjarstjóri að klína því á Hraunavini, að félagið hafi á sínum tíma samþykkt legu hins umdeilda vegar yfir Gálgahraun eða Garðahraun eins og bæjarstjórinn vill kalla það. Þvílík fjarstæða.

Skömmu eftir stofnun Hraunavina í apríl 2007, fór stjórn félagsins í gönguferð að hinum svokölluðu Kjarvalsklettum í Gálgahrauni ásamt bæjarfulltrúum og æðstu embættismönnum Garðabæjar. Þá stóð til að úthluta 10-12 lóðum til viðbótar í Prýðishverfinu norðan núverandi Álftanesvegar m.a. þar sem Kjarvalsklettar eru. Eftir þessa gönguferð hurfu þessar lóðir þegjandi og hljóðalaust út af skipulagi Garðabæjar. Svo leit út um tíma að ráðamenn bæjarins ætluðu að hlífa hrauninu við frekara raski.

read more »

Aðalfundur Hraunavina

Aðalfundur Hraunavina 2013
Aðalfundur Hraunavina fyrir starfsárið frá síðasta aðalfundi 3. nóvember 2013, verður haldinn í Fjölbrautarskóla Garðabæjar, stofu A307 á þriðju hæð, laugardaginn 16. nóvember 2013 kl. 10:00.
Dagskrá:
1.        Kosning fundarstjóra og fundarritara
2.        Fundargerð síðasta aðalfundar
3.        Skýrsla stjórnar
4.        Reikningar
5.        Umræður og afgreiðsla skýrslu stjórnar og reikninga
6.        Lagabreytingar ef breytingartillögur hafa borist
7.        Inntaka nýrra félaga
8.        Kosning fimm manna stjórnar
9.        Kosning skoðunarmanns reikninga
10       Erindi: Um hvað snúast málaferlin um veg í Gálgahrauni?
          Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir lögmaður hjá Málþingi 
11       Val ármanna Hraunavina
12       Önnur mál.
Nýir félagar geta skráð sig á fundinum.
Stjórn Hraunavina.

Styrktartónleikar í Neskirkju

Sunnudaginn 27. október 2013 verða haldnir tónleikar í Neskirkju til stuðnings baráttu Hraunavina fyrir verndun Gálgahrauns og til heiðurs þeim sem handteknir voru í vikunni. Tónleikarnir hefjast kl. 16.00.

Aðgangseyrir er kr. 1.000 en einnig verður tekið við frjálsum framlögum. Auk þess má styðja baráttu Hraunavina fyrir verndun Gálgahrauns með því að leggja beint inn á söfnunarreikninginn 140-05-71017, kt. 480207-1490.

Dagskrá:
KK
Salonsveitin L´amour fou,
Hlín Pétursdóttir Behrens sópran og Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari,
Gunna Lára Pálmadóttir trúbador,
Arnljótur Sigurðsson úr Ojba Rasta,
Tómas R. Einarsson og félagar,
Söngkvartettinn Kvika,
Blásarakvintett Reykjavíkur.

Fjölmennum!

Sorgardagur í Gálgahrauni

http://visir.is/eidur-og-omar-segjast-hafa-verid-beittir-ofbeldi—tokum-hann,-tokum-hann-/article/2013131029803

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/10/21/llum_verid_sleppt_ur_haldi/

http://www.dv.is/frettir/2013/10/21/eldri-borgarar-handteknir-af-logreglu-TWU4C8/

Sextán ára barátta

Í janúar 1997 birtist eftirfarandi grein í Morgunblaðinu, þar sem fram kom að náttúruverndarsamtök í landinu voru þá þegar farin að berjast gegn hugmyndum skipulags yfirvavalda í Garðabæ um færslu Álftanesvegar að hluta til í gegnum Gálgahraun.

Hægt er að smella á blaðsíðurnar og þá stækka þær.

MblGalgahraun1997MblGálgahraun2

Stundarfriður

Á fundi sem Hanna Birna Kristjánsdóttir hélt föstudaginn 27. september mættu fulltrúar Hraunavina og annarra náttúruverndarsamtaka, ásamt fulltrúum Vegagerðarinnar og bæjaryfirvalda í Garðabæ.

Vinnuhópur var settur á laggirnar til að reyna að sætta sjónarmið og mun verktakinn einbeita sér að öðrum þáttum veglagningarinnar næstu sjö til tíu daga og ekki fara í framkvæmdir í Gálgahrauni á meðan.

Ráðherra fól Vegagerðinni að ræða málið við verktakann og kynna breytta vinnutilhögun fyrir fulltrúum náttúruverndarsamtaka í næstu viku.

Athyglisverð frétt birtist á heimasíðu Vegagerðarinnar 27. september, sem lýkur á eftirfarandi fullyrðingu: „Fulltrúar Garðabæjar sögðu alveg ljóst að skipulagi yrði ekki breytt þannig að nýi vegurinn yrði fluttur úr hrauninu í núverandi vegstæði.“

Þetta er merkilegt orðalag og þessi frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar er í þeim anda að það er full ástæða fyrir alla sem vilja bjarga Gálgahrauni að vera áfram á varðbergi.

Mannleg keðja

hraunid1Hraunavinir mynduðu mannlega keðju í og við Gálgahraun í dag og náðu að koma í veg fyrir að gröfurnar færu inn í hraunið. Baráttan heldur áfram.

Gálgahraun vaktað

GröfurHraunavinir hafa mætt á hverjum morgni að undanförnu við jaðar Gálgahrauns og vaktað svæðið. Miðvikudagsmorguninn 18. sepember voru gröfurnar komnar að hrauninu eftir að hafa rutt sér leið í gegnum mólendið milli Álftanesvegar og Gálgahrauns. Hraunavinir settust fyrir framan gröfurnar og höfðu sig ekki í frammi. Lögreglan kom á staðinn en aðhafðist ekkert.
Síðan kom yfirmaður frá Íslenskum aðalverktökum og loks var sæst á að gröfurnar mokuðu burtu moldarhaug sem var upp við hraunið og út að vegstæðinu utan við hraunið. Handsalað var að ekki verði hreyft við hrauninu fram að helgi og gert um það heiðursmanna samkomulag.
Eftir þetta var farið á skyndifund hjá Vegagerðinni, þar sem ÍAV-menn vísa á Vegagerðina þegar þeir eru inntir eftir svörum varðandi málið. Hraunavinri hittu nokkra yfirmenn hjá Vegagerðinni í hádeginu en vegamálastjóri er ekki á landinu. Fram kom á fundinum að Vegagerðin ætlar að halda verkinu áfram þrátt fyrir að tvö dómsmál séu í gangi og mótmæli Hraunavina.
Hraunavinir halda áfram að vakta Gálgahraun hvað sem á dynur. 
 

Flogið yfir Gálgahraun

Skarphéðinn Snorrason flaug fjarstýrðu flygildi yfir Gálgahraun og myndaði það úr lofti eins og sést á meðfylgjandi myndbandi, sem Árni Haraldsson klippti saman.

Smellið á þessa slóð:

https://vimeo.com/74594968