Author Archives: Jónatan Garðarsson

Sunnudagsganga Hraunavina

Hraunavinir ætla að efna til göngu um Gálgahraun annan hvern sunnudag kl. 10.00 á næstunni og hér að neðan er hugleiðing Reynis Ingibjartssonar nýkjörins formanns Hraunavina, sem leiddi gönguna:

Ganga Hraunavina um Móslóða í dag, varð hin besta morgunganga enda veðrið eins og pantað. Ásamt hundum voru tíu í göngunni og gönguleiðin í heild reyndist 3,2 km.
 
Haldið var frá gönguleiðaskiltinu við Hraunvik og fyrst stefnt á Litla-Skyggni sem er þétt við Móslóðann. Þar hjá er Grenishóll, gott kennileiti við stíginn. Því miður eru engar stikur við Móslóða og oft erfitt að finna réttu leiðina.
 
Skammt sunnan við Grenishól liggur stígur þvert yfir hraunið frá Ásahverfinu og yfir á Fógetagötu. Við gengum þennan stíg á leiðinni til baka.
 
Syðst á Móslóða við hraunbrúnina norður af Álftanesveginum, er lítil varða og þar snéri hópurinn við. Horft var yfir Kjarvalsklettana á bakaleiðinni og þegar hópurinn gekk stíginn að Ásahverfinu, kom fram sú tillaga, að kalla hann Ásastíg. Hér gæti verið um gamlan stíg að ræða og því til sönnunnar, þá eru nokkrar hundaþúfur við stíginn.
 
Að lokum var gengið eftir Moldargötum, en það heitir malbikaði stígurinn vestan við Ásahverfið. Göngunni lauk svo á upphafsstað við hringtorgið hjá Hraunviki eftir um eins og hálftíma göngu.
 
Göngumenn voru sammála um að nú væri komið að tímamótum í baráttu fyrir verndun hrauna. Ekki ætti lengur að tala um ef og þegar, ef rætt væri um nýjan Álftanesvegi eða fyrirhugaðan Vífilsstaðaveg yfir Gálgahraunið. Nú væri kominn punktur og hér eftir verði Gálgahrauni eða öðrum hlutum Búrfellshrauns, ekki raskað.
 
Allir ætla að mæta í næstu göngu eftir hálfan mánuð og hugmynd kom fram um gönguleið: Ganga frá Prýðishverfinu eftir Álftanesstíg og niður að Garðastekk. Ganga síðan frá gönguleiðaskiltinu við stekkinn og til baka eftir Engidalsstíg og að upphafsstað í Prýðishverfi. Við erum rétt að byrja.

Fjárrétt í Urriðakotshrauni var fyrirmynd Kjarvals

Spor Jóhannesar Sveinssonar Kjarval liggja víða í hraununum umhverfis Garðabæ og Hafnarfjörð, en hann átti sér nokkra uppáhalds staði og þangað kom hann oftar en einu sinni. Sumarið 1966 fékk Kjarval leigubílstjóra til að aka sér í áttina að Vífilsstöðum en hann málaði stundum myndir í Vífilsstaðahrauni, en í þetta sinn lá leiðin aðeins lengra. Bílstjórinn ók svokallaðan Flóttamannaveg, eða Elliðavatnsveg eins og hann heitir réttu nafni. Þegar komið var á móts við Urriðakotsholt beygði bílstjórinn út af veginum og ók bifreið sinni til suðausturs. Hann ók eftir vallgrónum vegslóða sem lá að löngu yfirgefinni herstöð sem Bretar komu sér upp í jaðri Urriðakotshrauns á stríðsárunum. Á þessum slóðum er núna golfvöllur sem félagar í Oddfellow reglunni á Íslandi létu útbúa á sínum tíma og ruddu í leiðinni herstöðva tóftunum í burtu. read more »

Fundargerð aðalfundar Hraunavina 3. nóvember 2012

Aðalfundur Hraunavina 2012

Aðalfundur Hraunavina var haldinn 3. nóvember 2012 í Haukshúsi á Álftanesi.

Fundargerð:

  1. Pétur Stefánsson formaður Hraunavina setti fundinn kl. 11:10 og lýsti hann löglegan. Hann stakk upp á Steinari J. Lúðvíkssyni sem fundarstjóra og var það samþykkt samhljóða.
  2. Steinar tók við stjórn fundarins og skipaði Ólaf Proppé fundarritara.
  3. Fundargerð síðasta aðalfundar Hraunvina var samþykkt samhljóða.
  4. Starfsskýrsla stjórnar: Pétur Stefánsson kynnti starfsskýrslu stjórnar sem dreift var á fundinum og fylgir þessari fundargerð. Tvö stærstu viðfangsefni á árinu hafa tengst stóru hreinsunarverkefni í Óttarstaðalandi sunnan Hafnarfjarðar í september annað árið í röð og baráttu gegn því að nýr Álftanesvegur verði lagður í gegnum Garðahraun (Gálgahraun) og hraunið ásamt merkilegum menningarminjum þannig eyðilagt.
  5. Þorsteinn Þorsteinsson gjaldkeri Hraunavina gerði grein fyrir reikningum félagsins sem lágu fyrir fundinum undirritaðir af skoðunarmanni félagsins.
  6. Nokkrar umræður urðu um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins. Að þeim loknum voru bæði skýrslan og reikningarnir samþykktir samhljóða.  
  7. Lagabeytingar: Vegna formlegrar aðildar Íslands að Árósasamkomulaginu var nauðsynlegt að gera nokkra breytingar á lögum Hraunavina. Hafði stjórnin, undir forystu Þorsteins Þorsteinssonar og með aðstoð lögfræðinga, unnið nýtt frumvarp að lögum fyrir félagið sem hafði verið kynnt fyrir félagsmönnum fyrir aðalfundinn. Var frumvarpið lagt fram til umræðu og samþykktar ásamt smávægilegri breytingartillögu sem varðaði boðun á aðalfund. Eftir nokkrar umræður var frumvarpið samþykkt samhljóða með öllum greiddum atkvæðum. Fylgja ný lög Hraunavina þessari fundargerð.
  8. Kosning stjórnar: Pétur Stefánsson gerði grein fyrir ákvörðun þriggja stjórnarmanna um að draga sig í hlé úr stjórninni. Þessir þrír eru Pétur Stefánsson, Ólafur Proppé og Þorsteinn Þorsteinsson. Guðfinna Guðmundsdóttir og Reynir Ingibjartsson gefa áfram kost á sér í stjórnina. Í stjórn Hraunvina skulu vera fimm einstaklingar, tveir frá Garðabæ, tveir frá Hafnarfirði og einn frá Álftanesi. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum. Fyrir fundinum lá eftirfarandi tillaga um fulltrúa í stjórn:
    1. Guðfinna Guðmundsdóttir (Hafnarfirði)
    2. Reynir Ingibjartsson (Hafnarfirði)
    3. Eiður Guðnason (Garðabæ)
    4. Ingvar Arnarson (Garðabæ)
    5. Gunnsteinn Ólafsson (Álftanesi)

Ekki komu fram fleiri tillögur og voru þessir einstaklingar því sjálfkjörnir í stjórn Hraunavina næsta starfsár.

  1. Kosning skoðunarmanns reikninga: Fyrir lá tillaga um að Steinar J. Lúðvíksson yrði endurkosinn og var hún samþykkt samhljóða.
  2. Afhending verðlauna í ljósmyndasamkeppni Hraunavina um myndir úr Garðahrauni í tengslum við umdeilt vegstæði fyrir nýjan Álftanesveg. Gunnsteinn Ólafsson tilkynnti hverjir hefðu hlotið verðlauninn og afhenti bókarverðlaun. Myndirnar munu birtast á heimasíðu haunavina (www.hraunavinir.net). Eftirfarandi hlutu verðlaun:
    1. 1. verðlaun: Kalla Malmquist
    2. 2. verðlaun: Þorbjörg Gígja
    3. 3. verðlaun: Ingibjörg Halla Hjartardóttir
    4. Erindi um „Kjarval í Gálgahrauni“: Halldór Ásgeirsson myndlistarmaður flutir erindi um Jóhannes Kjarval og Þorstein Kjarval bróður hans og tengsl manns og náttúru. Var erindinu afar vel tekið af fundarmönnum.
    5. Önnur mál:
      1. Pétur Stefánsson fráfarandi formaður Hraunavina lagði fram eftirfarandi tillögu fráfarandi stjórnar að álytktun:

Ársfundur Hraunavina haldinn í Haukshúsi á Álftanesi 3. nóvember 2012 fagnar ákvörðun um sameiningu Álftaness og Garðabæjar í eitt sveitarfélag. Fundurinn beinir þeim eindregnu tilmælum til sveitarstjórnar hins nýja sveitarfélags að hafist verði handa sem fyrst um gerð nýs aðalskipulags fyrir hið sameinaða sveitarfélag og framkvæmdum við fyrirhugaðan nýjan Álftanesveg verði frestað meðan sú skipulagsvinna fer fram. Öryggi vegfarenda og íbúa við Álftanesveg verði tryggt með einföldum skammtímalausnum uns endanleg lausn er fengin.

Var tillagan rædd og síðan samþykkt samhljóða.

  1. Pétur Stefánsson fráfarandi formaður Hraunavina lagði síðan fram eftirfarandi tillögu að áskorun:  

Til Alþingis Íslendinga frá Hraunavinum, félagi áhugamanna um byggðaþróun og umhverfisvernd í Álftaneshreppi hinum forna:

Á fjárlögum þessa árs eru markaðar 550 m.kr í nýjan Álftanesveg. Væntanlega hefur háttvirtu Alþingi verið ókunnugt um að hinn nýi Álftanesvegur styðst við nær 20 ára gamalt aðalskipulag Garðabæjar og er áformaður eftir endilöngu Gálgahrauni. Gálgahraun er á náttúruminjaskrá og er eina óraskaða apalhraunið sem eftir er á höfuðborgarsvæðinu. Hraunið geymir fyrirmyndir að miklum fjölda hraunmynda meistara Kjarvals, varðveitir fornar leiðir til Bessastaða og er einstök náttúru- og útilífsperla. Aðalfundur Hraunavina haldinn á Álftanesi 3. nóvember 2012 mótmælir því harðlega að skattfé borgaranna sé varið með þeim hætti að stórfelld og óafturkræf náttúruspjöll hljótist af og krefst þess að umræddri fjárveitingu verði frestað uns nýtt vegarstæði hefur verið valið sem samræmist nútíma sjónarmiðum um umhverfisvernd og sjálfsögðum rétti ófæddra Íslendinga.

Var tillagan rædd og síðan samþykkt samhljóða.

  1. Óli Björn Hannesson vakti athygli á náttúrverðmætum sem fólgin eru í gervigígum í Rjúpnadalshrauni, sem reyndar eru utan við félagssvæði Hraunavina.
  2. Reynir Ingibjartsson þakkað fráfarandi stjórnarmönnum samstarfið á liðnum árum.
  3. Steinar J. Lúðvíksson þakkaði fráfarandi stjórn Hraunavina fyrir störf hennar undanfarin ár.
  4.  Pétur Stefánsson fráfarandi formaður Hraunavina þakkaði Steinari J. Lúðvíkssyni fundarstjórn og sleit fundi kl.13:00.

Lög Hraunavina

Lög Hraunavina
read more »

Ársskýrsla stjórnar starfsárið 2011-2012

1. 1.       Ársfundur 2011

Ársfundur Hraunavina 2011 var haldinn í Haukshúsi á Álftanesi, laugardaginn 12. nóvember 2011. read more »

Vel heppnuð ganga um Garða- og Gálgahraun

Fjölmennin kom saman í blíðskapaveðri við innkeyrsluna í Prýðahverfi kl. 14.00 sunnudaginn 28. október 2012 þegar Hraunavinir efndu til gönguferðar um þær slóðir þar sem áætlað er að færa Álftanesveg til norðurs út í Garðahraun.

Jónatan Garðarsson leiddi gönguna og lýsti staðháttum á leiðinni sem gengin  var. Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður ávarpaði hópinn í upphafi göngunnar og við Kjarvalskletta tók Ólafur Gíslason til máls, en hann var sýningarstjóri sýningarinnar Gálgaklettur og órar sjónskynsins sem sett var upp á Kjarvalsstöðum á liðnu sumri, en þar mátti líta fjölmörg málverk sem Jóhannes Sveinsson Kjarval málaði á þessum slóðum auk verka eftir 20 aðra myndlistarmenn. Háskólakórinn söng tvívegis í göngunni, við upphaf hennar og á Kjarvalsflöt við Kjarvalskletta. Þegar komið var út í mitt hraunið stillti fólk sér upp við sitthvorn jaðar væntanlegs vegar til að sýna hversu breiður vegurinn verður og hversu viðamikil framkvæmdin kemur til með að verða. Undir lok göngunnar þegar komið var að Garðastekk þar sem ætlunin er að vegurinn liggi niður af hrauninu og í áttina að núverandi Álftanesvegi lýsti Pétur Stefánsson formaður Hraunavina þeim hugmyndum sem stjórn Hraunavina lagði fyrir Vegagerðina og bæjaryfirvöld fyrir um það bil þremur árum, um það hvernig lagfæra mætti legu núverandi vegar og gera hann öruggari án þess að fara út í hraunið.     

 

 

Ganga um Garðahraun og Gálgahraun

Hraunavinir vekja athygli á göngu sem farin verður á morgun, sunnudaginn 28. október kl. 14.00. Gengið verður um þann hluta Garðahrauns og Gálgahrauns þar sem hugmyndin er að leggja nýjan Álftanesveg um ósnortið og vel gróið hraun, samkvæmt áætlunum Vegagerðarinnar og meirihluta bæjarstjórnar Garðabæjar.Jónatan Garðarsson mun lýsa staðháttum og segja frá helstu kennileitum og örnefnum, Háskólakórinn tekur lagið við Kjarvalskletta og fulltrúi myndlistarmanna tekur til máls og segir frá því hvaða stöðu hraunið skipar í listasögu þjóðarinnar. Allir sem áhuga hafa á þessu máli eru hvattir til að mæta og taka þátt í göngunni, sem er ókeypis. Gengið verður um þær slóðir þar sem gert er ráð fyrir að vegurinn færist út í hraunið á 500-600 m kafla og síðan gengið til baka og hugað að þeim stað þar sem Hraunavinir leggja til að vegurinn verði lagður, en það eru liðin 3-4 ár síðan þær hugmyndir voru lagðar fyrir ráðamenn í Garðabæ. Gangan hefst við aðreinina að Prýðahverfi við Álftanesveg, skammt frá gatnamótum Hafnarfjarðarvegar og Álftanesvegar. Á þeim slóðum er gert ráð fyrir að útbúin verði viðamikil vegslaufutenging samkvæmt skipulagi Vegagerðarinnar.

Spáð er góðu veðri og um að gera að mæta og njóta þess að ganga um fallegt svæði í fylgd staðkunnugra.

Aðalfundur Hraunavina laugardaginn 3. nóvember

Aðalfundur Hraunavina verður haldinn laugardaginn 3. nóvember 2012 kl. 11.00 í Haukshúsi á Álftanesi.

Dagskrá aðalfundar:

   Kjör fundarstjóra og fundarritara.
   Fundargerð síðasta aðalfundar. Umræður og afgreiðsla.
   Skýrsla stjórnar og umræður.

   Reikningar síðasta reikningsárs, umræður og afgreiðsla.
   Breytingar á lögum félagsins.
   Kjör stjórnar og skoðunarmanns reikninga.
   Önnur mál.

 Stjórn Hraunavina.

Friðlýsingar Garðabæjar – ekki allt sem sýnist

Reynir Ingibjartsson skrifar:

Undanfarið hefur fjöldi fólks barist gegn því að nýr Álftanesvegur verði lagður um ósnortið hraun í landi Garðabæjar. Bæjaryfirvöld halda hins vegar sínu striki og að óbreyttu munu framkvæmdir við veginn hefjast á fullu á næstu dögum.

Á sama tíma er verið að friðlýsa ýmsa hluta s.k. Búrfellshrauns sem er samheiti á hrauninu frá Búrfellsgíg og til sjávar við Lambhúsatjörn, gegnt Bessastöðum. Að sjálfsögðu er þetta hið þarfasta mál og allir ættu að vera glaðir og þakklátir. En ekki er allt sem sýnist.

Fyrst er að nefna Búrfell og furðusmíðina, Búrfellsgjá sem friðlýsa á nú sem náttúruvætti.  Svo vill til að Búrfell og Búrfellsgjá eru hluti af Reykjanesfólkvangi sem friðlýstur var árið 1975. Þá sá hugsjónafólk um náttúruvernd fyrir sér friðland, allt frá Elliðaárdal að Krýsuvíkurbergi og á þessum slóðum liggja mörk Heiðmerkur og Reykjanesfólkvangs saman. Friðlýsing nú bætir því litlu við.

Næst er það hraunið meðfram Vífilsstaðahlíðinni sem fólk þekkir sem vinsælt gönguland og nefnt er Svínahraun. Þar á að friða austasta hlutann þar sem Selgjá er, en síðan kemur langur kafli niður að Maríuhellum sem ekki á að friðlýsa. Þessi hluti hraunsins er í eigu Oddfellowreglunnar og á þeim bæ er áhugi á að leggja golfbrautir í hrauninu. Nú er hér vinsæll göngustígur og þessi hluti Búrfellshraunsins er mikið augnayndi, ekki síst ef horft er yfir hraunið úr lofti. Þá er að sjá eins og hér hafi brotist fram mikið ,,hraunflóð”.

Neðan Maríuhella er komið að Vífilsstaðahrauni, en stór hluti þess (Urriðakotshraun) er nú horfinn undir vegi, bílastæði og verslanir með IKEA í broddi fylkingar.  Þetta hraun naut á sínum tíma, bæjarverndar Garðabæjar og væntanlega er svo enn með þann hluta sem ekki fór undir byggingar. Hinir framsýnu Garðbæingar sem stóðu að bæjarverndinni, stóðu allt í einu frammi fyrir því að öllum hömlum var aflétt, vinnuvélarnar mættar á staðinn og skaðinn var skeður. Friðun nú breytir því litlu.

Loks er komið að þeim hluta Búrfellshraunsins sem samkvæmt friðlýsingunni er kallað Garðahraun – neðra. Ætla mætti í augum ókunnugra að nú sé verið að friða hraunið sem jafnan er kallað, Garðahraun eða Gálgahraun. Sé hins vegar rýnt í hið friðaða svæði, sést glöggt að það mun aðeins liggja að hinum fyrirhugaða Álftanesvegi og það sem kannski er enn verra: sleppt er hrauninu þar sem fyrirhuguð tengibraut (Vífilsstaðavegar) frá Sjálandshverfi að Garðaholti, á að koma. Þessi vegur með tilheyrandi slaufum og gatnamótum við Álftanesveginn nýja í miðju hrauninu, á að liggja þar sem gamli stígurinn – Móslóði er nú. 

Grandalausir íbúar í Ásahverfunum á Hraunsholtinu halda að nú sé ,,hraunið” þeirra í góðum málum!. Það er hins vegar þvert á móti. Þessi tengibraut er inni í aðalskipulagi Garðabæjar og hún átti að þjóna nýju íbúahverfi á Garðaholtinu. Verði af sameiningu Garðabæjar og Álftaness, mun líklega aukast þrýstingu á lagningu þessa vegar, ekki síst ef nýr Álftanesvegur verður þegar kominn úti í hrauninu.

Staðsetning þessarar tengibrautar er rétt hjá Kjarvalsklettunum og reyndar mun hún liggja yfir ýmsa þá staði í hrauninu, þar sem Kjarval málaði.  Nú er talið að margar af þeim myndum sem meistarinn var sagður hafa málað á Þingvöllum, voru málaðar á þessum slóðum. Það ætti því að tala um Kjarvalshraun – ekki aðeins Kjarvalskletta.

Friðlýsingar eru af hinu góða og fagna ber áhuga ráðamanna í Garðabæ. En sá áhugi verður að ná lengra. Annars er eins og verið sé að kasta ryki í augu fólks. Nú er það í höndum yfirvalda í Garðabæ að stíga skrefið til fulls og friðlýsa allt sem eftir er af Búrfellshauninu. Á meðan svo er ekki, verður almenningur að halda vöku sinni.

Reynir Ingibjartsson,

Í stjórn Hraunavina – umhverfissamtaka á Álftanesi, í Garðabæ og Hafnarfirði og höfundur gönguleiðabóka.

Vegagerðin heitir Vegagerðin af ástæðu. Það er hlutverk skipulagsyfirvalda í Garðabæ að koma fram með fleiri möguleika og velta þeim upp með bæjarbúum.

Pálmi Freyr Randversson skrifar:

Hvers vegna nýjan Álftanesveg?

Til stendur að leggja nýjan Álftanesveg í gegnum Garðahraun eins og flestum ætti að vera kunnugt. En er þörf á nýjum Álftanesvegi? Á akstur í gegnum Garðabæ til Álftaness að eiga sér stað á vegi sem býður upp á hraðakstur og óhindrað umferðarflæði? Er hægt að bæta umferðaröryggi með öðrum lausnum en nýjum vegi? Hvernig lítur dæmið út þegar/ef Garðabær og Álftanes sameinast? Væri þá ekki eðlilegra að tengja svæðin saman með rólegri bæjargötu frekar en því sem fyrirhugað er? read more »