Author Archives: Jónatan Garðarsson

Hrafnslaupur í Vestri-Gálga

Hrafnar eru áhugaverðir fuglar. Þeir eru stærstir allra spörfugla og kunna þá list að útbúa hreiður sín, eða laupa eins og hreiðursmíð þeirra heitir, úr allskonar efnivið. Þeir eru oft snjallir í að staðsetja laupana á syllum, í skútum eða jafnvel í mannvirkjum þar sem ómögulegt er að ná til þeirra þó þeir séu oft býsna áberandi. Draslaragangurinn einkennir laupa hrafna og það er oftar en ekki áhugvavert að skoða hverskonar efnivið þeir nota í smíðina. Hrafnar eru glysgjarnir og þeir kunna að nota nánast hvað sem er til að setja saman nothæfa laupa. Meðal þess sem þeir safna saman má nefna spýtnarusl, greinar, víraflækjur, dýrabeinum, plast, gúmmí og hverskonar byggingaúrgang sem þeir komast yfir. Þegar búið er að koma laupnum saman þarf að fóðra hann og það gera þeir með ull, mosa eða fjöðrum svo að ekki væsir um ungana sem koma í heiminn á undan flestum öðrum fuglum. Varptíminn er gjarnan frá miðjum apríl fram í miðjan maí en þegar vor eru óvenjugóð eins og nú hefur verið verpa þeir nokkrum dögum eða jafnvel vikum fyrr. Þannig var því einmitt farið í ár og eru hrafnsungar víða komnir á kreik nú þegar og búnir að yfirgefa laupana eins og reyndir er í Gálgahrauni. read more »

Fundargerð nr. 45

Fundur stjórnar nr. 45

Haldinn 18. apríl 2012 í Súfistanum kl. 15.00 read more »

Gönguferð að Lónakoti notuð til að fræðast og hreinsa drasl við ströndina

Sunnudaginn 22. apríl 2012 efndu Hraunavinir, Fugla- og náttúruverndarfélag Álftaness og Félag áhugamanna um sögu Bessastaðaskóla til göngu um Hraunin að Lónakoti.

Klukkan hálf tvö var fjölmenni mætt á bílaplanið hjá listamiðstöðinni í Straumi eða 55 manns og síðan var gengið um Straums- og Óttarstaðaland og að Lónakoti í blíðskaparveðri. Oft var stoppað á leiðinni og skoðaðar minjar um búsetu í Hraunum og fræðst um mannlíf að fornu og nýju. Er hægt að fullyrða að allt þetta svæði kom fólki þægilega á óvart.

Á bæjarhólnum í Lónakoti var nestissnæðingur og á leiðinni til baka var hugað frekar að ströndinni og minjum þar. Þá höfðu göngumenn með sér svarta ruslapoka og fylltust þeir allir af ýmis konar plastrusli. Ekki var hins vegar hreyft við rekavið og netakúlum.

Þetta var því hin besta þrifaferð og viðkomandi félögum til sóma.

Gönguferð um Hraunin að Lónakoti

Sunnudaginn 22. apríl standa Hraunavinir, Fugla- og náttúruverndarfélag Álftaness og Félag áhugamanna um sögu Bessastaðaskóla að gönguferð um Hraunin að Lónakoti kl. 13:30. Allir eru hvattir til að mæta og uppgötva þennan stórmerkilega stað með fjölda náttúru- og mannvistarminja svo nærri höfuðborgarsvæðinu.   read more »

Hellisgerði

Hellisgerði er skrúð- og skemmtigarður Hafnarfjarðar vestan Reykjavíkurvegar, norðan Hellisgötu og sunnan Skúlaskeiðs. Hellisgerði er nefnt eftir Fjarðarhelli sem er fyrir miðju garðsins. Þegar bændur úr Ölfusi og Selvogi komu í kaupstað til Hafnarfjarðar fyrr á öldum áttu þeir það til að slá upp tjöldum sínum við hellinn eða gista í honum, þó vistin þar væri þröng.

Á þessum stað voru gerðar einhverjar fyrstu tilraunir til trjáræktunar í Hafnarfirði eftir því sem næst verður komist. Kaupmaðurinn Bjarni Sivertsen var líkast til sá fyrsti, en hann flutti 500 trjáplöntur frá Skotlandi árið 1813 og gróðursetti þær víðsvegar í Hafnarfirði. Nokkar trjáplöntur setti hann niður í bakgarði Akurgerðis en líka þó nokkrar umhverfis Fjarðarhelli og við þau hús sem stóðu strjált við botn fjarðarins. Síðan liðu nokkrir áratugir þar til Anna Cathinca Jürgensen Zimsen, móðir Knud Zimsen borgarstjóra í Reykjavík, fór að rækta blóm og grænmeti í vermireitum í lautunum bakvið Akurgerðishúsin og gerðinu við Fjarðarhelli. Zimsen fjölskyldan bjó í Knudtzonshúsi, en á þessum tíma gekk húsið sem Bjarni riddari Sivertsen lét reisa 1803-5 undir því nafni. Það er jafnan nefnt Sívertsenhús í dag og tilheyrir húsasafni Byggðasafns Hafnarfjaðrar. Anna Cathinca fylgdist af áhuga og innileik með gróðrinum í bakgarði sínum og í kringum Fjarðarhelli vaxa og dafna. Hún fór daglega upp að hellinum á sumrin til að grennslast fyrir um vöxtinn á gróðrinum. Knud Due Christian Zimsen verslunarstjóri Knudtzonsverslunar, sem var eiginmaður Önnu Chatincu, lét girða og friða allstórt svæðið í kringum Fjarðarhelli seint á 19. öld að hennar ósk. Reiturinn fékk nafnið Hellisgerði og umhverfis hann var hlaðinn varnargarður úr hraungrjóti en slík gerði sáust við flest kotbýlin í Hafnarfirði og umhverfis matjurtargarða íbúanna í hraungjótum um langan aldur. read more »

Hlöðnu húsin í Hraunum

Rétt vestan við Straumsvík var nokkuð þéttbýlt um aldir enda var búið á einum 12 smábýlum þegar mest var. Jarðirnar báru ekki mannmörg heimili en þar var engu að síður gott að búa á meðan fólk gat sinnt búskap og sjósókn jöfnum höndum. Fram undir þriðja áratug 20. aldar var byggðin í Hraunum nokkuð blómleg en þá fór fólki að fækka um leið og búskaparhættir breyttust og sjávarbyggðirnar á suðvestuhorni landsins sóttu í sig veðrið. Þeir sem settust að í Hraunum lögðu megin áherslu á sauðfjárbúskap og sjósókn enda var stutt á gjöful mið skammt undan landi. Sauðfé gekk úti árið um kring sem var nauðsynlegt þar sem túnskikar voru ekki margir eða umfangsmiklir. Helst var heyjað fyrir kýrnar á heimatúnum og grastóm í næsta nágrenni bæjarhúsana, en kúabúskapur byggði á því að hægt væri að mæta mjólkurþörf heimilismanna.   read more »

Listin í hrauninu

Myndlistarmenn leita oft fanga í nánasta umhverfi sínu að fyrirmyndum til að mála eða nota liti og form náttúrunnar til að vinna óhlutbundin listaverk. Stundum orka fyrirmyndirnar svo sterkt á listamenn að þeir dragast að þeim aftur og aftur. Sama á við um útivistarfólk sem sækist eftir því árið um kring að komast aðeins út í óbyggðir til að dást að listasmíð náttúrunnar sem getur verið svo gefandi á margvíslegan hátt. Allsstaðar eru heillandi staðir sem veita innblástur og eru nærandi fyrir líkama og sál, ef maður gefur sér smá tíma til að gaumgæfa og njóta þess sem í boði er á hverjum stað á mismunandi árstímum. Slíkir staðir þurfa ekki að vera svo langt í burtu því stundum nægir að fara rétt aðeins út fyrir byggðamörkin til að finna heillandi náttúru, merkar minjar, fagurt landslag, skjólsæla laut eða góða útsýnisstaði, allt eftir því hvernig liggur á manni.     read more »

Fiskeldi og sumardvöl við Straumsvík

Nokkrir sumarbústaðir voru byggðir í Hraunum við Straumsvík nokkru fyrir miðja 20. öldina. Meðal þeirra sem heilluðust af þessu sérstæða og að margra mati fallega landsvæði voru þrír félagar, bræðurnir Marinó og Kristinn Guðmundssynir sem voru báðir málarameistarar og Björn Jóhannesson doktor í jarðvegsfræði sem hafði mikinn áhuga á hegðun laxfiska. Þeir voru afar heillaðir af Lónakoti og tjörnunum sem þar eru en þar gátu þeir ekki fengið land á leigu eða til kaups. Gengu þeir þá eftir strandlengjunni frá Lónakoti og inn fyrir Straumsvík til Hafnarfjarðar og þaðan út á Álftanes í leit að ákjósanlegum stað til að reisa sumarkofa eins og þeir kölluðu það. Eftir að hafa grandskoðað strandlengjuna voru þeir sammála um að innsti hlutinn við norðaustanverða Straumsvík væri ákjósanlegasti staðurinn. Þar hafði staðið kotbýlið Litli-Lambhagi á tanga sem heitir Stróki og skammt frá honum voru Hólmarnir og Straumsvatnagarðar. Þar voru aflögð útihús og merkiklega vel hlaðið eldhús úr hraungrjóti frá því seint á 19. öld. Eftir nokkra eftirgrenslan  fengu þremenningarnir leyfi til að reisa lítið íveruhús innarlega á Stróka. Bjarni Bjarnason skólastjóri Héraðsskólans á Laugarvatni átti þetta land allt, en hann eignaðist jarðirnar Straum og Þorbjarnarstaði ásamt Litla- og Stóra-Lambhaga árið 1919. Rak hann um árabil ágætis bú í Straumi og nytjaði allar jarðirnar til heyskapar og beitar. Bjarni lét byggja Straumshúsið sem enn stendur árið 1927 úr steinsteypu eftir að gamli bærinn brann. Sá sem teiknaði húsið var Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins, en húsið ber svipmót burstabæjar, en Guðjón hafði áhuga á að skapa nýja íslenska byggingarhefð með skírskotun til fyrri tíma. read more »

Fundargerð nr. 44

Stjórnarfundur nr. 44, haldinn 1. febrúar 2011 read more »

Viltu gerast félagi í Hraunavinum

Hraunavinir er félag fjölmargra áhugamanna um náttúruvernd og byggðaþróun í Hafnar­firði, Garðabæ og á Álftanesi. Félagið leggur einkum áherslu á hið sérstæða umhverfi, hraun, vötn og strendur sem teljast til bæjarlanda þessara þriggja sveitarfélaga. Skiplagsmál snerta félagsmenn til jafns við umgengni við náttúruna og nærumhverfið. Félagið leggur áherslu á samvinnu við sveitastjórnir og aðra um að skipulag framkvæmda fari fram í góðri sátt við íbúana og með virðingu fyrir fallegu umhverfi og náttúru.

Þeir sem skipa stjórn Hraunavina eru:

Pétur Stefánsson, formaður pshs@internet.is

Ólafur Proppé, ritari proppe@hi.is

Þorsteinn Þorsteinsson, gjaldkeri thorst@fg.is

Guðfinna Guðmundsdóttir, meðstjórnandi gudfinna@hafnarfjordur.is

Reynir Ingibjartsson, meðstjórnandi reyniring@internet.is

Ef þú hefur áhuga á að gerast félagi getur þú sent tölvupóst á netfang einhvers stjórnamanna eða á Jónatan Garðarsson umsjónarmann heimasíðu Hraunavina jonatang@simnet.is. Ekkert félagsgjald er innheimt.

Það sem þarf að koma fram í tölvupóstinum er nafn, kennitala, heimilisfang, netfang og símanúmer.