Category Archives: Félagsstarf

Félagsstarf

Félagsstarf

Gott málþing um Búrfellshraun – Guðmundar Kjartanssonar jarðfræðings minnst.

Búrfell eins og það blasir við úr Selgjá, en handan þess sést Heiðin há, Stóri Bolli og Tvíbollar sem tilheyra Grindaskarðahnúkum.Það er ekki hægt að segja annað en málþingið um Búrfellshraun sem Hraunavinir stóðu fyrir ásamt Náttúrufræðistofnun Íslands og Hafnarfjarðarbæ og Garðabæ, hafi tekist mjög vel.

Það var haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunnar og gestir nálægt eitt hundrað. read more »

Félagsstarf

Málþing um Búrfellshraun

2013-05-20-1405-16

Félagsstarf

Gönguferðir

Stika og hraunhóllÁ fundi Hraunavina 15. apríl var ákveðið að Reynir Ingibjartsson, formaður Hraunavina bjóði upp á leiðsögn um ,,fórnarland“ Álftanesvegar og verði göngurnar á eftirtöldum dögum: read more »
Félagsstarf

Jólakveðja

Hraunavinir óska landsmönnum gleðilegra jóla og gæfuríks nýs árs.

Félagsstarf

Hraunavinir funda með bæjarráðum Garðabæjar og Álftaness um Álftanesveg

Þann 18. desember voru fulltrúar Hraunavina boðaðir á fund með bæjarráðum Garðabæjar og Álftaness um nýjan Álftanesveg og verndun Gálgahrauns. Á fundinn mættu þeir: Eiður S. Guðnason, Gunnsteinn Ólafsson, Ingvar Arnarsson og Reynir Ingibjartsson úr stjórn Hraunavina, auk þeirra Lovísu Ásbjörnsdóttur og Sigmundar Einarssonar sem starfa hjá Náttúrufræðistofnun Íslands í Garðabæ. read more »

Félagsstarf

Aðventuganga Hraunavina að Garðastekk

Það blés hressilega í suðaustan rigningarhraglanda, þegar gengið var að Garðastekk í annarri raðgöngu Hraunavina um hraunin sem kennd eru við Búrfell. En göngumennirnir fjórir létu veðrið ekkert á sig fá og heilsuðu aðventunni með eftirminnilegri gönguferð. read more »
Félagsstarf

Stuðningur vel þeginn

Á borgarafundi Hraunavina fimmtudaginn  29. nóvember 2012 í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídaílnskirkju, létu margir  svolítið af hendi  rakna  til félagsins því sjóður þess er nánast  tæmdur vegna kostnaðar  við  kynningu á fundinum.  Þeir sem ekki voru  með   reiðufé  spurðu um bankareikning  félagsins. Hann er 0546-26-210220 og kennitala félagsins er 480207-1490.

Allur stuðningur er vel þeginn.

Félagsstarf

Ganga sunnudaginn 2. desember kl. 11:00

Hraunavinir efna til gönguferðar um Gálgahraun sunnudaginn 2. desember, fyrsta sunnudag í aðventu. Safnast verður saman við innkeyrsluna inn í Prýðahverfi við Álftanesveg kl. 11:00 og gengið að Garðastekk. Á leiðinni verður staldrað við á nokkrum merkum stöðum og sagt frá því helsta sem fyrir augu ber. Öllum er frjálst að mæta og taka þátt í göngunni. Meðal annars verður komið við hjá Kjarvalsklettum en þeir eru á meðal allra merkilegustu fyrirmynda Jóhannesar Kjarvals myndlistarmanns sem kom að þessum klettum á hverju einasta ári í rúmlega 20 ár og málaði þar fjölmörg málverk sem eru til víða um landið. Nokkur málverk frá þessum stað eru í eigu erlendra safna, þjóðhöfðingja og listaverkasafnara. read more »

Félagsstarf

Tímamótafundur í Garðabæ

Borgarafundurinn um verndun Gálgahrauns sem Hraunavinir efndu til í safnaðarheimili Vídalínskirkju á fimmtudagskvöldinu 29. nóvember, tókst í alla staði mjög vel. Salurinn var þétt skipaður og fundarmenn sýndu fundarefninu mikinn áhuga. read more »

Félagsstarf

Samþykkt borgarafundar i Garðabæ 29.11.2012 um verndun Gálgahrauns og gerð Álftanesvegar

Borgarafundur  haldinn að frumkvæði Hraunavina í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ 29. nóvember 2012 beinir þeim eindregnu tilmælum til bæjarstjórnar Garðabæjar að öllum  framkvæmdum við fyrirhugaða vegagerð í Gálgahrauni verði frestað meðan leitað verði annarra leiða til að finna endurbættum og öruggari Álftanesvegi stað í sátt við umhverfi og óspillta náttúru. read more »