Category Archives: Félagsstarf

Félagsstarf

Félagsstarf

Borgarafundur 29. nóvember í safnaðarheimili Vídalínskirkju

Félagsstarf

Borgarafundur um verndun Gálgahrauns

Borgarafundur um verndun Gálgahrauns

Fimmtudaginn 29. nóvember n.k. verður borgarafundur í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ og hefst kl. 20. read more »

Félagsstarf

FUNDUR UM VERNDUN GÁLGAHRAUNS

Fimmtudaginn 29. nóvember n.k. kl. 20 verður fundur í safnaðarheimili Vídalínskirkju að Kirkjulundi í Garðabæ.

 
Fundarefni er verndun Gálgahrauns og áform um nýjan Álftanesveg um hraunið.
 
Nánari dagskrá verður kynnt síðar.
 
HRAUNAVINIR.
 
Félagsstarf

Ályktun ársfundar Hraunavina

Ályktun sem samþykkt var á ársfundi Hraunavina og send til bæjarstjórnar Garðabæjar:

Ársfundur Hraunavina haldinn í Haukshúsi á Álftanesi 3. nóvember 2012 fagnar ákvörðun um sameiningu Álftaness og Garðabæjar í eitt sveitarfélag. Fundurinn beinir þeim eindregnu tilmælum til sveitarstjórnar hins nýja sveitarféags að hafist verði handa sem fyrst um gerð nýs aðalskipulags fyrir hið sameinaða sveitarfélag og framkvændum við fyrirhugaðan nýjan Álftanesveg verði frestað meðan sú skipulagsvinna fer fram. Öryggi vegfarenda og íbúa við Álftanesveg verði tryggt með einföldum skammtímalausnum uns endanleg lausn er fengin.

Félagsstarf

Áskorun til Alþingis

Eftirfarandi áskorun til Alþingis Íslendinga var samþykkt samhljóða á ársfundi Hraunavina: 

Á fjárlögum þessa árs eru markaðar 550 m.kr í nýjan Álftanesveg. Væntanlega hefur háttvirtru Alþingi verið ókunnugt um að hinn nýji Álftanesvegur styðst við nær 20 ára gamalt aðalskipulag Garðabæjar og er áformaður eftir endilöngu Gálgahrauni. Gálgahraun er á náttúruminjaskrá og er eina óraskaða apalhraunið sem eftir er á höfuðborgarsvæðinu. Hraunið geymir fyrirmyndir að miklum fjölda hraunmynda meistara Kjarvals, varðveitir fornar leiðir til Bessastaða og er einstök náttúru- og útilífsperla. Aðalfundur Hraunavina haldinn á Álftanesi 3. nóvember 2012 mótmælir því harðlega að skattfé borgaranna sé varið með þeim hætti að stórfelld og óafturkræf náttúruspjöll hljótist af og krefst þess að umræddri fjárveitingu verði frestað uns nýtt vegarstæði hefur verið valið sem samræmist nútíma sjónarmiðum um umhverfisvernd og sjálfsögðum rétti ófæddra Íslendinga.

Samþykkt samhljóða.

Frá Hraunavinum, félagi áhugamanna um byggðaþróun og umhverfisvernd í Álftaneshreppi hinum forna.

Félagsstarf

Stjórn Hraunavina

Stjórn Hraunavina sem kosin var á aðalfundi félagsins 1. nóvember 2014:

Aðalstjórn:

Gunnar Örvarsson

Gunnsteinn Ólafsson

Kristinn Guðmundsson

Margrét Pétursdóttir

Ragnhildur Jónsdóttir

Varamenn eru:

Ragna Dagbjört Davíðsdóttir

Ragnar Unnarsson

 

Félagsstarf

Sunnudagsganga Hraunavina

Hraunavinir ætla að efna til göngu um Gálgahraun annan hvern sunnudag kl. 10.00 á næstunni og hér að neðan er hugleiðing Reynis Ingibjartssonar nýkjörins formanns Hraunavina, sem leiddi gönguna:

Ganga Hraunavina um Móslóða í dag, varð hin besta morgunganga enda veðrið eins og pantað. Ásamt hundum voru tíu í göngunni og gönguleiðin í heild reyndist 3,2 km.
 
Haldið var frá gönguleiðaskiltinu við Hraunvik og fyrst stefnt á Litla-Skyggni sem er þétt við Móslóðann. Þar hjá er Grenishóll, gott kennileiti við stíginn. Því miður eru engar stikur við Móslóða og oft erfitt að finna réttu leiðina.
 
Skammt sunnan við Grenishól liggur stígur þvert yfir hraunið frá Ásahverfinu og yfir á Fógetagötu. Við gengum þennan stíg á leiðinni til baka.
 
Syðst á Móslóða við hraunbrúnina norður af Álftanesveginum, er lítil varða og þar snéri hópurinn við. Horft var yfir Kjarvalsklettana á bakaleiðinni og þegar hópurinn gekk stíginn að Ásahverfinu, kom fram sú tillaga, að kalla hann Ásastíg. Hér gæti verið um gamlan stíg að ræða og því til sönnunnar, þá eru nokkrar hundaþúfur við stíginn.
 
Að lokum var gengið eftir Moldargötum, en það heitir malbikaði stígurinn vestan við Ásahverfið. Göngunni lauk svo á upphafsstað við hringtorgið hjá Hraunviki eftir um eins og hálftíma göngu.
 
Göngumenn voru sammála um að nú væri komið að tímamótum í baráttu fyrir verndun hrauna. Ekki ætti lengur að tala um ef og þegar, ef rætt væri um nýjan Álftanesvegi eða fyrirhugaðan Vífilsstaðaveg yfir Gálgahraunið. Nú væri kominn punktur og hér eftir verði Gálgahrauni eða öðrum hlutum Búrfellshrauns, ekki raskað.
 
Allir ætla að mæta í næstu göngu eftir hálfan mánuð og hugmynd kom fram um gönguleið: Ganga frá Prýðishverfinu eftir Álftanesstíg og niður að Garðastekk. Ganga síðan frá gönguleiðaskiltinu við stekkinn og til baka eftir Engidalsstíg og að upphafsstað í Prýðishverfi. Við erum rétt að byrja.
Félagsstarf Lög félagsins

Lög Hraunavina

Lög Hraunavina
read more »

Félagsstarf

Ársskýrsla stjórnar starfsárið 2011-2012

1. 1.       Ársfundur 2011

Ársfundur Hraunavina 2011 var haldinn í Haukshúsi á Álftanesi, laugardaginn 12. nóvember 2011. read more »

Félagsstarf

Vel heppnuð ganga um Garða- og Gálgahraun

Fjölmennin kom saman í blíðskapaveðri við innkeyrsluna í Prýðahverfi kl. 14.00 sunnudaginn 28. október 2012 þegar Hraunavinir efndu til gönguferðar um þær slóðir þar sem áætlað er að færa Álftanesveg til norðurs út í Garðahraun.

Jónatan Garðarsson leiddi gönguna og lýsti staðháttum á leiðinni sem gengin  var. Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður ávarpaði hópinn í upphafi göngunnar og við Kjarvalskletta tók Ólafur Gíslason til máls, en hann var sýningarstjóri sýningarinnar Gálgaklettur og órar sjónskynsins sem sett var upp á Kjarvalsstöðum á liðnu sumri, en þar mátti líta fjölmörg málverk sem Jóhannes Sveinsson Kjarval málaði á þessum slóðum auk verka eftir 20 aðra myndlistarmenn. Háskólakórinn söng tvívegis í göngunni, við upphaf hennar og á Kjarvalsflöt við Kjarvalskletta. Þegar komið var út í mitt hraunið stillti fólk sér upp við sitthvorn jaðar væntanlegs vegar til að sýna hversu breiður vegurinn verður og hversu viðamikil framkvæmdin kemur til með að verða. Undir lok göngunnar þegar komið var að Garðastekk þar sem ætlunin er að vegurinn liggi niður af hrauninu og í áttina að núverandi Álftanesvegi lýsti Pétur Stefánsson formaður Hraunavina þeim hugmyndum sem stjórn Hraunavina lagði fyrir Vegagerðina og bæjaryfirvöld fyrir um það bil þremur árum, um það hvernig lagfæra mætti legu núverandi vegar og gera hann öruggari án þess að fara út í hraunið.