Category Archives: Félagsstarf

Félagsstarf

Félagsstarf

Ganga um Garðahraun og Gálgahraun

Hraunavinir vekja athygli á göngu sem farin verður á morgun, sunnudaginn 28. október kl. 14.00. Gengið verður um þann hluta Garðahrauns og Gálgahrauns þar sem hugmyndin er að leggja nýjan Álftanesveg um ósnortið og vel gróið hraun, samkvæmt áætlunum Vegagerðarinnar og meirihluta bæjarstjórnar Garðabæjar.Jónatan Garðarsson mun lýsa staðháttum og segja frá helstu kennileitum og örnefnum, Háskólakórinn tekur lagið við Kjarvalskletta og fulltrúi myndlistarmanna tekur til máls og segir frá því hvaða stöðu hraunið skipar í listasögu þjóðarinnar. Allir sem áhuga hafa á þessu máli eru hvattir til að mæta og taka þátt í göngunni, sem er ókeypis. Gengið verður um þær slóðir þar sem gert er ráð fyrir að vegurinn færist út í hraunið á 500-600 m kafla og síðan gengið til baka og hugað að þeim stað þar sem Hraunavinir leggja til að vegurinn verði lagður, en það eru liðin 3-4 ár síðan þær hugmyndir voru lagðar fyrir ráðamenn í Garðabæ. Gangan hefst við aðreinina að Prýðahverfi við Álftanesveg, skammt frá gatnamótum Hafnarfjarðarvegar og Álftanesvegar. Á þeim slóðum er gert ráð fyrir að útbúin verði viðamikil vegslaufutenging samkvæmt skipulagi Vegagerðarinnar.

Spáð er góðu veðri og um að gera að mæta og njóta þess að ganga um fallegt svæði í fylgd staðkunnugra.

Félagsstarf

Aðalfundur Hraunavina laugardaginn 3. nóvember

Aðalfundur Hraunavina verður haldinn laugardaginn 3. nóvember 2012 kl. 11.00 í Haukshúsi á Álftanesi.

Dagskrá aðalfundar:

   Kjör fundarstjóra og fundarritara.
   Fundargerð síðasta aðalfundar. Umræður og afgreiðsla.
   Skýrsla stjórnar og umræður.

   Reikningar síðasta reikningsárs, umræður og afgreiðsla.
   Breytingar á lögum félagsins.
   Kjör stjórnar og skoðunarmanns reikninga.
   Önnur mál.

 Stjórn Hraunavina.

Félagsstarf

Ljósmyndasamkeppni í Gálgahrauni

Hraunavinir efna til ljósmyndasamkeppni í Gálgahrauni. Tilgangur keppninnar er að vekja athygli á óafturkræfum skemmdum á hrauninu vegna fyrirhugaðra vegaframkvæmda, minna á sögu svæðisins og fegurð náttúrunnar sem og hvetja til verndunar Gálgahrauns. Þema keppninnar er: Haust í Gálgahrauni. Gálgahraun nær frá Álftanesvegi við Prýðahverfi í Garðabæ niður að sjó. Ljósmyndirnar verða að vera teknar í Gálgahrauni, þær mega vera teknar hvenær sem er og getur hver keppandi sent inn eins margar myndir og hann vill. Myndir skulu sendar inn á facebook-síðuna Verndum Gálgahraun. Verðlaun verða veitt fyrir þrjár bestu myndirnar. Skilafrestur er til 25. október 2012 og verða úrslit kynnt 31. október 2012. Nánari upplýsingar um keppnina er að finna á heimasíðu Hraunavina og á facebook-síðunni Verndum Gálgahraun.

Skilmálar og reglur:

1. Ljósmyndir verða að vera teknar í Gálgahrauni.

2. Myndirnar mega vera teknar hvenær sem er.

3. Hver keppandi getur sent inn eins margar myndir og hann vill.

4. Keppandi verður að hafa tekið myndirnar sjálfur og eiga höfundarréttinn.

Myndir skulu sendar inn á Verndum Gálgahraun á Facebook. Skilafrestur er til miðnættis 25. október 2012.  Úrslit verða kynnt 31. október 2012.

Aðstandendur keppninnar gætu óskað eftir að nota vinningsmyndir í baráttunni gegn eyðileggingu Gálgahrauns, en það verður gert í samráði við réttthafa myndanna.

Veitt verða þrenn verðlaun fyrir bestu myndirnar:

1. verðlaun: Bókin Ljósmyndarar á Íslandi eftir Ingu Láru Baldvinsdóttur http://www.forlagid.is/?p=4053

2.  og 3. verðlaun: Bókin um Kjarval http://nesutgafan.is/index.asp?q=kjarval

Dómnefnd skipa:

Bragi J. Ingibergsson, áhugaljósmyndari, formaður

Andri Snær Magnason, rithöfundur

Ragnheiður Arngrímsdóttir, ljósmyndari

 

Félagsstarf

Fundargerð nr. 49

Fundur stjórnar haldinn í Lóuási 2, 221 Hafnarfirði kl. 17.30. read more »

Félagsstarf

Hreinsun gekk vel – en mikið verk er enn fyrir höndum

Dagur íslenskrar náttúru var haldinn 16. september 2012 í annað sinn og heppnaðist vonum framar. Fjöldi fólks víða um landið tók þátt í verkefnum dagsins á einn eða annan hátt og það er nokkuð ljóst að þessi dagur verður í hávegum hafður næstu árin.

Hraunavinir efndu til hreinsunarátaks í Hraunum sunnan Straumsvíkur í fyrra á þessum merka degi, sem er afmælisdagur Ómars Ragnarssonar. Þá voru hreinsuð nokkur tonn af drasli úr gjótum, námum og klettaskorum, en það sá varla högg á vatni þar sem umgengnin hefur verið mjög slæm í marga áratugi á þessu landsvæði. Skólabörnin sem tóku þátt í fyrra sýndu að þau voru vandanum vaxin og leikurinn endurtók sig í ár. Krakkarnir voru stórkostlegir, allir með tölu, og það þarf ekki að kvíða framtíðinni ef æska landsins sýnir jafn mikinn dugnað og þessir krakkar gerðu. Nemendur úr þremur grunnskólum í Hafnarfirði mættu föstudaginn 14. september ásamt kennurum og öðru starfsliði skólanna og skiluðu frábæru starfi. read more »

Félagsstarf

Hreinsum hraunin – ákall til bæjarbúa

 

 

 

 

 

Félagsstarf

Fundargerð nr. 48

Fundur stjórnar nr. 48, haldinn á Súfistanum, Strandgötu 9, Hafnarfirði, 4. september kl. 15.00 read more »

Félagsstarf

Vel heppnuð sólstöðuganga

Sólstöðuganga Hraunavina var að þessu sinni eftir Alfaraleiðinni sunnan og vestan Straumsvíkur, gömlu leiðinni milli Innnesja og Suðurnesja. Ganga hófst hjá Gerðistjörn og gengið var í tvo og hálfan tíma í afbragðs gönguveðri.
 
Staldrað var fyrst við á rústum Þorbjarnarstaða og komið við í Stekknum, sunnan Þorbjarnarstaða. Síðan gengið um Draugadali og Þrengsli að Gvendarbrunni og margir fengu sér þar sopa, enda stóð vatn hátt í brunninum. Haft var á orði að þar þyrfti að koma fyrir ausu með löngu skafti til að auðvelda göngufólki að svala þorstanum.
 
Gengið var út af Alfaraleiðinni hjá Löngubrekkum og að Smalaskálakeri í Smalaskálahæð. Þar blasti við ,,hús“ Hreins Friðfinnssonar, myndlistarmanns og var ekki laust við að undrunarsvipur kæmi á göngufólk. Húsið er reyndar aðeins stálgrind, eftirlíking af grindinni í húsi sem Hreinn byggði á þessum stað árið 1974, þar sem grindverkið var klædd með bárujárni að innan og veggfóðri að utan. Í Hafnarborg í Hafnarfirði stendur nú yfir sýning á húsum Hreins. read more »
Félagsstarf

Sólstöðuganga fyrir alla 21. júní kl. 20.00

Fimmmtudagskvöldið 21. júní kl. 20.00 verður ókeypis sólstöðuganga í Hraunum við Straumsvík í boði Hraunavina. Safnast verður sama við húsið Gerði skammt frá álverinu. Auðveldast er að komast þangað með því að beygja út af Reykjanesbrautinni í áttina að Gámasvæðinu þegar komið er á móts við miðjan álversskálann. Síðan er ekið eftir gamla Keflavíkurveginum í suðvesturátt þar til komið er að húsinu Gerði sem nokkurnvegin þar sem framkvæmdir standa nú yfir á Reykjanesbrautinni, en þar er verið að útbúa mislæg gatnamót við innkeyrsluna að álverinu. read more »

Félagsstarf

Vel heppnuð ganga að Kjarvalsklettum

Listasafn Reykjavíkur efndi til gönguferðar um Gálgahraun og Klettahraun að kvöldi 14. júní í tengslum við sýninguna Gálgaklettur og órar hugans sem stendur yfir á Kjarvalsstöðum um þessar mundir. Þar eru m.a. sýnd um 30 málverk sem Jóhannes Sveinsson Kjarval málaði í Klettahrauni, sem er hluti Garðahrauns, en hann nefndi myndirnar ýmist úr Bessastaðahrauni, úr Gálgahrauni eða jafnvel Gálgaklettur þó svo að hann hafi ekki málað Gálgakletta enda komst hann aldrei nálægt þeim stað þar sem þeir klettar standa.

Ólafur Gíslason listheimspekingur og sýningarstjóri hefur lagt út af málverkum Kjarvals og hvernig hann nálgaðist viðfangsefnið á afskaplega fjölbreyttan hátt í fyrirlestrum sínum í Listaháskólanum og víðar. Á sýningunni eru verk eftir fjölda annarra listamanna og talaði einn þeirra Halldór Ásgeirsson um nálgun sína við viðfangsefnið þegar komið var að Kjarvalsflöt og Kjarvalsklettum eins og farið er að nefna klettana sem Kjarval heillaðist svo mjög af og málaði aftur og aftur.

read more »