Category Archives: Félagsstarf

Félagsstarf

Félagsstarf

Jónsmessuferðin í Gálgahrauni

Það voru 23 gönguglaðir einstaklingar sem nýttu sér boð Hraunavina um að ganga um Gálgahraun að kvöldi 23. júní, að lokinni Jónsmessuhátíð sem fram fór við Strandstíginn í Garðabæ. Meðal þeirra sem tóku þátt í göngunni voru Ögmundur Jónasson samgönguráðherra og eiginkona hans. Göngumenn voru jafnmargir og dagarnir 23 sem liðnir voru af júnímánuði þegar gangan var farin, sem var hrein tilviljun en mjög vel við hæfi. read more »

Félagsstarf

Kvöldganga í Gráhelluhrauni

Félagsstarf

Fréttir af aðalfundi

Aðalfundur Hraunavina var haldinn í Haukshúsi á Álftanesi laugardaginn 6. nóvember og var vel sóttur. Fundarstjóri var Janus Guðlaugsson, ármaður á Álftanesi. Fráfarandi stjórnarmenn gáfu allir kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og voru þeir endurkjörnir. Þeir sem skipa stjórnina eru: Pétur Stefánsson og Þorsteinn Þorsteinsson úr Garðabæ, Ólafur Proppé af Álftanesi og Jónatan Garðarsson og Reynir Ingibergsson úr Hafnarfirði. Stjórnin mun skipta með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi. Ármenn voru allir endurskipaðir. read more »

Félagsstarf

Ársskýrsla stjórnar Hraunavina

Hér er hægt að lesa skýrslu stjórnar sem Pétur Stefánsson fromaður Hraunavina flutti á aðalfundi félagsins sem haldinn var laugardaginn 6. nóvember í Haukshúsi á Álftanesi. Á fundinum voru tvö afskaplega fróðleg erindi flutt um deiliskipulag Garðahverfis og Heiðmerkur. read more »

Félagsstarf

Aðalfundur Hraunavina

Haukshús á Álftanesi

Aðalfundur Hraunavina verður haldinn í Haukshúsi á Álftanesi laugardaginn 6. nóvember kl. 14.00. Þetta er öðrum þræði fræðslufundur þar sem tveir mjög áhugaverðir fyrirlestrar um skipulagsmál verða haldnir. Þeir varða annarsvegar skipulagið á Garðaholti sem er afskaplega spennandi og hinsvegar skipulagið í þeim hluta Heiðmerkur sem tilheyrir Garðabæ.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti, því fundurinn er öllum opinn.

Dagskrá:

1. Fundur settur.

2. Halldóra Hreggviðsdóttir og Heiða Aðalsteinsdóttir hjá Alta fjalla um deiliskiplulag Garðahverfis á Garðaholti.

3. Þráinn Hauksson hjá Landslagi fjallar um deiliskipulag í Garðabæjarhluta Heiðmerkurlands.

4. Venjuleg aðalfundarstörf.

5. Önnur mál.

Félagsstarf

Gönguferð miðvikudagskvöldið 9. júní

Fjárborgin verður á vegi göngumanna

Hraunavinir efna til kvöldgöngu í Almenningi næstkomandi miðvikudag 9. júní kl. 20.00. Mæting er kl. 20.00 skammt sunnan við Rallýkrossbrautina við Krýsuvíkurveg. Safnast verður saman við vegslóða sem liggur að skógræktarsvæðinu í Almenningi, en við hann er nokkuð áberandi vatnsverndarskilti. Reikna má með að gangan taki um 2-3 tíma, en tekið verður mið af veðri, skyggni og aðstæðum. read more »

Félagsstarf

Ársskýrsla 2008-2009

Varda i SvinahrauniAðalfundur Hraunavina var haldinn 31. október 2009 kl. 14.00 í Haukshúsi á Álftanesi. Fundurinn fór vel fram og var hann ágætlega sóttur. Var stjórnin að mestu endurkjörin, en einn stjórnarmaður gaf ekki kost á sér vegna anna og var Þorsteinn Þorsteinsson kjörinn í hans stað.

Þegar venjubundnum aðalfundarstörfum var lokið flutti Kristinn Guðmundsson líffræðingur fróðlegt erindi um verndun Skerjafjarðar og svaraði fyrirspurnum. Hér er hægt að lesa ársskýrslu stjórnar Hraunavina:

read more »

Félagsstarf

Ályktun ársfundar afhent bæjarstjóra Garðabæjar

Fundur í GarðabæFimmtudaginn 25. nóvember 2009 mættu stjórnarmenn Hraunavina ásamt einum ármanni félagsins á fund á bæjarskrifstofu Garðabæjar til að afhenda ályktun sem samþykkt var á ársfundi félagsins sem haldinn var 31. október.  Einnig afhenti Gunnsteinn Ólafsson, einn af ármönnum félagsins á Álftanesi, undirskriftarlista vegna tilfærslu Álftanesvegar til norðurs í Garða- og Gálgahrauni.  Gunnar Einarsson bæjarstjóri tók á móti hópnum, en fundinn sátu einnig af hálfu Garðabæjar Erling Ásgeirsson formaður bæjarráðs, Stefán Konráðsson formaður skipulagsnefndar, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur og Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri. read more »

Félagsstarf

Samþykktir Hraunavina

Samþykktir Hraunavina er hægt að lesa með því að smella á viðkomandi stað hér að neðan. Það styttist í aðalfund sem verður haldinn í október. Þeir sem hafa áhuga á að starfa í félaginu geta sent okkur tölvupóst. Netföngin er að finna undir liðnum: Hraunavinir. read more »

Félagsstarf

Hraunavinir

Stofnfundur Hraunavina var haldinn Karl i klettií Garðaholti laugardaginn 10. apríl 2007. Hraunavinir byggja á sjálfboðastarfi, engin félagsgjöld verða innheimt, en heimilt er að afla styrkja til að fjármagna einstök verkefni. Félagaskrá skal byggjast upp af netföngum og upplýsingum safnað saman á heimasíðu fyrir hópinn.

Halda skal ársfund fyrir lok október og boða til hans með minnst viku fyrirvara. Félagar teljast þeir sem eru á póstlista Hraunavina eða skrá sig á ársfundi. Kjósa skal fimm manna stjórn á ársfundi sem skiptir með sér verkum. Miða skal við að í henni séu tveir búsettir í Garðabæ, tveir í Hafnarfirði og einn af Álftanesi. Starfstímabilið er milli aðalfunda og formaður boðar til stjórnarfunda þegar þurfa þykir. read more »