Category Archives: Greinar

Greinar

Vegurinn sem aldrei varð

Það litla sem eftir er af Járnbrauta- og vagnveginum frá 1918 sést á milli iðnaðarhverfisins í Molduhrauni og Flatahverfis.

Merkilegar hleðslur eru enn sjáanlegar í hrauninu suðuvestur af Flötunum, handan við Hraunsholtslækinn, sem heitir reyndar Vífilsstaðalækur örlítið ofar þar sem hann renndur úr Vífilsstaðavatni. Þessar hleðslur vitna um vegasögu 0kkar og hægt er að aldursgreina þær nákvæmlega því þarna voru vinnuflokkar að störfum fyrir hluta árs 1918 á sama tíma og mikil harðindi með frosthörkum gengu yfir landið og atvinnuleysi var í sögulegu hámarki. read more »

Greinar

Selhraun og selminjar

Selhraun vestan við Hvaleyrarvatn er hluti af dyngjuhrauni sem er mest áberandi í kringum Skúlatún, sem er grasi gróinn óbrennishólmi rétt vestan við Helgafell. Jarðfræðingar hafa kallað þetta hraun einu nafni Skúlatúnshraun, en það ber líka ýmis önnur nöfn. Þar sem hraunið rann fram í sjó myndar það eldra Hellnahraun og heitir á kafla Hvaleyrarhraun. Aldur Selhrauns er ekki kunnur en það er sennilega ekki eldra en 3000-4000 ára. Þegar það rann myndaðist fyrirstaða í tveimur dalkvosum sem varð til þess að Hvaleyrarvatn og Ástjörn urðu til. read more »

Greinar

Selja- og beitarhúsatóftir í lögsögu Garðabæjar

Selin voru stór þáttur í bændasamfélaginu á Íslandi frá fyrstu tíð og virðist sem selvenjur hafi að mestu flust hingað til lands frá Noregi. Selstöður voru einnig þekktar víðsvegar í mið og suður Evrópu, þannig að seljabúskapur var greinilega viðtekin venja um aldir. Hér á landi þróaðist seljabúskapurinn með álíka hætti og á norðurlöndum og átti drjúgan þátt í að beitarstýring var með allgóðu móti lengi vel, þó svo að það hafi ekki verið einhlítt. Á nokkrum stöðum voru byggð beitarhús þar sem áður voru sel en sum beitarhúsanna voru reist þar sem haglendi var gott, stundum í námunda við gamla fjárhella eða sauðaskjól. read more »
Greinar

Sprungur í hraunum

Þriðjudaginn 2. mars 2010 féll kona í hraunsprungu á milli Húsfells og Valahnúka. Hún slapp óvenju vel og var heppin að vera ekki ein á ferð. Konan féll í gegnum u.þ.b. meters þykka snjóþekju og fékk síðan yfir sig töluvert magn af snjó sem hrundi á eftir henni ofan í sprunguna. Vinkona hennar slapp með því að kasta sér til hliðar og gat hringt eftir björgun. Fallið var um 4-5 metrar ofan í sprunguna og urðu björgunarsveitarmenn að síga eftir henni. Komst konan upp úr sprungunni lemstruð, marin og skelkuð, en óbrotin, sem betur fer.

read more »

Greinar

Hús – House Project

Sex af sextán myndum af Slunkaríki Hreins Friðfinnssonar sem teknar voru sumarið 1974. Þessi mynd er fengin af heimasíðu listamannsins.

Slunkaríki eða House Project var listaverk sem Hreinn Friðfinnsson myndlistarmaður setti upp árið 1974 í Smalaskálakeri, en það er jarðfall í Smalaskálahæð. Jarðfallið er suðvestarlega í Smalaskálahæð í Hraunum suðvestur af Straumsvík, nánar tiltekið skammt frá Óttarstaðafjárborg, sem nefnist einnig Kristrúnarborg. Þangað liggur vegslóði af gamla Keflavíkurveginum, en afleggjarinn er til móts við Lónakots heimreiðina. Vegslóðinn var upphaflega notaður af vörubílstjórum sem sóttu hraungjall í rauðamelshól nærri Smalaskálakeri sem nefndist Óttarstaða Rauðamelur. Þar skammt norður af voru tveir allstórir rauðhólar sem nefndust Rauðamelur stóri og litli.

read more »