Category Archives: Hraun

Hraun

Hraun

Undirskriftalisti á www.alftanesvegur.is

Hraun

Myndlist og hraun

Um þessar mundir standa yfir tvær merkar myndlistarsýningar þar sem hraun koma við sögu. Sú fyrri var opnuð í Sverrissal í Hafnarborg laugardaginn 12. maí 2012 og nefnist Hús. Þar eru myndraðir af þremur húsum sem myndlistarmaðurinn Hreinn Friðfinnsson á heiðurinn að.

Hin sýningin var opnuð á Kjarvalsstöðum laugardaginn 2. júní og nefnist Gálgaklettur og órar sjónskynsins. Sýningin byggir að mestu nokkrum tugum málverka sem Jóhannes S. Kjarval málaði í Garðahrauni en þangað sótti hann í mörg ár og málaði oftar en ekki sömu klettana við mismunandi skilyrði. Á þeirri sýningu eru einnig verk eftir 20 aðra myndlistarmenn sem leggja út frá náttúrunni og  náttúrusýn líkt og Kjarval var þekktur fyrir að gera. 

read more »

Hraun

Almenningur

Almenningsskógur er gamalt heiti hraunasvæðisins suður og vestur af Straumsvík. Þetta var úthagi Hraunajarðanna sem voru í eigu kirkjunnar en komust i konungseign við siðaskiptin 1550. Þessar jarðir voru allar seldar um og eftir 1830 og eftir Það voru þær í eigu bænda þar til buskapur lagðist að mestu af u.þ.b. 100 árum seinna. Á meðan jarðirnar voru í eigu kirkjunnar og konungs gátu íbúar á suðvesturhorni landsins nýtt Almenningsskóg til beitar og þeir fóru þangað til að höggva skóg til kolagerðar. Þegar litla ísöld gekk í garð upp úr 1450 tók að kólna verulega á Íslandi og víðar í norðurhöfum og hratt gekk á skóglendi þar sem viðar- og skógarhögg jókst til muna. Þegar fram í sótti var ekki mikið um stærri tré því þau voru tekin fyrst og með tímanum var lítið annað eftir en nýgræðingur og hverskonar runnagróður, sem var jafnan nefndur einu nafni hrís. read more »

Hraun

Hrafnslaupur í Vestri-Gálga

Hrafnar eru áhugaverðir fuglar. Þeir eru stærstir allra spörfugla og kunna þá list að útbúa hreiður sín, eða laupa eins og hreiðursmíð þeirra heitir, úr allskonar efnivið. Þeir eru oft snjallir í að staðsetja laupana á syllum, í skútum eða jafnvel í mannvirkjum þar sem ómögulegt er að ná til þeirra þó þeir séu oft býsna áberandi. Draslaragangurinn einkennir laupa hrafna og það er oftar en ekki áhugvavert að skoða hverskonar efnivið þeir nota í smíðina. Hrafnar eru glysgjarnir og þeir kunna að nota nánast hvað sem er til að setja saman nothæfa laupa. Meðal þess sem þeir safna saman má nefna spýtnarusl, greinar, víraflækjur, dýrabeinum, plast, gúmmí og hverskonar byggingaúrgang sem þeir komast yfir. Þegar búið er að koma laupnum saman þarf að fóðra hann og það gera þeir með ull, mosa eða fjöðrum svo að ekki væsir um ungana sem koma í heiminn á undan flestum öðrum fuglum. Varptíminn er gjarnan frá miðjum apríl fram í miðjan maí en þegar vor eru óvenjugóð eins og nú hefur verið verpa þeir nokkrum dögum eða jafnvel vikum fyrr. Þannig var því einmitt farið í ár og eru hrafnsungar víða komnir á kreik nú þegar og búnir að yfirgefa laupana eins og reyndir er í Gálgahrauni. read more »

Hraun

Hellisgerði

Hellisgerði er skrúð- og skemmtigarður Hafnarfjarðar vestan Reykjavíkurvegar, norðan Hellisgötu og sunnan Skúlaskeiðs. Hellisgerði er nefnt eftir Fjarðarhelli sem er fyrir miðju garðsins. Þegar bændur úr Ölfusi og Selvogi komu í kaupstað til Hafnarfjarðar fyrr á öldum áttu þeir það til að slá upp tjöldum sínum við hellinn eða gista í honum, þó vistin þar væri þröng.

Á þessum stað voru gerðar einhverjar fyrstu tilraunir til trjáræktunar í Hafnarfirði eftir því sem næst verður komist. Kaupmaðurinn Bjarni Sivertsen var líkast til sá fyrsti, en hann flutti 500 trjáplöntur frá Skotlandi árið 1813 og gróðursetti þær víðsvegar í Hafnarfirði. Nokkar trjáplöntur setti hann niður í bakgarði Akurgerðis en líka þó nokkrar umhverfis Fjarðarhelli og við þau hús sem stóðu strjált við botn fjarðarins. Síðan liðu nokkrir áratugir þar til Anna Cathinca Jürgensen Zimsen, móðir Knud Zimsen borgarstjóra í Reykjavík, fór að rækta blóm og grænmeti í vermireitum í lautunum bakvið Akurgerðishúsin og gerðinu við Fjarðarhelli. Zimsen fjölskyldan bjó í Knudtzonshúsi, en á þessum tíma gekk húsið sem Bjarni riddari Sivertsen lét reisa 1803-5 undir því nafni. Það er jafnan nefnt Sívertsenhús í dag og tilheyrir húsasafni Byggðasafns Hafnarfjaðrar. Anna Cathinca fylgdist af áhuga og innileik með gróðrinum í bakgarði sínum og í kringum Fjarðarhelli vaxa og dafna. Hún fór daglega upp að hellinum á sumrin til að grennslast fyrir um vöxtinn á gróðrinum. Knud Due Christian Zimsen verslunarstjóri Knudtzonsverslunar, sem var eiginmaður Önnu Chatincu, lét girða og friða allstórt svæðið í kringum Fjarðarhelli seint á 19. öld að hennar ósk. Reiturinn fékk nafnið Hellisgerði og umhverfis hann var hlaðinn varnargarður úr hraungrjóti en slík gerði sáust við flest kotbýlin í Hafnarfirði og umhverfis matjurtargarða íbúanna í hraungjótum um langan aldur. read more »

Hraun

Listin í hrauninu

Myndlistarmenn leita oft fanga í nánasta umhverfi sínu að fyrirmyndum til að mála eða nota liti og form náttúrunnar til að vinna óhlutbundin listaverk. Stundum orka fyrirmyndirnar svo sterkt á listamenn að þeir dragast að þeim aftur og aftur. Sama á við um útivistarfólk sem sækist eftir því árið um kring að komast aðeins út í óbyggðir til að dást að listasmíð náttúrunnar sem getur verið svo gefandi á margvíslegan hátt. Allsstaðar eru heillandi staðir sem veita innblástur og eru nærandi fyrir líkama og sál, ef maður gefur sér smá tíma til að gaumgæfa og njóta þess sem í boði er á hverjum stað á mismunandi árstímum. Slíkir staðir þurfa ekki að vera svo langt í burtu því stundum nægir að fara rétt aðeins út fyrir byggðamörkin til að finna heillandi náttúru, merkar minjar, fagurt landslag, skjólsæla laut eða góða útsýnisstaði, allt eftir því hvernig liggur á manni.     read more »

Hraun

Hrútagjá og samnefnd dyngja

Hraunflæmið frá Straumsvík að Vatnsleysuvík að norðan og suður að Sveifluhálsi er að mestu komið frá dyngju sem er í um það bil tveggja kílómetra fjarlægð vestur af Vatnsskarði. Dyngjan er nefnd eftir mikilli gjá sem liggur umhverfis hana en norðvestasti hluti hennar heitir Hrútagjá og dyngjan þar af leiðandi Hrútagjárdyngja. Nafnið er frá þeim tíma þegar bændur á Hraunabæjunum héldu hrúta sína í gjánni allt fram undir jólaföstuna og smalar gættu þeirra sem og sauða sem voru í nærliggjandi Sauðahelli í Sveifluhálsi. Annar hluti gjárinnar sem er suðaustan við dyngjuna heitir Grænklofi og þar skammt frá er bílastæði við Djúpavatnsveg þar sem kjörið er að leggja áður en gígsvæðið er skoðað. read more »

Hraun

Hreinsunarátak á degi náttúrunnar

Fjarlægja þarf bílhræ, ónýt heimilistæki og annan úrgang sem skilinn hefur verið eftir á ótrúlegustu stöðum.

Hraunavinir, félag áhugamanna um náttúruvernd í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi, boða til hreinsunarátaks í hrauninu sunnan og vestan við Straumsvík föstudaginn 16.  og laugardaginn 17. september nk.

Átak þetta er unnið í samvinnu við SEEDS (alþjóðleg sjálfboðaliðasamtök á Íslandi), þrjá grunnskóla, fyrirtæki og stofnanir í Hafnarfirði og ýmsa aðra sjálfboðaliða.

Hraun

Gönguleiðaskiltin við Gálgahraun tekin í notkun

Fimmtudaginn 25. ágúst kl. 17.00 voru tvö gönguleiðaskilti afhjúpuð sem sýna gönguleiðir í Gálgahrauni. Annað skiltið er í hraunjaðrinum við Arnarvoginn á mótum Sjálands- og Ásahverfa, en hitt er á móts við Garðastekk neðan við miðjan Álftanesveg.  Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar hélt ræðu og þakkaði m.a. þeim þremur fyrirtækjum sem lögðu fram fjármuni til að þetta væri hægt en það voru Ikea, Íslandsbanki og Marel. Jafnframt þakkaði hann Hraunavinum sem áttu hugmyndina að uppsetningu skiltanna og sáu um ritun texta og sitthvað fleira. Umhverfisnefnd Garðabæjar hafði veg og vanda að vinnslu skiltanna og hafði umsjón með vinnslu þeirra.

read more »

Hraun

Gönguleið með ströndinni milli Straums og Lónakots

Straumur og Straumsvík, séð frá Litla Lambhaga

Gamla byggðin sem var í Hraunum við Straumsvík er fyrir löngu farin í eyði en þar er sitthvað forvitnilegt að sjá. Mannvistarminjar, gróið hraun, merkileg fjara og margt annað. Þarna voru um aldir nokkur smábýli þar sem byggt var á sjósókn og búskap. Norðan Reykjanesbrautar voru flest býlin en einnig voru nokkur sunnan brautarinnar. Enn sunnar í svonefndum Almenningi voru selstöður kotanna í Hraunum, fjárskjól í hellum og skútum, grösug beitilönd og svonefndir Almenningsskógar. Þeir voru nýttir til fjárbeitar og kolagerðar en einnig kom fyrir að hægt var að taka þar stórviði til húsagerðar. read more »