Category Archives: Minjar

Minjar

Fjárrétt í Urriðakotshrauni var fyrirmynd Kjarvals

Spor Jóhannesar Sveinssonar Kjarval liggja víða í hraununum umhverfis Garðabæ og Hafnarfjörð, en hann átti sér nokkra uppáhalds staði og þangað kom hann oftar en einu sinni. Sumarið 1966 fékk Kjarval leigubílstjóra til að aka sér í áttina að Vífilsstöðum en hann málaði stundum myndir í Vífilsstaðahrauni, en í þetta sinn lá leiðin aðeins lengra. Bílstjórinn ók svokallaðan Flóttamannaveg, eða Elliðavatnsveg eins og hann heitir réttu nafni. Þegar komið var á móts við Urriðakotsholt beygði bílstjórinn út af veginum og ók bifreið sinni til suðausturs. Hann ók eftir vallgrónum vegslóða sem lá að löngu yfirgefinni herstöð sem Bretar komu sér upp í jaðri Urriðakotshrauns á stríðsárunum. Á þessum slóðum er núna golfvöllur sem félagar í Oddfellow reglunni á Íslandi létu útbúa á sínum tíma og ruddu í leiðinni herstöðva tóftunum í burtu. read more »

Minjar

Kristrúnarborg og fólkið á Óttarstöðum

Fjárborgir er víða að finna á Reykjanesskaganum og víðar og vitna um gott verklag og hyggjuvit þeirra sem hlóðu þær. Flestar borgirnar eru kenndar við þá bæi sem þær tilheyrðu en ein fjárborg er kennd við konu og nefnd Kristrúnarfjárborg. Þessi fjárborg stendur á nokkuð sléttum hraunhrygg skammt vestan við Smalaskála í Hraunum sunnan við Straumsvík. Fjárborgin er allt eins nefnd Óttarstaðafjárborg, en Kristrúnarborg er það nafn sem staðkunnugir notast jafnan við. Konan sem fjárborgin er nefnd eftir hét Kristrún og var Sveinsdóttir en hún kom upphaflega sem vinnukona að Óttarstöðum frá Miðfelli í Þingvallasveit og varð húsmóðir á bænum. Gísli Sigurðsson lögregluþjónn í Hafnarfirði og örnefnasafnari sagði frá því í örnefnaskrá sinni að Kristrún hefði hlaðið borgina ásamt vinnumanni sínum. read more »

Minjar

Hlöðnu húsin í Hraunum

Rétt vestan við Straumsvík var nokkuð þéttbýlt um aldir enda var búið á einum 12 smábýlum þegar mest var. Jarðirnar báru ekki mannmörg heimili en þar var engu að síður gott að búa á meðan fólk gat sinnt búskap og sjósókn jöfnum höndum. Fram undir þriðja áratug 20. aldar var byggðin í Hraunum nokkuð blómleg en þá fór fólki að fækka um leið og búskaparhættir breyttust og sjávarbyggðirnar á suðvestuhorni landsins sóttu í sig veðrið. Þeir sem settust að í Hraunum lögðu megin áherslu á sauðfjárbúskap og sjósókn enda var stutt á gjöful mið skammt undan landi. Sauðfé gekk úti árið um kring sem var nauðsynlegt þar sem túnskikar voru ekki margir eða umfangsmiklir. Helst var heyjað fyrir kýrnar á heimatúnum og grastóm í næsta nágrenni bæjarhúsana, en kúabúskapur byggði á því að hægt væri að mæta mjólkurþörf heimilismanna.   read more »

Hraun Minjar

Kapellan í Kapelluhrauni

Aðkoman að kapellu Heilagarar Barböru
Aðkoman að kapellu Heilagarar Barböru

Kapellan er lítið byrgi sem stendur á hraunhól í Kapelluhrauni á móts við mitt álverið sem stendur við Straumsvík. Þangað liggur hliðarvegur af Reykjanesbraut sem er merktur Gámasvæðinu. Lítið ber á kapelluhólnum en þegar nær er komið sést hann. Fara þarf niður litla brekku og þar er bifreiðastæði og skilti með upplýsingum um heilaga Barböru. read more »

Minjar

Selin í Hraunum

Straumssel loftmyndVíða í hraununum sunnan, austan og vestan Hafnarfjarðar eru tóftir sem minna á horfna búskaparhætti. Hlaðnar réttir, fyrirhleðslur við skúta, kvíar, fjárhellar og vörður eru hluti af þeim minjum sem mest er af í Almenningi, en svo nefnist hraunið ofan Straumsvíkur. Þar eru líka tóftir frá þeirri tíð þegar haft var í seli á nær hverjum einasta bæ og koti á landinu. Eitt þessara selja var Straumssel og þar eru myndarleg tóftarbrot sem gaman er að skoða.

read more »

Minjar

Lónakot í Hraunum

Lonsvatngardar baejarhollÞeir sem ætla að ganga að eyðibýlinu Lónakoti geta hafið förina við heimreiðina að Lónakots fjárhúsunum sem er u.þ.b. hálfan km suðvestan Straumsvíkur. Þar er hægt að aka út af Reykjanesbrautinni. Rauðmáluð hlaða og fleiri byggingar blasa við þar sem ekið er út af brautinni og bílnum lagt við hliðið. Gengið er eftir tröðinni til norðurs í átt að sjónum. Þessi tröð er nokkurnvegin þar sem Selstígurinn var áður en vegarspottinn var lagður. Selstígur var leiðin frá Lónakoti að Lónakotsseli sem er rúman kílómetra til suðurs ofan við Reykjanesbraut. read more »

Minjar

Kjarvalsreitur

KjarvalsklettarnirHvenær á að vernda hraun og hvenær er réttlætanlegt að leggja það undir mannvirki? Þessi spurning leitaði á hugann fyrir tíu árum þegar fram komu hugmyndir um færslu Álftanesvegar út á Garðahraunið. Spurningin vaknaði aftur þegar framkvæmdir hófust við verslunarsvæðið í Urriðakotshrauni með ótrúlegu raski og vegaframkvæmdum, þrátt fyrir ákvæði um hverfisvernd hraunsins. Og nú blasir enn eitt málið við í Garðahrauni við Álftanesveg. Þar er nýtt hverfi að verða að veruleika steinsnar frá þeim stað sem Kjarval sat löngum stundum með trönur og olíuliti og töfraði fram listarverk sín. Nú eru uppi hugmyndir um að stækka byggingarreitinn enn frekar og raska þar með því svæði sem Kjarval hellaðist af. read more »