Fundargerð aðalfundar Hraunavina 31. október 2015

Aðalfundur Hraunavina var haldinn laugardaginn 31. nóvember í Gaflaraleikhúsinu við Víkingastræti í Hafnarfirði.

Formaður setti fundinn og kosnir voru fundarstjóri og ritari.  Fundarstjóri var Lárus Vilhjálmsson og Ragna D. Davíðsdóttir ritari.

Dagskrá:

  1. Ritari las eldri fundargerð frá aðalfundi 2014.
  2. Ragnhildur Jónsdóttir formaður flutti skýrslu stjórnar.
  3. Kristinn Guðmundsson gjaldkeri lagði fram reikninga.  Voru þeir samþykktir einróma.
  4. Kosið var í stjórn Hraunavina.
  5. Önnur mál.

Úr skýrslu stjórnar:

  1. Farið var í tvær göngur á árinu, aðra í Búrfellsgjá og hina að Eldvörpum.
  2. Í apríl voru sendar inn athugasemdir vegna fyrirhugaðrar Suðurnesjalínu 2.
  3. Félagsfundur var í júní þar sem Skúli lögmaður útskýrði dóm Hæstaréttar yfir níumenningunum sem ákærðir voru vegna mótmæla í Gálgahrauni.
  4. Stjórn félagsins hefur tekið við umsjón með heimasíðu og vefhýsingarkerfi.
  5. Sett hefur verið upp síða félagsins á Facebook og stofnaður hópur félagsmanna þar.
  6. Söfnunarsjóði var ráðstafað til greiðslu málskostnaðar níumenninganna og stóð þar á jöfnu.  þar með talið fé það sem safnaðist á tónleikum Bubba og vegna sölu málverka.

Kosið var í stjórn Hraunavina, eftirtaldir voru kjörnir:

  • Ragnhildur Jónsdóttir, formaður
  • Kristinn Guðmundsson, gjaldkeri
  • Gunnar Örvarsson
  • Ragnar Unnarsson
  • Viktoría Áskelsdóttir, ritari
  • Ragna Dagbjört Davíðsdóttir, varamaður
  • Gunnsteinn Ólafsson, varamaður

Skoðunamaður reikninga var kosinn Steinar Lúðvíksson.

Önnur mál:

  1. Næsta mál sem Hraunavinir munu láta sig varða er vegna Suðurnesjalínu 2.  Halda áfram baráttu vegna línumála.
  2. Halda áfram skipulögðum gönguferðum.
  3. Reynir Ingibjartsson sagði frá sögulegu efni félagsins í sinni vörslu.
  4. Kristinn Guðmundsson hefur beðið um aðstöðu fyrir félagið að Bjarnastöðum.
  5. Reynir Ingibjartsson sagði frá hreinsunarátaki sem félagið hefði áður staðið fyrir og reynst vel.
  6. Gunnsteinn Ólafsson óskar eftir því að gerast ármaður félagsins.  Ákveðið að fara yfir lista ármanna.
  7. Gunnsteinn Ólafsson lagði til að sett yrði upp skilti í Garðahrauni þar sem mótmælin hefðu staðið.  Sú hugmynd kom upp að setja upp sýningarsvæði undir brúnni með myndum af vettvangi 21.10.2013.
  8. Pétur Stefánsson lagði fram fyrirspurn um hvort hálendið og málefni þess væri ekki eitthvað sem Hraunavinir ættu að láta sig varða.
  9. Farið yfir skaðabótamál 10 Hraunavina vegna handtöku við mótmæli í Gálgahrauni. Ragnheiður Elfa lögfræðingur greindi frá.
  10. Rætt um að þau félagasamtök er láta sig varða náttúruvernd hittist
    meira og vinni meira saman.
  11. Eydís Franzdóttir kom og fjallaði um fyrirhugaða Suðurnesjalínu 2 og auk þess stæði til innan þriggja ára að gera Sandskeiðslínu yfir
    helstu vatnsból höfuðborgarsvæðisins.

Til stjórnar var vísað eftirfarandi:

  • Undirbúa ályktun um hvort Hraunavinir taki afstöðu til málefna
    hálendisins og að það skuli vera einn þjóðgarður.
  • Hvort setja eigi upp skilti í Gálgahrauni þar sem komi fram að
    Hraunavinir hafi staðið fyrir mótmælum þar og hvort setja eigi upp
    sýningu undir brúnni í Gálgahrauni með myndum af vettvangi 21.okt 2013.

(útdráttur)

 

 

One comment

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *