Hrútadyngjuhraun

HrútagjárdyngjaHrútagjárdyngja er nærri Hrútagjá og auðveldast að nálgast hana með því að aka út af Krýsuvíkurvegi norðan við Sveifluháls þar sem vegvísir merktur Djúpavatn er staðsettur. Aka þarf stuttan spöl upp á hæðardrag og þá er hraunhryggur á hægri hönd. Fyrir miðju hans er skilti sem vísar á Grænklofa í austanverðri dyngjunni. Þar er skysamlegt að hefja gönguför og byrja á  að skoða Grænklofa sem er sprunga í hraunbrúninni. Mælt er með því að ganga síðan norður meðfram hrauninu í áttina að Fjallinu eina, en fylgja brúninni þar til komið er að stikum sem vísa á Reykjaveginn. Þar blasir við gjárhlið og innan við það er hrauntröðin sem heitir Hrútagjá. Þar héldu Hraunamenn hrúta sína á haustin og fram undir aðventu þegar tíðarfar leyfði.  

Fjallid einaMilli Hrútagjár og Fjallsins eina eru fjölmargir hraunhellar í neðanjarðar hraunrásum sem áhugavert er að skoða, en þá þarf að hafa meðferðis gott ljós og ekki verra að hafa eitthvað til að hlífa höfðinu. Hellarnir eru mis áhugaverðir, en Húshellir einna merkilegastur vegna mannvistarminja sem í honum eru.  

Hrútagjá er hrauntröð sem er falleg og merkileg. Það er áhrifaríkt að ganga tröðina og skoða það sem þar er að sjá. Þegar komið er í enda traðarinnar er hægt að fara upp úr henni og halda áfram í suðvestur þar til komið er að Hrutagjastorknaðir hrauntjörn inni í miðri dyngjunni. Móhálsadalur er framundan og til sitthvorra handar eru fjallshryggirnir Sveifluháls og Núpshlíðarháls. Það er líka hægt að fylgja troðinni slóð sem liggur umhverfis dyngjuna, en gamlar þjóðleiðir eru beggja vegna við hana.

Hrútagjárdyngja er hluti af Krýsuvíkur gosbeltinu og frá henni rann mikill hraunmassi fyrir um 4000-5000 árum, ef mið er tekið af gjóskulögum sem eru ofan á hrauninu. Hraunið rann ofan frá fjalllendinu við Sveifluháls undan hallanum norður til sjávar. Hraunið þekur mikið landflæmi um 80 ferkílómetra frá dyngjunni norður að ströndinni milli Straumsvíkur og Vatnsleysuvíkur. laufhöfðavarða (2)Á nokkrum stöðum hafa yngri hraun runnið yfir Hrútadyngjuhraunið og rofið heildarmyndina. Stærsti hluti hraunsins er verulega gróinn og nefnist sá hluti frá fornu fari Almenningur, en það eru ýmis önnur hraunanöfn á mismunandi hlutum svæðisins. Þar sem best er gróið eru margháttaðar minjar s.s. seltóftir, hlaðnar kvíar, gerði, réttir og stekkir, auk fyrirhlaðinna fjárskúta, hella og annarra minja. Víða eru götutroðningar með vörðum sem vísa veginn. Efsti hluti svæðisins er mjög sprunginn og gróðurfarið einkennist af  mosa-, lyngbreiðum og lággróðri en lítið sem ekkert er af kjarri.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *