Náttúran í vetrarbúningi

Tíðin hefur verið einstaklega góð og varla hægt að tala um að veturinn hafi látið á sér kræla hér sunnanlands þó svo að Vestfirðingar, Norðlendingar og Austfirðingar hafi fengið sinn skammt af snjó og frosti. Lengi leit út fyrir að jólin yrðu rauð á Suðvesturhorninu en á Aðfangadagskvöld þyrluðust örfá snjókorn af himni og snjófölið þakti jörðina nægjanlega til að skapa þá stemningu sem við kjósum okkur yfir jólahátíðina. Hér eru nokkrar náttúrumyndir sem teknar voru í Almenningi í Hraunum á þriðja dag jóla. Njótið vel.

Ískristallar í Hraunum.

Sortulyng í vetrarklæðum
Ísmyndun í stráum.
Krækilyng
Beitilyng
Dyngjurnar á Reykjanesi, Grænadyngja og Trölladyngja baðaðar í vetrarsólinni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *