Greinar

Ögurstund runnin upp í Gálgahrauni

Gunnsteinn Ólafsson skrifar:

Skýrt er kveðið á um það í lögum að eldhraun á Íslandi njóti sérstakrar verndar. Allar framkvæmdir í eldhrauni eru því strangt til tekið ólöglegar. Gálgahraun á Álftanesi er eldhraun og auk þess á náttúruminjaskrá sem eykur enn á verndargildi þess. Garðabær fer með skipulagsvald í Gálgahrauni. Bærinn hefur þegar látið reisa heilt íbúðahverfi í hrauninu. Ennfremur á að leggja nýjan Álftanesveg þvert yfir hraunið og aðra stoðbraut í kross frá norðri til suðurs. Bærinn sá reyndar sóma sinn í að friða nyrsta hluta Gálgahrauns en tveimur þriðju hlutum þess á að fórna undir vegi og lóðir. read more »

Greinar

Grein um Gálgahraun – Garðahraun eftir Eið Guðnason

Þessi blaðagrein eftir Eið Guðnason fyrrverandi umhverfisráðherra birtist í Morgunblaðinu mánudaginn 24. september 2012.

Tvísmellið til að stækka greinina og lesa hana í góðum gæðum:

 

Greinar

Nýr Álftanesvegur – enginn gálgafrestur lengur

Hor<br /><br />
<div style=

Reynir Ingibjartsson skrifar:

Í ársbyrjun 1997 kynntu bæjaryfirvöld í Garðabæ, nýtt aðalskipulag til ársins 2015. Þar var gert ráð fyrir færslu núverandi Álftanesvegar lengra út í hraunið og norður fyrir væntanlega íbúabyggð í hrauninu. Þar var einnig gert ráð fyrir vegi þvert yfir Gálgahraunið frá Arnarnesvogi og að Garðaholti.

Þáverandi Náttúruverndarráð fjallaði um aðalskipulagið og í umsögninni kom m.a. fram, að mikilvægt væri að tryggja verndun Gálgahrauns sem hingað til hafi fengið að vera óraskað. Í hrauninu sé fjölbreyttur gróður en þar væru einnig söguminjar, sögustaðir, fornar götur og búsetuminjar frá ýmsum tímum. read more »

Félagsstarf

Fundargerð nr. 49

Fundur stjórnar haldinn í Lóuási 2, 221 Hafnarfirði kl. 17.30. read more »

Félagsstarf

Hreinsun gekk vel – en mikið verk er enn fyrir höndum

Dagur íslenskrar náttúru var haldinn 16. september 2012 í annað sinn og heppnaðist vonum framar. Fjöldi fólks víða um landið tók þátt í verkefnum dagsins á einn eða annan hátt og það er nokkuð ljóst að þessi dagur verður í hávegum hafður næstu árin.

Hraunavinir efndu til hreinsunarátaks í Hraunum sunnan Straumsvíkur í fyrra á þessum merka degi, sem er afmælisdagur Ómars Ragnarssonar. Þá voru hreinsuð nokkur tonn af drasli úr gjótum, námum og klettaskorum, en það sá varla högg á vatni þar sem umgengnin hefur verið mjög slæm í marga áratugi á þessu landsvæði. Skólabörnin sem tóku þátt í fyrra sýndu að þau voru vandanum vaxin og leikurinn endurtók sig í ár. Krakkarnir voru stórkostlegir, allir með tölu, og það þarf ekki að kvíða framtíðinni ef æska landsins sýnir jafn mikinn dugnað og þessir krakkar gerðu. Nemendur úr þremur grunnskólum í Hafnarfirði mættu föstudaginn 14. september ásamt kennurum og öðru starfsliði skólanna og skiluðu frábæru starfi. read more »

Félagsstarf

Hreinsum hraunin – ákall til bæjarbúa

 

 

 

 

 

Félagsstarf

Fundargerð nr. 48

Fundur stjórnar nr. 48, haldinn á Súfistanum, Strandgötu 9, Hafnarfirði, 4. september kl. 15.00 read more »

Minjar

Kristrúnarborg og fólkið á Óttarstöðum

Fjárborgir er víða að finna á Reykjanesskaganum og víðar og vitna um gott verklag og hyggjuvit þeirra sem hlóðu þær. Flestar borgirnar eru kenndar við þá bæi sem þær tilheyrðu en ein fjárborg er kennd við konu og nefnd Kristrúnarfjárborg. Þessi fjárborg stendur á nokkuð sléttum hraunhrygg skammt vestan við Smalaskála í Hraunum sunnan við Straumsvík. Fjárborgin er allt eins nefnd Óttarstaðafjárborg, en Kristrúnarborg er það nafn sem staðkunnugir notast jafnan við. Konan sem fjárborgin er nefnd eftir hét Kristrún og var Sveinsdóttir en hún kom upphaflega sem vinnukona að Óttarstöðum frá Miðfelli í Þingvallasveit og varð húsmóðir á bænum. Gísli Sigurðsson lögregluþjónn í Hafnarfirði og örnefnasafnari sagði frá því í örnefnaskrá sinni að Kristrún hefði hlaðið borgina ásamt vinnumanni sínum. read more »

Félagsstarf

Vel heppnuð sólstöðuganga

Sólstöðuganga Hraunavina var að þessu sinni eftir Alfaraleiðinni sunnan og vestan Straumsvíkur, gömlu leiðinni milli Innnesja og Suðurnesja. Ganga hófst hjá Gerðistjörn og gengið var í tvo og hálfan tíma í afbragðs gönguveðri.
 
Staldrað var fyrst við á rústum Þorbjarnarstaða og komið við í Stekknum, sunnan Þorbjarnarstaða. Síðan gengið um Draugadali og Þrengsli að Gvendarbrunni og margir fengu sér þar sopa, enda stóð vatn hátt í brunninum. Haft var á orði að þar þyrfti að koma fyrir ausu með löngu skafti til að auðvelda göngufólki að svala þorstanum.
 
Gengið var út af Alfaraleiðinni hjá Löngubrekkum og að Smalaskálakeri í Smalaskálahæð. Þar blasti við ,,hús“ Hreins Friðfinnssonar, myndlistarmanns og var ekki laust við að undrunarsvipur kæmi á göngufólk. Húsið er reyndar aðeins stálgrind, eftirlíking af grindinni í húsi sem Hreinn byggði á þessum stað árið 1974, þar sem grindverkið var klædd með bárujárni að innan og veggfóðri að utan. Í Hafnarborg í Hafnarfirði stendur nú yfir sýning á húsum Hreins. read more »
Félagsstarf

Sólstöðuganga fyrir alla 21. júní kl. 20.00

Fimmmtudagskvöldið 21. júní kl. 20.00 verður ókeypis sólstöðuganga í Hraunum við Straumsvík í boði Hraunavina. Safnast verður sama við húsið Gerði skammt frá álverinu. Auðveldast er að komast þangað með því að beygja út af Reykjanesbrautinni í áttina að Gámasvæðinu þegar komið er á móts við miðjan álversskálann. Síðan er ekið eftir gamla Keflavíkurveginum í suðvesturátt þar til komið er að húsinu Gerði sem nokkurnvegin þar sem framkvæmdir standa nú yfir á Reykjanesbrautinni, en þar er verið að útbúa mislæg gatnamót við innkeyrsluna að álverinu. read more »