Gunnsteinn Ólafsson skrifar:
Skýrt er kveðið á um það í lögum að eldhraun á Íslandi njóti sérstakrar verndar. Allar framkvæmdir í eldhrauni eru því strangt til tekið ólöglegar. Gálgahraun á Álftanesi er eldhraun og auk þess á náttúruminjaskrá sem eykur enn á verndargildi þess. Garðabær fer með skipulagsvald í Gálgahrauni. Bærinn hefur þegar látið reisa heilt íbúðahverfi í hrauninu. Ennfremur á að leggja nýjan Álftanesveg þvert yfir hraunið og aðra stoðbraut í kross frá norðri til suðurs. Bærinn sá reyndar sóma sinn í að friða nyrsta hluta Gálgahrauns en tveimur þriðju hlutum þess á að fórna undir vegi og lóðir. read more