Félagsstarf

Vel heppnuð ganga að Kjarvalsklettum

Listasafn Reykjavíkur efndi til gönguferðar um Gálgahraun og Klettahraun að kvöldi 14. júní í tengslum við sýninguna Gálgaklettur og órar hugans sem stendur yfir á Kjarvalsstöðum um þessar mundir. Þar eru m.a. sýnd um 30 málverk sem Jóhannes Sveinsson Kjarval málaði í Klettahrauni, sem er hluti Garðahrauns, en hann nefndi myndirnar ýmist úr Bessastaðahrauni, úr Gálgahrauni eða jafnvel Gálgaklettur þó svo að hann hafi ekki málað Gálgakletta enda komst hann aldrei nálægt þeim stað þar sem þeir klettar standa.

Ólafur Gíslason listheimspekingur og sýningarstjóri hefur lagt út af málverkum Kjarvals og hvernig hann nálgaðist viðfangsefnið á afskaplega fjölbreyttan hátt í fyrirlestrum sínum í Listaháskólanum og víðar. Á sýningunni eru verk eftir fjölda annarra listamanna og talaði einn þeirra Halldór Ásgeirsson um nálgun sína við viðfangsefnið þegar komið var að Kjarvalsflöt og Kjarvalsklettum eins og farið er að nefna klettana sem Kjarval heillaðist svo mjög af og málaði aftur og aftur.

read more »

Félagsstarf

Sólstöðuganga 21. júní 2012 kl. 20.00

Fimmmtudagskvöldið 21. júní kl. 20.00 efna Hraunavinir til Sólstöðugöngu í Hraunum við Straumsvík. Öllum er velkomið að taka þátt í göngunni og ekki þarf að greiða neitt gjald enda er gangan farin til að kynna hvað hraunin á félagssvæði Hraunavina hafa upp á að bjóða.   

Safnast verður sama við húsið Gerði skammt frá álverinu í Straumsvík.

Reynir Ingibjartsson leiðir gönguna en gönguleiðabók hans um 25 gönguleiðir á Reykjanesskaga er nýlega komin út. Ætlunin er að fylgja Alfaraleiðinni frá Gerði að Kristrúnarborg og síðan að fara gamla Keflavíkurveginn til baka að Gerði. Þetta er sama leið og merkt er nr. 2 í bók Reynis, þannig að göngufólk fær smjörþefinn af því hverskonar leiðir um er að ræða. Reynir mun fræða fólk á leiðinni og leggja áherslu á merka staði, mannvistarminjar og náttúrufyrirbæri. Hann mun  rifja upp sitthvað sem tengist örnefnum, kennileitum og staldra við á nokkrum stöðum á leiðinni. Það er sjálfsagt að hafa nesti meðferðist og svo er skynsamlegt að hafa skjólfatnað því að kólnar þegar líður að kvöldi.  read more »

Hraun

Myndlist og hraun

Um þessar mundir standa yfir tvær merkar myndlistarsýningar þar sem hraun koma við sögu. Sú fyrri var opnuð í Sverrissal í Hafnarborg laugardaginn 12. maí 2012 og nefnist Hús. Þar eru myndraðir af þremur húsum sem myndlistarmaðurinn Hreinn Friðfinnsson á heiðurinn að.

Hin sýningin var opnuð á Kjarvalsstöðum laugardaginn 2. júní og nefnist Gálgaklettur og órar sjónskynsins. Sýningin byggir að mestu nokkrum tugum málverka sem Jóhannes S. Kjarval málaði í Garðahrauni en þangað sótti hann í mörg ár og málaði oftar en ekki sömu klettana við mismunandi skilyrði. Á þeirri sýningu eru einnig verk eftir 20 aðra myndlistarmenn sem leggja út frá náttúrunni og  náttúrusýn líkt og Kjarval var þekktur fyrir að gera. 

read more »

Hraun

Almenningur

Almenningsskógur er gamalt heiti hraunasvæðisins suður og vestur af Straumsvík. Þetta var úthagi Hraunajarðanna sem voru í eigu kirkjunnar en komust i konungseign við siðaskiptin 1550. Þessar jarðir voru allar seldar um og eftir 1830 og eftir Það voru þær í eigu bænda þar til buskapur lagðist að mestu af u.þ.b. 100 árum seinna. Á meðan jarðirnar voru í eigu kirkjunnar og konungs gátu íbúar á suðvesturhorni landsins nýtt Almenningsskóg til beitar og þeir fóru þangað til að höggva skóg til kolagerðar. Þegar litla ísöld gekk í garð upp úr 1450 tók að kólna verulega á Íslandi og víðar í norðurhöfum og hratt gekk á skóglendi þar sem viðar- og skógarhögg jókst til muna. Þegar fram í sótti var ekki mikið um stærri tré því þau voru tekin fyrst og með tímanum var lítið annað eftir en nýgræðingur og hverskonar runnagróður, sem var jafnan nefndur einu nafni hrís. read more »

Hraun

Hrafnslaupur í Vestri-Gálga

Hrafnar eru áhugaverðir fuglar. Þeir eru stærstir allra spörfugla og kunna þá list að útbúa hreiður sín, eða laupa eins og hreiðursmíð þeirra heitir, úr allskonar efnivið. Þeir eru oft snjallir í að staðsetja laupana á syllum, í skútum eða jafnvel í mannvirkjum þar sem ómögulegt er að ná til þeirra þó þeir séu oft býsna áberandi. Draslaragangurinn einkennir laupa hrafna og það er oftar en ekki áhugvavert að skoða hverskonar efnivið þeir nota í smíðina. Hrafnar eru glysgjarnir og þeir kunna að nota nánast hvað sem er til að setja saman nothæfa laupa. Meðal þess sem þeir safna saman má nefna spýtnarusl, greinar, víraflækjur, dýrabeinum, plast, gúmmí og hverskonar byggingaúrgang sem þeir komast yfir. Þegar búið er að koma laupnum saman þarf að fóðra hann og það gera þeir með ull, mosa eða fjöðrum svo að ekki væsir um ungana sem koma í heiminn á undan flestum öðrum fuglum. Varptíminn er gjarnan frá miðjum apríl fram í miðjan maí en þegar vor eru óvenjugóð eins og nú hefur verið verpa þeir nokkrum dögum eða jafnvel vikum fyrr. Þannig var því einmitt farið í ár og eru hrafnsungar víða komnir á kreik nú þegar og búnir að yfirgefa laupana eins og reyndir er í Gálgahrauni. read more »

Fundargerðir

Fundargerð nr. 45

Fundur stjórnar nr. 45

Haldinn 18. apríl 2012 í Súfistanum kl. 15.00 read more »

Félagsstarf

Gönguferð að Lónakoti notuð til að fræðast og hreinsa drasl við ströndina

Sunnudaginn 22. apríl 2012 efndu Hraunavinir, Fugla- og náttúruverndarfélag Álftaness og Félag áhugamanna um sögu Bessastaðaskóla til göngu um Hraunin að Lónakoti.

Klukkan hálf tvö var fjölmenni mætt á bílaplanið hjá listamiðstöðinni í Straumi eða 55 manns og síðan var gengið um Straums- og Óttarstaðaland og að Lónakoti í blíðskaparveðri. Oft var stoppað á leiðinni og skoðaðar minjar um búsetu í Hraunum og fræðst um mannlíf að fornu og nýju. Er hægt að fullyrða að allt þetta svæði kom fólki þægilega á óvart.

Á bæjarhólnum í Lónakoti var nestissnæðingur og á leiðinni til baka var hugað frekar að ströndinni og minjum þar. Þá höfðu göngumenn með sér svarta ruslapoka og fylltust þeir allir af ýmis konar plastrusli. Ekki var hins vegar hreyft við rekavið og netakúlum.

Þetta var því hin besta þrifaferð og viðkomandi félögum til sóma.

Félagsstarf

Gönguferð um Hraunin að Lónakoti

Sunnudaginn 22. apríl standa Hraunavinir, Fugla- og náttúruverndarfélag Álftaness og Félag áhugamanna um sögu Bessastaðaskóla að gönguferð um Hraunin að Lónakoti kl. 13:30. Allir eru hvattir til að mæta og uppgötva þennan stórmerkilega stað með fjölda náttúru- og mannvistarminja svo nærri höfuðborgarsvæðinu.   read more »

Hraun

Hellisgerði

Hellisgerði er skrúð- og skemmtigarður Hafnarfjarðar vestan Reykjavíkurvegar, norðan Hellisgötu og sunnan Skúlaskeiðs. Hellisgerði er nefnt eftir Fjarðarhelli sem er fyrir miðju garðsins. Þegar bændur úr Ölfusi og Selvogi komu í kaupstað til Hafnarfjarðar fyrr á öldum áttu þeir það til að slá upp tjöldum sínum við hellinn eða gista í honum, þó vistin þar væri þröng.

Á þessum stað voru gerðar einhverjar fyrstu tilraunir til trjáræktunar í Hafnarfirði eftir því sem næst verður komist. Kaupmaðurinn Bjarni Sivertsen var líkast til sá fyrsti, en hann flutti 500 trjáplöntur frá Skotlandi árið 1813 og gróðursetti þær víðsvegar í Hafnarfirði. Nokkar trjáplöntur setti hann niður í bakgarði Akurgerðis en líka þó nokkrar umhverfis Fjarðarhelli og við þau hús sem stóðu strjált við botn fjarðarins. Síðan liðu nokkrir áratugir þar til Anna Cathinca Jürgensen Zimsen, móðir Knud Zimsen borgarstjóra í Reykjavík, fór að rækta blóm og grænmeti í vermireitum í lautunum bakvið Akurgerðishúsin og gerðinu við Fjarðarhelli. Zimsen fjölskyldan bjó í Knudtzonshúsi, en á þessum tíma gekk húsið sem Bjarni riddari Sivertsen lét reisa 1803-5 undir því nafni. Það er jafnan nefnt Sívertsenhús í dag og tilheyrir húsasafni Byggðasafns Hafnarfjaðrar. Anna Cathinca fylgdist af áhuga og innileik með gróðrinum í bakgarði sínum og í kringum Fjarðarhelli vaxa og dafna. Hún fór daglega upp að hellinum á sumrin til að grennslast fyrir um vöxtinn á gróðrinum. Knud Due Christian Zimsen verslunarstjóri Knudtzonsverslunar, sem var eiginmaður Önnu Chatincu, lét girða og friða allstórt svæðið í kringum Fjarðarhelli seint á 19. öld að hennar ósk. Reiturinn fékk nafnið Hellisgerði og umhverfis hann var hlaðinn varnargarður úr hraungrjóti en slík gerði sáust við flest kotbýlin í Hafnarfirði og umhverfis matjurtargarða íbúanna í hraungjótum um langan aldur. read more »

Minjar

Hlöðnu húsin í Hraunum

Rétt vestan við Straumsvík var nokkuð þéttbýlt um aldir enda var búið á einum 12 smábýlum þegar mest var. Jarðirnar báru ekki mannmörg heimili en þar var engu að síður gott að búa á meðan fólk gat sinnt búskap og sjósókn jöfnum höndum. Fram undir þriðja áratug 20. aldar var byggðin í Hraunum nokkuð blómleg en þá fór fólki að fækka um leið og búskaparhættir breyttust og sjávarbyggðirnar á suðvestuhorni landsins sóttu í sig veðrið. Þeir sem settust að í Hraunum lögðu megin áherslu á sauðfjárbúskap og sjósókn enda var stutt á gjöful mið skammt undan landi. Sauðfé gekk úti árið um kring sem var nauðsynlegt þar sem túnskikar voru ekki margir eða umfangsmiklir. Helst var heyjað fyrir kýrnar á heimatúnum og grastóm í næsta nágrenni bæjarhúsana, en kúabúskapur byggði á því að hægt væri að mæta mjólkurþörf heimilismanna.   read more »