Skýrslur

Ársskýrsla stjórnar 2010-2011

Hraunavinir héldu aðalfund sinn í Haukshúsi á Álftanesi laugaradaginn 12. nóvember 2011. Pétur Stefánsson formaður flutti skýrslu stjórnar þar sem helstu viðburðir starfstímabilsins 2010 til 2011 voru tíundaðir. Auk venjubundinna aðalfundarstarfa flutti Sigríður Auður Arnardóttir lögfræðingur í Umhverfisráðuneytinu erindi um Árósarsamninginn og síðustu skrefin í að löggilda hann. Hér að neðan er hægt að lesa skýrslu stjórnar.   read more »

Félagsstarf

Aðalfundur Hraunavina 12. nóvember kl. 11:00

Þetta er leiðin að Haukshúsi

Aðalfundur Hraunavina verður haldinn í Haukshúsi á Álftanesi laugardaginn 12. nóvember kl. 11.00 um morguninn.

Aðalfundurinn er jafnframt kynningarfundur á gildi Árósarsamningsins um umhverfisvernd og mannréttindi sem nýlega var samþykktur á Alþingi. Samningurinn veitir áhugafólki um umhverfismál og náttúruvernd möguleika á að hafa áhrif á og gera athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir sem snerta ósnortna náttúru eða tengjast menningarminjum.  read more »

Félagsstarf

Vel heppnað hreinsunarátak

Dagur íslenskrar náttúru var haldinn hátíðlegur með ýmsu móti föstudaginn 16. september á 71. árs afmælisdegi Ómars Ragnarssonar fjölmiðlamanns og náttúruunnanda. Var þetta í fyrsta sinn sem Dagur íslenskrar náttúru var haldinn og Hraunavinir notuðu tækifærið og efndu til hreinsunarátaks í hrauninu sunnan og vestan Straumsvíkur í góðri samvinnu við Framkvæmdasvið Hafnarfjarðarbæjar, landeigendur, skóla, sjálfboðaliða og nokkur fyrirtæki. Félagsmenn fjölmenntu í Hraunin eins og svæðið heitir frá fornu fari og nutu liðsinnis fjölda sjálfboðaliða við að hreinsa allskyns rusl og drasl sem hefur verið skilið eftir úti á víðavangi í fallegri náttúrunni. Vakti þetta athygli fjölmiðlanna og var fjallað um hreinsunarátakið í kvöldfréttum RÚV og Stöðvar 2 á föstudag og í laugardagsblaði Morgunblaðsins.

read more »

Hraun

Hreinsunarátak á degi náttúrunnar

Fjarlægja þarf bílhræ, ónýt heimilistæki og annan úrgang sem skilinn hefur verið eftir á ótrúlegustu stöðum.

Hraunavinir, félag áhugamanna um náttúruvernd í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi, boða til hreinsunarátaks í hrauninu sunnan og vestan við Straumsvík föstudaginn 16.  og laugardaginn 17. september nk.

Átak þetta er unnið í samvinnu við SEEDS (alþjóðleg sjálfboðaliðasamtök á Íslandi), þrjá grunnskóla, fyrirtæki og stofnanir í Hafnarfirði og ýmsa aðra sjálfboðaliða.

Hraun

Gönguleiðaskiltin við Gálgahraun tekin í notkun

Fimmtudaginn 25. ágúst kl. 17.00 voru tvö gönguleiðaskilti afhjúpuð sem sýna gönguleiðir í Gálgahrauni. Annað skiltið er í hraunjaðrinum við Arnarvoginn á mótum Sjálands- og Ásahverfa, en hitt er á móts við Garðastekk neðan við miðjan Álftanesveg.  Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar hélt ræðu og þakkaði m.a. þeim þremur fyrirtækjum sem lögðu fram fjármuni til að þetta væri hægt en það voru Ikea, Íslandsbanki og Marel. Jafnframt þakkaði hann Hraunavinum sem áttu hugmyndina að uppsetningu skiltanna og sáu um ritun texta og sitthvað fleira. Umhverfisnefnd Garðabæjar hafði veg og vanda að vinnslu skiltanna og hafði umsjón með vinnslu þeirra.

read more »

Félagsstarf

Afhjúpun gönguleiða skilta

Meðal þeirra verkefna sem Hraunavinir hafa unnið að síðustu mánuði er gerð tveggja skilta sem sýna fornar leiðir í Gálgahrauni. Stjórn félagsins hefur unnið að þessu máli í góðri samvinnu við Umhverfisnefnd og  bæjarstjórn Garðabæjar. Nú er verkefnið komið á það stig að afhjúpun fer fram fimmtudaginn 25. ágúst kl. 17.00. Athöfnin verður í hraunjaðri Gálgahrauns á móts við hringtorgið á mótum Hraunsholtsbrautar og Vífilsstaðarvegar vestan við Sjálandshverfið í Garðabæ.

read more »

Félagsstarf

Jónsmessuferðin í Gálgahrauni

Það voru 23 gönguglaðir einstaklingar sem nýttu sér boð Hraunavina um að ganga um Gálgahraun að kvöldi 23. júní, að lokinni Jónsmessuhátíð sem fram fór við Strandstíginn í Garðabæ. Meðal þeirra sem tóku þátt í göngunni voru Ögmundur Jónasson samgönguráðherra og eiginkona hans. Göngumenn voru jafnmargir og dagarnir 23 sem liðnir voru af júnímánuði þegar gangan var farin, sem var hrein tilviljun en mjög vel við hæfi. read more »

Félagsstarf

Kvöldganga í Gráhelluhrauni

Hraun

Gönguleið með ströndinni milli Straums og Lónakots

Straumur og Straumsvík, séð frá Litla Lambhaga

Gamla byggðin sem var í Hraunum við Straumsvík er fyrir löngu farin í eyði en þar er sitthvað forvitnilegt að sjá. Mannvistarminjar, gróið hraun, merkileg fjara og margt annað. Þarna voru um aldir nokkur smábýli þar sem byggt var á sjósókn og búskap. Norðan Reykjanesbrautar voru flest býlin en einnig voru nokkur sunnan brautarinnar. Enn sunnar í svonefndum Almenningi voru selstöður kotanna í Hraunum, fjárskjól í hellum og skútum, grösug beitilönd og svonefndir Almenningsskógar. Þeir voru nýttir til fjárbeitar og kolagerðar en einnig kom fyrir að hægt var að taka þar stórviði til húsagerðar. read more »

Greinar

Kershellir við Sléttuhlíðarhorn

Kershellir er rétt norðan við Sléttuhlíðarhorn í jarðfalli sem er stutt frá hinni fornu þjóðleið Selvogsgötu, eða Selvogsvegi eins og leiðin var kölluð í upphafi 20. aldar. Hellirinn er í hrauntröð frá þeim tíma er gaus í Búrfells eldstöðinni fyrir um 7000 árum. Þak hrauntraðarinnar hefur hrunið á nokkrum stöðum og opnað leið inn í hellakerfi sem auðvelt er að skoða. Austast er Kershellir og norður af honum er Hvatshellir, en það er ekki auðvelt að komast að honum. Nokkrum tugum metrum neðar, þar sem hraunrausin er fallin saman að hluta, er skjólsæll slakki og niður af honum er Selhellir. Hann er opinn í báða enda og nefnist syðri hlutinn Selhellir en nyrðri hlutinn var nefndur Kethellir í Jarðarbók Árna Magnússonar og Bjarna Vídalín. Hleðsla í miðjum hellinum náði áður fyrr upp í loft, en er núna fallin að stórum hluta. Neðstur og nyrstur er svonefndur Sauðahellir, sem var notaður um tíma fyrir sauðfé, en þótti ekki alveg nógu góður til slíkra nota. Skammt frá honum er vallgróinn stekkur og austan hans er nátthaginn í jarðfalli. Þessir hellar voru í eina tíð nefndir einu nafni Kershellar, en einnig sundurgreindir með mismunandi nöfnum eftir því hverskonar not voru höfð af þeim í gegnum tíðina. read more »