01. 12. 2009 – 10.47
Fimmtudaginn 25. nóvember 2009 mættu stjórnarmenn Hraunavina ásamt einum ármanni félagsins á fund á bæjarskrifstofu Garðabæjar til að afhenda ályktun sem samþykkt var á ársfundi félagsins sem haldinn var 31. október. Einnig afhenti Gunnsteinn Ólafsson, einn af ármönnum félagsins á Álftanesi, undirskriftarlista vegna tilfærslu Álftanesvegar til norðurs í Garða- og Gálgahrauni. Gunnar Einarsson bæjarstjóri tók á móti hópnum, en fundinn sátu einnig af hálfu Garðabæjar Erling Ásgeirsson formaður bæjarráðs, Stefán Konráðsson formaður skipulagsnefndar, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur og Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri. read more »