Greinar

Selja- og beitarhúsatóftir í lögsögu Garðabæjar

Selin voru stór þáttur í bændasamfélaginu á Íslandi frá fyrstu tíð og virðist sem selvenjur hafi að mestu flust hingað til lands frá Noregi. Selstöður voru einnig þekktar víðsvegar í mið og suður Evrópu, þannig að seljabúskapur var greinilega viðtekin venja um aldir. Hér á landi þróaðist seljabúskapurinn með álíka hætti og á norðurlöndum og átti drjúgan þátt í að beitarstýring var með allgóðu móti lengi vel, þó svo að það hafi ekki verið einhlítt. Á nokkrum stöðum voru byggð beitarhús þar sem áður voru sel en sum beitarhúsanna voru reist þar sem haglendi var gott, stundum í námunda við gamla fjárhella eða sauðaskjól. read more »
Greinar

Sprungur í hraunum

Þriðjudaginn 2. mars 2010 féll kona í hraunsprungu á milli Húsfells og Valahnúka. Hún slapp óvenju vel og var heppin að vera ekki ein á ferð. Konan féll í gegnum u.þ.b. meters þykka snjóþekju og fékk síðan yfir sig töluvert magn af snjó sem hrundi á eftir henni ofan í sprunguna. Vinkona hennar slapp með því að kasta sér til hliðar og gat hringt eftir björgun. Fallið var um 4-5 metrar ofan í sprunguna og urðu björgunarsveitarmenn að síga eftir henni. Komst konan upp úr sprungunni lemstruð, marin og skelkuð, en óbrotin, sem betur fer.

read more »

Greinar

Hús – House Project

Sex af sextán myndum af Slunkaríki Hreins Friðfinnssonar sem teknar voru sumarið 1974. Þessi mynd er fengin af heimasíðu listamannsins.

Slunkaríki eða House Project var listaverk sem Hreinn Friðfinnsson myndlistarmaður setti upp árið 1974 í Smalaskálakeri, en það er jarðfall í Smalaskálahæð. Jarðfallið er suðvestarlega í Smalaskálahæð í Hraunum suðvestur af Straumsvík, nánar tiltekið skammt frá Óttarstaðafjárborg, sem nefnist einnig Kristrúnarborg. Þangað liggur vegslóði af gamla Keflavíkurveginum, en afleggjarinn er til móts við Lónakots heimreiðina. Vegslóðinn var upphaflega notaður af vörubílstjórum sem sóttu hraungjall í rauðamelshól nærri Smalaskálakeri sem nefndist Óttarstaða Rauðamelur. Þar skammt norður af voru tveir allstórir rauðhólar sem nefndust Rauðamelur stóri og litli.

read more »

Hraun

Náttúran í vetrarbúningi

Tíðin hefur verið einstaklega góð og varla hægt að tala um að veturinn hafi látið á sér kræla hér sunnanlands þó svo að Vestfirðingar, Norðlendingar og Austfirðingar hafi fengið sinn skammt af snjó og frosti. Lengi leit út fyrir að jólin yrðu rauð á Suðvesturhorninu en á Aðfangadagskvöld þyrluðust örfá snjókorn af himni og snjófölið þakti jörðina nægjanlega til að skapa þá stemningu sem við kjósum okkur yfir jólahátíðina. Hér eru nokkrar náttúrumyndir sem teknar voru í Almenningi í Hraunum á þriðja dag jóla. Njótið vel. read more »

Félagsstarf

Ársskýrsla 2008-2009

Varda i SvinahrauniAðalfundur Hraunavina var haldinn 31. október 2009 kl. 14.00 í Haukshúsi á Álftanesi. Fundurinn fór vel fram og var hann ágætlega sóttur. Var stjórnin að mestu endurkjörin, en einn stjórnarmaður gaf ekki kost á sér vegna anna og var Þorsteinn Þorsteinsson kjörinn í hans stað.

Þegar venjubundnum aðalfundarstörfum var lokið flutti Kristinn Guðmundsson líffræðingur fróðlegt erindi um verndun Skerjafjarðar og svaraði fyrirspurnum. Hér er hægt að lesa ársskýrslu stjórnar Hraunavina:

read more »

Félagsstarf

Ályktun ársfundar afhent bæjarstjóra Garðabæjar

Fundur í GarðabæFimmtudaginn 25. nóvember 2009 mættu stjórnarmenn Hraunavina ásamt einum ármanni félagsins á fund á bæjarskrifstofu Garðabæjar til að afhenda ályktun sem samþykkt var á ársfundi félagsins sem haldinn var 31. október.  Einnig afhenti Gunnsteinn Ólafsson, einn af ármönnum félagsins á Álftanesi, undirskriftarlista vegna tilfærslu Álftanesvegar til norðurs í Garða- og Gálgahrauni.  Gunnar Einarsson bæjarstjóri tók á móti hópnum, en fundinn sátu einnig af hálfu Garðabæjar Erling Ásgeirsson formaður bæjarráðs, Stefán Konráðsson formaður skipulagsnefndar, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur og Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri. read more »

Hraun

Friðun nyrsta hluta Gálgahrauns

Solarlag i GalgahrauniGunnar Einarsson bæjarstjóri Garðarbæjar og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra staðfestu friðlýsingu nyrsta hluta Gálgahrauns, ásamt fjörum og grunnsævi Skerjafjarðar í landi bæjarins með undirskriftum sínum 6. októbe 2009.  Samkvæmt auglýsingu sem birt var í Stjórnartíðindum í kjölfar friðlýsingarinnar er markmiðið með friðlýsingu Gálgahrauns: að vernda nyrsta hluta Búrfellshrauns, þann hluta hraunsins sem runnið hefur í sjó fram, bæði vegna jarðmyndana og lífríkis. Markmið friðlýsingarinnar er jafn­framt að varðveita Gálgahraun sem vettvang náttúruskoðunar og fræðslu um ókomna tíð. read more »

Hraun

Berjatíð

BerjalyngNú ættu allir Hraunavinir að nýta sér það sem hraunin á höfuðborgarsvæðinu gefa af sér því berjaspretta hefur verið óvenjugóð á þessu hlýja og góða sumri. Ágætis berjalönd eru í Gálgahrauni, víða í Garðahrauni, Stekkjarhrauni, Gráhelluhrauni, Smyrlabúðahrauni, Vífilsstaðahrauni og öðrum hlutum Búrfellshrauns. read more »

Hraun Minjar

Kapellan í Kapelluhrauni

Aðkoman að kapellu Heilagarar Barböru
Aðkoman að kapellu Heilagarar Barböru

Kapellan er lítið byrgi sem stendur á hraunhól í Kapelluhrauni á móts við mitt álverið sem stendur við Straumsvík. Þangað liggur hliðarvegur af Reykjanesbraut sem er merktur Gámasvæðinu. Lítið ber á kapelluhólnum en þegar nær er komið sést hann. Fara þarf niður litla brekku og þar er bifreiðastæði og skilti með upplýsingum um heilaga Barböru. read more »

Hraun

Gálgahraun á heimsminjaskrá Unesco?

Varða vid MóslóðaFornar leiðir um Ísland eru merkileg heimild um sögu þjóðarinnar. Þær hafa margar hverjar glatast í tímans rás en á síðustu árum hafa menn gert sér far um að finna þær að nýju, tínt saman vörðubrot og reynt að ráða í landslag til þess að áætla spor genginna kynslóða. read more »