Hraun

Rauðamelsstígur – stutt lýsing

129. Hraunin sel Óttarsstaða að voriEin af gömlu þjóðleiðunum milli Hrauna og Krýsuvíkur nefnist Rauðamelsstígur en leiðin gekk líka undir fleiri nöfnum s.s. Óttarstaðaselsstígur og Skógargata. Rauðamelsnafnið var þekktast og var það dregið af tveimur myndarlegum rauðmalarhólum sem stóðu norðvestarlega í Gvendarbrunnshæð í Óttarstaðalandi. Hólarnir risu hátt yfir hraunhæðirnar í kring og voru áberandi kennileiti. Nyrsti hluti götunnar lá á milli Stóra-Rauðamels og Litla Rauðamels. Þar sem þessir myndarlegu rauðmalarhólar stóðu fyrrum er nú djúp náma með lítilli grunnvatnstjörn sem kölluð hefur verið Rauðamelstjörn. read more »

Vötn

Hraunstífluð vötn og tjarnir

HrauntjörnHraunstífluð vötn og tjarnir eru merkileg náttúrufyrirbæri sem finnast ekki á mörgum stöðum á Íslandi. Stærsta hraunstíflaða vatnið á Reykjanesskaga er Kleifarvatn en þrjú hraunstífluð vötn er að finna innan þess svæðis sem félagsskapurinn Hraunavinir leggur mesta rækt við; Ástjörn, Urriðakotsvatn og Hvaleyrarvatn. Þessi þrjú vötn hafa myndast í dalkvosum þegar hraunstraumar runnu þvert fyrir eða yfir dali og girtu fyrir læki og aðrar vatnsuppsprettur.

read more »

Hraun

Selvogsgata – leiðarlýsing

Selvogsgata er gömul þjóðleið sem aðallega var farin þegar bændur og búalið í Selvogi og Ölfusi sóttu kaupstað í Hafnarfirði. Einnig var hún notuð af vermönnum. Þegar enskir athafnamenn hófu brennisteinsvinnslu í Brennisteinsfjöllum um miðja 19. öldina var þetta aðal flutningaleiðin, enda var brennisteininum skipað út frá Hafnarfirði. Á síðustu árum hefur Selvogsgatan verið vinsæl gönguleið útivistarfólks. read more »

Félagsstarf

Samþykktir Hraunavina

Samþykktir Hraunavina er hægt að lesa með því að smella á viðkomandi stað hér að neðan. Það styttist í aðalfund sem verður haldinn í október. Þeir sem hafa áhuga á að starfa í félaginu geta sent okkur tölvupóst. Netföngin er að finna undir liðnum: Hraunavinir. read more »

Hraun

Hversvegna skipta hraun máli?

Litli SkyggnirHversvegna á að vernda hraun?
Hraun eru fágæt náttúrufyrirbæri.
Hraun eru mismundandi tignarleg.
Hraun eru fjölbreyttrar gerðar.
Helluhraun eru merkileg.
Úfin apalhraun eru mikilúðleg.
Gígasvæði og hraunrásir heilla.
Heildirnar skipta verulegu máli.
Hraun breyta um svipmót eftir veðri. read more »

Félagsstarf

Hraunavinir

Stofnfundur Hraunavina var haldinn Karl i klettií Garðaholti laugardaginn 10. apríl 2007. Hraunavinir byggja á sjálfboðastarfi, engin félagsgjöld verða innheimt, en heimilt er að afla styrkja til að fjármagna einstök verkefni. Félagaskrá skal byggjast upp af netföngum og upplýsingum safnað saman á heimasíðu fyrir hópinn.

Halda skal ársfund fyrir lok október og boða til hans með minnst viku fyrirvara. Félagar teljast þeir sem eru á póstlista Hraunavina eða skrá sig á ársfundi. Kjósa skal fimm manna stjórn á ársfundi sem skiptir með sér verkum. Miða skal við að í henni séu tveir búsettir í Garðabæ, tveir í Hafnarfirði og einn af Álftanesi. Starfstímabilið er milli aðalfunda og formaður boðar til stjórnarfunda þegar þurfa þykir. read more »

Hraun

Fimm svæði friðlýst í Hafnarfirði

KaldárhraunFimm svæði innan marka Hafnarfjarðar voru friðlýst þann 5. apríl 2009. Aldrei áður hafa svo mörg svæði verið friðlýst í sama sveitarfélaginu í einum vettvangi. Kolbrún Halldórsdóttir þáverandi umhverfisráðherra undirritaði friðlýsingarnar við athöfn að Hleinum á Langeyrarmölum og Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, staðfesti friðlýsingarnar af hálfu bæjarfélagsins. read more »

Minjar

Selin í Hraunum

Straumssel loftmyndVíða í hraununum sunnan, austan og vestan Hafnarfjarðar eru tóftir sem minna á horfna búskaparhætti. Hlaðnar réttir, fyrirhleðslur við skúta, kvíar, fjárhellar og vörður eru hluti af þeim minjum sem mest er af í Almenningi, en svo nefnist hraunið ofan Straumsvíkur. Þar eru líka tóftir frá þeirri tíð þegar haft var í seli á nær hverjum einasta bæ og koti á landinu. Eitt þessara selja var Straumssel og þar eru myndarleg tóftarbrot sem gaman er að skoða.

read more »

Minjar

Lónakot í Hraunum

Lonsvatngardar baejarhollÞeir sem ætla að ganga að eyðibýlinu Lónakoti geta hafið förina við heimreiðina að Lónakots fjárhúsunum sem er u.þ.b. hálfan km suðvestan Straumsvíkur. Þar er hægt að aka út af Reykjanesbrautinni. Rauðmáluð hlaða og fleiri byggingar blasa við þar sem ekið er út af brautinni og bílnum lagt við hliðið. Gengið er eftir tröðinni til norðurs í átt að sjónum. Þessi tröð er nokkurnvegin þar sem Selstígurinn var áður en vegarspottinn var lagður. Selstígur var leiðin frá Lónakoti að Lónakotsseli sem er rúman kílómetra til suðurs ofan við Reykjanesbraut. read more »

Hraun

Hrútadyngjuhraun

HrútagjárdyngjaHrútagjárdyngja er nærri Hrútagjá og auðveldast að nálgast hana með því að aka út af Krýsuvíkurvegi norðan við Sveifluháls þar sem vegvísir merktur Djúpavatn er staðsettur. Aka þarf stuttan spöl upp á hæðardrag og þá er hraunhryggur á hægri hönd. Fyrir miðju hans er skilti sem vísar á Grænklofa í austanverðri dyngjunni. Þar er skysamlegt að hefja gönguför og byrja á  að skoða Grænklofa sem er sprunga í hraunbrúninni. Mælt er með því að ganga síðan norður meðfram hrauninu í áttina að Fjallinu eina, en fylgja brúninni þar til komið er að stikum sem vísa á Reykjaveginn. Þar blasir við gjárhlið og innan við það er hrauntröðin sem heitir Hrútagjá. Þar héldu Hraunamenn hrúta sína á haustin og fram undir aðventu þegar tíðarfar leyfði.   read more »