Greinar

Löskuð ímynd og skertur trúverðugleiki – blaðagrein úr Morgunblaðinu

Hraunavinir-grein 2.. nóv.´13

Félagsstarf

Listaverkauppboði frestað fram í janúar 2014

Fyrirhuguðu listaverkauppboði er frestað fram í janúar á næsta ári.

Þeir sem vilja styrkja verkefnið geta haft samband við SÍM.

Stjórn Hraunavina

Greinar

Almannagjá-Gálgahraun

AlmannagjaÁ síðustu vikum hefur dregið til tíðinda í umhverfismálum landsins.  Baráttan um Gálgahraun í Garðabæ kemur til með að marka  djúp spor í náttúruverndarsögu Íslands.  Undirrituð var í fremstu víglínu þegar lögreglan handsamaði og setti í einangrun,  þ. 21. okt. s.l.,  níu Hraunavini en fyrr um morgunin hafði hún  ekið með tugi Hraunavina á lögreglustöðina í Rvík., boðið þeim sektarsátt (10 þús., sem enginn þáði) og sleppt síðan.  Níumenningarnir, handteknir í  annað sinn, voru beittir ótrúlegu harðræði af lögreglumönnum. Myndir af þeim  misþyrmingum verða lagðar til grundvallar kærum sem lögmenn Hraunavina eru með vinnslu.

Fyrir stuttu fékk ég málverk í hendur  (Hreinn Guðm., acryl, 70×100 cm) sem hefur verið nokkra mánuði á trönum en það sýnir Almannagjá framtíðar, ef  fer sem horfir, og  við túlkun þess tek ég  mið af örlögum Gálgahrauns nú.  Málarinn vissi ekkert af Hraunabaráttunni  en hafði í huga grjóthrun úr gjánni sem og sprungur sem nú er búið að ‚yfirdekkja‘ með tréverki;  úr útlendum grenitrjám Skorradals. „Handrið er úr ryðlituðum pípum sem boltaðar eru í brúargólfið en á milli þeirra er strengt net, “.   Nú í nóv. féll grjót úr bergvegg Almannagjár niður á  göngustíginn  fyrir neðan brúargólfið og var lögreglunni tilkynnt um sem og sérfræðingum Ofanflóðaseturs Veðurstofunnar.

Lögreglunni var líka tilkynnt um spjöllin á Gálgahrauni þ. 21. okt. en þar voru Hraunavinir óðara  handteknir og settir í eingangrun.

Náttúrspjöll  stjórnar Garðabæjar verða  ólíkt meiri  en þau sem náttúruöflin  (og menn) hafa unnið á Almannagjá á árunum 2011-2013.  Öryggisráðstafanir Garðabæjar til verndar mannfólki með nýrri vegarlagningu um friðlýst Gálgahraunið vísar  beint til manngerðar framtíðar Almannagjár á Þingvöllum, eins og málverkið sýnir:   Veggir gjárinnar  steyptir upp (eða álgerðir), álrör lagt eftir endilangri gjánni   með rúnnuðum útgönguopum sem og plastgluggum.  Vegfarendur geta ýmist skroppið út úr rörinu  eða tölt um það í skjóli fyrir veðrum og litið  út um gluggana – svona í framhjágöngu.

Óafturkræfar náttúruskemmdir hafa verið unnar í friðuðu Gálgahrauni. Hvað um framtíð Almannagjár á Þingvöllum?

Höfundur greinar: Sesselja G. Guðmundsdóttir, félagsliði, Mosfellsbæ

Höfundur málverks: Hreinn Guðmundsson

Þessi grein birtist í Fréttablaðinu 25. nóv. 2013                                                                                                

Félagsstarf

Listaverkauppboð til fjáröflunar fyrir Hraunavini

LISTAVERKAUPPBOÐINU ER FRESTAÐ FRAM Í JANÚAR Á NÆSTA ÁRI!
Undanfarin ár hefur hópur fólks með Hraunavini í fararbroddi, barist gegn því að lagur verði nýr Álftanesvegur yfir ósnortið Gálgahraun. Við vegstæðið eru Kjarvalsklettar, þar sem meistari Jóhannes S. Kjarval mun hafa málað allt að 70 myndir. Þessi staður þykir einstakur um náin tengsl listamanns og náttúru.
Barátta Hraunavina hefur ekki aðeins kostað tíma og mikla fyrirhöfn. Hún kostar líka peninga. Í baráttunni gegn veginum var fjöldi fólks handtekin fyrr í haust og sektaður. Þá standa yfir málaferli út af vegarlagningunni sem ekki sér fyrir endann á.
Þeir sem vilja styrkja málstað Hraunavina og gefa verk á uppboðið eru beðnir að koma gjöfum sínum til SÍM eigi síðar en dagana 25.-28. nóv. n.k. Opið er frá kl. 10 til 16.
Auk myndverka er kærkomið að fá fleiri muni s.s. ljósmyndir. Þá ætlar fyrrverandi formaður Hraunavina að gefa úlpuna sína sem nokkuð hefur komið við sögu í Gálgahrauni.
Skýrslur

Starfsskýrsla stjórnar starfsárið 2012-2013

Aðalfundur 2012

Aðalfundur Hraunavina fyrir starfsárið 2011 – 2012 var haldinn í Haukshúsi á Álftanesi, laugardaginn 3. nóvember 2012.

Á fundinum var kjörin stjórn félagsins fyrir næsta starfsár. Þeir Pétur Stefánsson, Ólafur Proppé og Þorsteinn Þorsteinsson drógu sig í hlé úr stjórninni, en Guðfinna Guðmundsdóttir og Reynir Ingibjartsson gáfu áfram kost á sér.

Í stjórn voru kjörin:

Guðfinna Guðmundsdóttir (Hafnarfirði)

Reynir Ingibjartsson (Hafnarfirði)

Eiður Guðnason (Garðabæ)

Ingvar Arnarsson (Garðabæ)

Gunnsteinn Ólafsson (Álftanesi)

Þeir Pétur og Ólafur höfðu setið í stjórninni frá upphafi og Pétur sem formaður. Voru þeim og Þorsteini þökkuð mikil og óeigingjörn störf í þágu félagsins.

Þá var Steinar J. Lúðvíksson kjörin skoðunarmaður reikninga.

read more »

Greinar

Bæjarstjóri á Gálgafresti?

Í þeirri baráttu sem staðið hefur yfir um lagningu nýs Álftanesvegar  yfir Gálgahraun, hefur Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar, æ ofan í æ haldið því fram að félagið Hraunavinir hafi á sínum tíma samþykkt legu vegarins yfir hraunið. Er þá vísað til bréfs sem stjórn Hraunavina sendi þann 28. maí 2008 til skipulagsstjóra Garðabæjar. Síðast var þetta bréf lagt fram á fundi bæjarráðs 29. okt. sl.

Vegur á allt öðrum stað.

En hvað stendur þá í þessu bréfi og hvers vegna var það sent á sínum tíma? Tilefnið var að eigendur jarðarinnar Selskarðs kröfðust breyttrar legu vegarins í gegnum land jarðarinnar, augljóslega til að fá þar meira byggingarland fyrir sig. Þess vegna auglýsti skipulagsstjórinn tillögu að breyttri legu vegarins. Til upplýsingar þá liggur land Selskarðs utan við Gálgahraun.

Hraunavinum þótti ástæða til að skoða málið og í umræddu bréfi segir m.a.:

,,Hin nýja tillaga gerir ráð fyrir því að hinn nýi Álftanesvegur sveigi inn í væntanlega byggð á Garðaholti, kljúfi hana og liggi gegnum byggðina á alllöngum kafla”. Síðar segir: ,,Þegar og einkum af þessari ástæðu teljum við ríka ástæðu til að andmæla hinni framkomnu tillögu”.

Til upplýsingar þá er gert ráð fyrir því í aðalskipulagi Garðabæjar, að á Garðaholti rísi íbúabyggð með þúsundum íbúa. Eigendur Selskarðs vildu losna við veginn úr sínu landi og láta hann í þess stað liggja að hluta í gegnum fyrirhugað byggingarland Garðabæjar á Garðaholti, en það land er í eigu bæjarins.

Nú reynir hinn rökþrota bæjarstjóri að klína því á Hraunavini, að félagið hafi á sínum tíma samþykkt legu hins umdeilda vegar yfir Gálgahraun eða Garðahraun eins og bæjarstjórinn vill kalla það. Þvílík fjarstæða.

Skömmu eftir stofnun Hraunavina í apríl 2007, fór stjórn félagsins í gönguferð að hinum svokölluðu Kjarvalsklettum í Gálgahrauni ásamt bæjarfulltrúum og æðstu embættismönnum Garðabæjar. Þá stóð til að úthluta 10-12 lóðum til viðbótar í Prýðishverfinu norðan núverandi Álftanesvegar m.a. þar sem Kjarvalsklettar eru. Eftir þessa gönguferð hurfu þessar lóðir þegjandi og hljóðalaust út af skipulagi Garðabæjar. Svo leit út um tíma að ráðamenn bæjarins ætluðu að hlífa hrauninu við frekara raski.

read more »

Félagsstarf

Aðalfundur Hraunavina

Aðalfundur Hraunavina 2013
Aðalfundur Hraunavina fyrir starfsárið frá síðasta aðalfundi 3. nóvember 2013, verður haldinn í Fjölbrautarskóla Garðabæjar, stofu A307 á þriðju hæð, laugardaginn 16. nóvember 2013 kl. 10:00.
Dagskrá:
1.        Kosning fundarstjóra og fundarritara
2.        Fundargerð síðasta aðalfundar
3.        Skýrsla stjórnar
4.        Reikningar
5.        Umræður og afgreiðsla skýrslu stjórnar og reikninga
6.        Lagabreytingar ef breytingartillögur hafa borist
7.        Inntaka nýrra félaga
8.        Kosning fimm manna stjórnar
9.        Kosning skoðunarmanns reikninga
10       Erindi: Um hvað snúast málaferlin um veg í Gálgahrauni?
          Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir lögmaður hjá Málþingi 
11       Val ármanna Hraunavina
12       Önnur mál.
Nýir félagar geta skráð sig á fundinum.
Stjórn Hraunavina.
Félagsstarf

Styrktartónleikar í Neskirkju

Sunnudaginn 27. október 2013 verða haldnir tónleikar í Neskirkju til stuðnings baráttu Hraunavina fyrir verndun Gálgahrauns og til heiðurs þeim sem handteknir voru í vikunni. Tónleikarnir hefjast kl. 16.00.

Aðgangseyrir er kr. 1.000 en einnig verður tekið við frjálsum framlögum. Auk þess má styðja baráttu Hraunavina fyrir verndun Gálgahrauns með því að leggja beint inn á söfnunarreikninginn 140-05-71017, kt. 480207-1490.

Dagskrá:
KK
Salonsveitin L´amour fou,
Hlín Pétursdóttir Behrens sópran og Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari,
Gunna Lára Pálmadóttir trúbador,
Arnljótur Sigurðsson úr Ojba Rasta,
Tómas R. Einarsson og félagar,
Söngkvartettinn Kvika,
Blásarakvintett Reykjavíkur.

Fjölmennum!

Málefni

Sorgardagur í Gálgahrauni

http://visir.is/eidur-og-omar-segjast-hafa-verid-beittir-ofbeldi—tokum-hann,-tokum-hann-/article/2013131029803

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/10/21/llum_verid_sleppt_ur_haldi/

http://www.dv.is/frettir/2013/10/21/eldri-borgarar-handteknir-af-logreglu-TWU4C8/

Málefni

Sextán ára barátta

Í janúar 1997 birtist eftirfarandi grein í Morgunblaðinu, þar sem fram kom að náttúruverndarsamtök í landinu voru þá þegar farin að berjast gegn hugmyndum skipulags yfirvavalda í Garðabæ um færslu Álftanesvegar að hluta til í gegnum Gálgahraun.

Hægt er að smella á blaðsíðurnar og þá stækka þær.

MblGalgahraun1997MblGálgahraun2