Skýrslur

Margra áratuga barátta

Búrfellshraun, Gálgahraun og Álftanesvegur
Minnisblöð 7/12 2012, Reynir Ingibjartsson.

Engin mannvirki í Búrfellshrauni
Fram að tíunda áratug síðustu aldar var almennt litið á hraunið norðan núverandi Álftanesvegar (Garðahraun/Gálgahraun) sem útivistarsvæði sem bæri að vernda. Í grein sem Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur skrifaði í Náttúrufræðinginn 1972-1973 um aldur Búrfellshrauns, leggur hann áherslu á friðun hraunsins og því verði ekki raskað með mannvirkjum. Búrfellsgígur og Búrfellsgjá verða svo hluti af Reykjanesfólkvangi árið 1975, en fólkvangar eru friðlýstir.

Lítilsháttar grjótnám var í Urriðakotshrauni (Búrfellshrauni) sem stöðvað var af Náttúruverndarráði á sínum tíma. Þá voru uppi áform um skálabyggingar nálægt Búrfelli og Búrfellsgjá, en þeim áformum var hafnað af þáverandi bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði og Garðabæ, sjá grein Guðmundar Kjartanssonar. read more »

Félagsstarf

Hraunavinir funda með bæjarráðum Garðabæjar og Álftaness um Álftanesveg

Þann 18. desember voru fulltrúar Hraunavina boðaðir á fund með bæjarráðum Garðabæjar og Álftaness um nýjan Álftanesveg og verndun Gálgahrauns. Á fundinn mættu þeir: Eiður S. Guðnason, Gunnsteinn Ólafsson, Ingvar Arnarsson og Reynir Ingibjartsson úr stjórn Hraunavina, auk þeirra Lovísu Ásbjörnsdóttur og Sigmundar Einarssonar sem starfa hjá Náttúrufræðistofnun Íslands í Garðabæ. read more »

Félagsstarf

Aðventuganga Hraunavina að Garðastekk

Það blés hressilega í suðaustan rigningarhraglanda, þegar gengið var að Garðastekk í annarri raðgöngu Hraunavina um hraunin sem kennd eru við Búrfell. En göngumennirnir fjórir létu veðrið ekkert á sig fá og heilsuðu aðventunni með eftirminnilegri gönguferð. read more »
Félagsstarf

Stuðningur vel þeginn

Á borgarafundi Hraunavina fimmtudaginn  29. nóvember 2012 í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídaílnskirkju, létu margir  svolítið af hendi  rakna  til félagsins því sjóður þess er nánast  tæmdur vegna kostnaðar  við  kynningu á fundinum.  Þeir sem ekki voru  með   reiðufé  spurðu um bankareikning  félagsins. Hann er 0546-26-210220 og kennitala félagsins er 480207-1490.

Allur stuðningur er vel þeginn.

Félagsstarf

Ganga sunnudaginn 2. desember kl. 11:00

Hraunavinir efna til gönguferðar um Gálgahraun sunnudaginn 2. desember, fyrsta sunnudag í aðventu. Safnast verður saman við innkeyrsluna inn í Prýðahverfi við Álftanesveg kl. 11:00 og gengið að Garðastekk. Á leiðinni verður staldrað við á nokkrum merkum stöðum og sagt frá því helsta sem fyrir augu ber. Öllum er frjálst að mæta og taka þátt í göngunni. Meðal annars verður komið við hjá Kjarvalsklettum en þeir eru á meðal allra merkilegustu fyrirmynda Jóhannesar Kjarvals myndlistarmanns sem kom að þessum klettum á hverju einasta ári í rúmlega 20 ár og málaði þar fjölmörg málverk sem eru til víða um landið. Nokkur málverk frá þessum stað eru í eigu erlendra safna, þjóðhöfðingja og listaverkasafnara. read more »

Félagsstarf

Tímamótafundur í Garðabæ

Borgarafundurinn um verndun Gálgahrauns sem Hraunavinir efndu til í safnaðarheimili Vídalínskirkju á fimmtudagskvöldinu 29. nóvember, tókst í alla staði mjög vel. Salurinn var þétt skipaður og fundarmenn sýndu fundarefninu mikinn áhuga. read more »

Félagsstarf

Samþykkt borgarafundar i Garðabæ 29.11.2012 um verndun Gálgahrauns og gerð Álftanesvegar

Borgarafundur  haldinn að frumkvæði Hraunavina í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ 29. nóvember 2012 beinir þeim eindregnu tilmælum til bæjarstjórnar Garðabæjar að öllum  framkvæmdum við fyrirhugaða vegagerð í Gálgahrauni verði frestað meðan leitað verði annarra leiða til að finna endurbættum og öruggari Álftanesvegi stað í sátt við umhverfi og óspillta náttúru. read more »

Félagsstarf

Borgarafundur 29. nóvember í safnaðarheimili Vídalínskirkju

Félagsstarf

Borgarafundur um verndun Gálgahrauns

Borgarafundur um verndun Gálgahrauns

Fimmtudaginn 29. nóvember n.k. verður borgarafundur í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ og hefst kl. 20. read more »

Greinar

Keyrt á Kjarvalskletta

Fyrir skömmu skrifaði sá mæti verkfræðingur, Jónas Frímannsson grein í Morgunblaðið og gerði fyrirhugaðan nýjan Álftanesveg að umtalsefni. Greinin er skrifuð út frá sjónarmiði bíleigenda, sem aka um landið og virða útsýnið fyrir sér út um bílrúðurnar. Jónas sá þann kost mestan við nýjan veg um Gálgahraun (líka kallað Garðahraun), að þá gæfist svo gott tækifæri að horfa yfir Gálgahraunið, rifja upp sögur af sakamönnum sem hengdir voru í Gálgaklettum og hafa svo Bessastaði í baksýn. Þessi upplifun væri gott nesti í heimsóknum á forsetasetrið og kjörið umræðuefni við forsetann. 

Jónas nefndi í þessu samhengi, Höfðabakkabrúna yfir Elliðaárdalinn sem margir hefðu mótmælt, en allir væru sáttir við í dag, enda nyti fólk útsýnis yfir dalinn. Ég held nú að flestir séu fullhertir með að fylgjast með umferðinni á brúnni, en bæti sér það kannski upp með gönguferð um Elliðárdalinn.

En hvað um það.  Ýmsir muna kannski líka eftir umræðunni um lokun vegar um Almannagjá og fólk gæti ekki notið þess lengur að aka niður gjána og horfa út um bílrúðurnar. En gjánni var lokað fyrir bílum og nú er Almannagjá, líklega vinsælasta gönguleið á Íslandi. Engum myndi detta í hug nú að taka aftur upp bílaakstur um gjána, enda líka varasamt eins og dæmin sanna. Og hverjum myndi t.d. detta í hug að leggja veg gegnum Dimmuborgir í Mývatnssveit? Kæmist slík hugmynd í umræðu, myndi sá sem hampaði henni, ekki aka óhultur um Mývatnssveit ef ég þekki Mývetninga rétt.

Það var léttur húmor yfir grein Jónasar Frímannssonar, en það sama verður ekki sagt um bæjarstjórann í Garðabæ, sem í sjónvarpsviðtali, notaði sömu rök og Jónas, graf alvarlegur í bragði. Vegurinn sem átti að flýta för fyrir Álftnesinga og auka jafnframt á umferðaröryggi, var kynntur sem útsýnisvegur, þar sem njóta mætti Kjarvalskletta við vegbrúnina.

Fram að þessu hefur allur málflutningur gegn núverandi vegi byggst á því að hann væri svo hættulegur og slysagildrur við hvert bílmál (fótmál). Halda menn virkilega að bílstjórar sem horfa á aðra hönd á Kjarvalskletta og á hina til Bessastaða og Gálgakletta, auki á umferðaröryggið? Ekki einu sinni útskot eru sjáanleg á teikningum.  Reyndin yrði líklegast sú með nýjum vegi, að það verði frekar gefið í í hrauninu og tæpast mun hraunið hlífa þeim sem út af lenda. Ef einhver skynsemi er til staðar, ætti frekar að minnka umferðarhraða á nýjum vegi s.s. með ljósum, hringtorgum og þrengingum.  Og allt þetta er auðveldast að gera á núverandi en endurbættum vegi.

Það er nú orðið fátt um rök hjá ráðamönnum Garðabæjar fyrir fyrirhuguðum vegi um Gálgahraunið. Þvergirðingsháttur meirihlutans ræður för og ekki er hlustað á neinar tillögur og sáttaleiðir. En það er alltaf ljós í myrkrinu. Vonandi sér meirihlutinn í bæjarstjórn Garðabæjar, ljósið von bráðar. Það er betra en að ,,keyra á Kjarvalskletta”.

Reynir Ingibjartsson,

formaður Hraunavina.