Stundarfriður

Á fundi sem Hanna Birna Kristjánsdóttir hélt föstudaginn 27. september mættu fulltrúar Hraunavina og annarra náttúruverndarsamtaka, ásamt fulltrúum Vegagerðarinnar og bæjaryfirvalda í Garðabæ.

Vinnuhópur var settur á laggirnar til að reyna að sætta sjónarmið og mun verktakinn einbeita sér að öðrum þáttum veglagningarinnar næstu sjö til tíu daga og ekki fara í framkvæmdir í Gálgahrauni á meðan.

Ráðherra fól Vegagerðinni að ræða málið við verktakann og kynna breytta vinnutilhögun fyrir fulltrúum náttúruverndarsamtaka í næstu viku.

Athyglisverð frétt birtist á heimasíðu Vegagerðarinnar 27. september, sem lýkur á eftirfarandi fullyrðingu: „Fulltrúar Garðabæjar sögðu alveg ljóst að skipulagi yrði ekki breytt þannig að nýi vegurinn yrði fluttur úr hrauninu í núverandi vegstæði.“

Þetta er merkilegt orðalag og þessi frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar er í þeim anda að það er full ástæða fyrir alla sem vilja bjarga Gálgahrauni að vera áfram á varðbergi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *